Fréttaskýring: Nýmarkaðsríkin komast til enn meiri áhrifa Magnús Halldórsson skrifar 19. júní 2012 15:28 Frá Peking, höfuðborg Kína. Þar hefur átt sér stað ótrúleg uppbygging á síðustu árum. Kínverjar hafa verið að þrýsta á um aukin völd á alþjóðavettvangi, nú síðast innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fyrir þetta ár gerir ráð fyrir að nýmarkaðsríkin (BRICS), með Indland og Kína í broddi fylkingar, muni standa undir meira en 60 prósent alls hagvaxtar í heiminum. Til BRICS-landanna teljast Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður Afríka. Kína og Indland vega þyngst af þessum löndum, enda samanlagður íbúafjöldi landanna um 2,5 milljarður manna, 1,1 milljarður í Indlandi og 1,4 milljarður í Kína. Það nemur um 35 prósent af heildaríbúafjölda í heiminum, sem er ríflega sjö milljarðar. Miklar upphæðir BRICS-löndin tilkynntu um það í dag, á fundi 20 stærstu iðnríkja heims (G20), að þau ætluðu sér að styðja enn meira við AGS, ekki síst vegna erfiðleika í Evrópu. Öll löndin leggja fram 10 milljarða dala, eða sem nemur 1.250 milljörðum króna. Samanlagt framlag þjóðanna til AGS er því um 6.250 milljarðar króna. Kínverjar ákváðu síðan að leggja sérstökum björgunarsjóði AGS (Crisis Intervention Fund) til 43 milljarða dala, sem nemur um 5.375 milljörðum króna. Í sjóðnum eru nú til reiðu 456 milljarðar dala, eða sem nemur um 57 þúsund milljörðum króna, sem nýta á til þess að bjarga skuldugum þjóðum frá frekari vanda á næstu misserum. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að framlög BRICS-landanna séu háð því að löndin fái meiri aðgang að stjórnun sjóðsins á ýmsum vígstöðum. Með þessu komist löndin til enn frekari valda á þeim stöðum þar sem miklu er stjórnað, það úr fundarherbergjum AGS. Ótrúlegt umfang Umfang björgunarsjóðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur aukist mikið á skömmum tíma og er honum nú ætlað mikil hlutverk þegar kemur að vandamálum ríkja víðs vegar í heiminum, ekki síst í Evrópu undanfarin misseri. Þrýstingurinn frá BRICS-löndunum snýr ekki síst um heildarhagsmunina sem eru í húfi, að því er Wall Street Journal greindi frá í morgun. Það er mikil og djúp kreppa á evrusvæðinu hefur áhrif á efnahag BRICS-landanna, og öfugt. Þannig getur minni hagvöxtur en reiknað var með í Kína lengt kreppuna í Evrópu og dýpkað vandamálin mikið. Vandamálin eru því mikil að umfangi, hvernig sem á þau er litið, og erfitt að segja til um hver þróun mála verður. Kuldi og hiti Helsta viðfangsefni kínverskra stjórnvalda að undanförnu hefur verið að „kæla" hagkerfið í Kína, þ.e. að draga úr ofhitnun, ekki síst á fasteignamarkaði. Á undanförnu ári hefur fasteignaverð í 55 af 70 borgum í Kína lækkað, og þá hefur hagvöxtur mælst örlítið undir væntingum, eða um 8 prósent í stað 9 prósent eins og hagvaxtarspá AGS fyrir þetta ár gerði ráð fyrir. Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fyrir þetta ár gerir ráð fyrir að nýmarkaðsríkin (BRICS), með Indland og Kína í broddi fylkingar, muni standa undir meira en 60 prósent alls hagvaxtar í heiminum. Til BRICS-landanna teljast Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður Afríka. Kína og Indland vega þyngst af þessum löndum, enda samanlagður íbúafjöldi landanna um 2,5 milljarður manna, 1,1 milljarður í Indlandi og 1,4 milljarður í Kína. Það nemur um 35 prósent af heildaríbúafjölda í heiminum, sem er ríflega sjö milljarðar. Miklar upphæðir BRICS-löndin tilkynntu um það í dag, á fundi 20 stærstu iðnríkja heims (G20), að þau ætluðu sér að styðja enn meira við AGS, ekki síst vegna erfiðleika í Evrópu. Öll löndin leggja fram 10 milljarða dala, eða sem nemur 1.250 milljörðum króna. Samanlagt framlag þjóðanna til AGS er því um 6.250 milljarðar króna. Kínverjar ákváðu síðan að leggja sérstökum björgunarsjóði AGS (Crisis Intervention Fund) til 43 milljarða dala, sem nemur um 5.375 milljörðum króna. Í sjóðnum eru nú til reiðu 456 milljarðar dala, eða sem nemur um 57 þúsund milljörðum króna, sem nýta á til þess að bjarga skuldugum þjóðum frá frekari vanda á næstu misserum. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að framlög BRICS-landanna séu háð því að löndin fái meiri aðgang að stjórnun sjóðsins á ýmsum vígstöðum. Með þessu komist löndin til enn frekari valda á þeim stöðum þar sem miklu er stjórnað, það úr fundarherbergjum AGS. Ótrúlegt umfang Umfang björgunarsjóðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur aukist mikið á skömmum tíma og er honum nú ætlað mikil hlutverk þegar kemur að vandamálum ríkja víðs vegar í heiminum, ekki síst í Evrópu undanfarin misseri. Þrýstingurinn frá BRICS-löndunum snýr ekki síst um heildarhagsmunina sem eru í húfi, að því er Wall Street Journal greindi frá í morgun. Það er mikil og djúp kreppa á evrusvæðinu hefur áhrif á efnahag BRICS-landanna, og öfugt. Þannig getur minni hagvöxtur en reiknað var með í Kína lengt kreppuna í Evrópu og dýpkað vandamálin mikið. Vandamálin eru því mikil að umfangi, hvernig sem á þau er litið, og erfitt að segja til um hver þróun mála verður. Kuldi og hiti Helsta viðfangsefni kínverskra stjórnvalda að undanförnu hefur verið að „kæla" hagkerfið í Kína, þ.e. að draga úr ofhitnun, ekki síst á fasteignamarkaði. Á undanförnu ári hefur fasteignaverð í 55 af 70 borgum í Kína lækkað, og þá hefur hagvöxtur mælst örlítið undir væntingum, eða um 8 prósent í stað 9 prósent eins og hagvaxtarspá AGS fyrir þetta ár gerði ráð fyrir.
Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira