Jonathan Quick, markvörður NHL-meistarana í Los Angeles Kings, var frábær í úrslitakeppninni og var að lokum valinn besti leikmaður hennar. Hann uppskar líka ríkulega fyrir frammistöðuna því Kings-liðið gerði í framhaldinu við hann nýjan risasamning.
Jonathan Quick skrifaði í gær undir nýjan tíu ára samning sem ætti að gefa honum á bilinu 55 til 60 milljónir dollara eða um 7 til 7,5 miljarða íslenskra króna. Jonathan Quick er 26 ára gamall og hefur spilað með LA Kings frá 2008.
Quick á reyndar eftir eitt ár af gamla samningi sínum og nýi samningurinn gildir því frá og með 2013-14 tímabilinu. Hann er að fjórfalda launin sín og fær þá 720 milljónir á ári í stað 180 milljóna áður.
Jonathan Quick varði 94,6 prósent skota sem á hann komu í úrslitakeppninni, Kings-liðið vann 16 af 20 leikjum sínum og hann hélt marki sínu þrisvar sinnum hreinu. Los Angeles Kings vann þarna Stanley-bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Fær rúmlega sjö milljarða samning hjá LA Kings
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

Fleiri fréttir
