Stuðningsgrein: Að hafa áhrif á samfélag sitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2012 16:00 Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna. Sumir gera þetta í gegnum flokkspólitísk félög. Það er ekkert skrítið við að það fólk sem vill hafa áhrif á samfélag sitt sé áberandi í kringum frambjóðendur til forseta, jafnvel fólk sem hefur reynslu af að starfa í kringum framboð og kosningar, fólk sem nú eða áður hefur tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Það er þó ekki hægt að segja að það sé einslitt landslag af fólki sem starfar með tilteknum frambjóðendum, allir frambjóðendur leita leynt og ljóst til fólks með reynslu, eðlilega. Sumir hafa eigin reynslu af framboði á öðrum vettvangi, svo sem innan frjálsra félagasamtaka og einn frambjóðandi reynslu af forsetaframboði. Að stimpla eitt framboð fremur en annað með flokksstimpli þegar þar má finna fólk úr öllum flokkum er ósanngjarnt. Engum dettur í hug að stimpla framboðið foreldrafélagi tiltekins skóla sem ég starfa með, þó ég sé stuðningskona þess. Sem betur fer á forseti Íslands ekki að standa í kappræðum um pólitísk þrætumál. Það er ekki merki um skoðanaleysi að hafa ekki gert upp hug sinn varðandi ESB þegar enginn samningur liggur fyrir. Og það ber vott um virðingu fyrir lýðræði að gefa ekki upp skoðanir á flokkspólitískum málum, heldur benda á hvað sameinar þjóðina. Kappræður eru ekki rétti vettvangurinn að velja forseta útfrá, þó það kunni að vera eðlilegt þegar valið er milli pólitískra frambjóðenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Betra er að hlýða á ávörp, lesa ræður og velja útfrá því. Forseti þarf ekki að hugsa hratt heldur yfirvegað. Þess vegna skipta gildi og nærvera meira máli en snjallasta svarið, að tala mest, grípa framí fyrir öðrum og taka yfir stjórn umræðuþátta. Ég vel minn forsetaframbjóðanda með því að athuga með hverjum finn ég samhljóm en ekki hvaða frambjóðandi skýtur fastast að öðrum frambjóðendum og spælir flesta. Sumt fólk kallar eftir sterkum leiðtoga. Til hvers? Svo við þurfum ekki að hugsa sjálf? Taka gagnrýnislítið við leiðbeiningum frá öðrum? Gerðum við ekki nóg af því í aðdraganda hrunsins og sitjum sjálf uppi með greiðslur af óráðsíu sterkra leiðtoga á sviði viðskipta og stjórnmála? Sem varði sparifé í bönkum en ekki sparifé í íbúðaeignum, svo að fámennur hluti eignafólks hélt sínu en megin þorrinn situr uppi með stökkbreytt húsnæðislán. Þá höfðum við sterka leiðtoga. Ég hef ekki efni á fleiri slíkum skellum í bráð. Ég ber ábyrgð á þeim sem ég kaus til alþingis þá, nú og bráðum. Það verða alþingiskosningar innan 10 mánaða frá því að nýtt kjörtímabil forseta hefst. Ég treysti mér og öðrum til að kjósa til alþingis fólk sem við treystum og ég þarf ekki að kjósa forseta sem passar mig fyrir fólkinu sem ég kýs til alþingis, þá ábyrgð verð ég að bera sjálf. Það erum við hin sömu sem kjósum hvoru tveggja, forseta og alþingi. Ég vil forseta sem ég tel getað samsamað sig fólki og aðstæðum þess. Ég vil forseta sem þykir vænt um fólk. Ég vel Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna. Sumir gera þetta í gegnum flokkspólitísk félög. Það er ekkert skrítið við að það fólk sem vill hafa áhrif á samfélag sitt sé áberandi í kringum frambjóðendur til forseta, jafnvel fólk sem hefur reynslu af að starfa í kringum framboð og kosningar, fólk sem nú eða áður hefur tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Það er þó ekki hægt að segja að það sé einslitt landslag af fólki sem starfar með tilteknum frambjóðendum, allir frambjóðendur leita leynt og ljóst til fólks með reynslu, eðlilega. Sumir hafa eigin reynslu af framboði á öðrum vettvangi, svo sem innan frjálsra félagasamtaka og einn frambjóðandi reynslu af forsetaframboði. Að stimpla eitt framboð fremur en annað með flokksstimpli þegar þar má finna fólk úr öllum flokkum er ósanngjarnt. Engum dettur í hug að stimpla framboðið foreldrafélagi tiltekins skóla sem ég starfa með, þó ég sé stuðningskona þess. Sem betur fer á forseti Íslands ekki að standa í kappræðum um pólitísk þrætumál. Það er ekki merki um skoðanaleysi að hafa ekki gert upp hug sinn varðandi ESB þegar enginn samningur liggur fyrir. Og það ber vott um virðingu fyrir lýðræði að gefa ekki upp skoðanir á flokkspólitískum málum, heldur benda á hvað sameinar þjóðina. Kappræður eru ekki rétti vettvangurinn að velja forseta útfrá, þó það kunni að vera eðlilegt þegar valið er milli pólitískra frambjóðenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Betra er að hlýða á ávörp, lesa ræður og velja útfrá því. Forseti þarf ekki að hugsa hratt heldur yfirvegað. Þess vegna skipta gildi og nærvera meira máli en snjallasta svarið, að tala mest, grípa framí fyrir öðrum og taka yfir stjórn umræðuþátta. Ég vel minn forsetaframbjóðanda með því að athuga með hverjum finn ég samhljóm en ekki hvaða frambjóðandi skýtur fastast að öðrum frambjóðendum og spælir flesta. Sumt fólk kallar eftir sterkum leiðtoga. Til hvers? Svo við þurfum ekki að hugsa sjálf? Taka gagnrýnislítið við leiðbeiningum frá öðrum? Gerðum við ekki nóg af því í aðdraganda hrunsins og sitjum sjálf uppi með greiðslur af óráðsíu sterkra leiðtoga á sviði viðskipta og stjórnmála? Sem varði sparifé í bönkum en ekki sparifé í íbúðaeignum, svo að fámennur hluti eignafólks hélt sínu en megin þorrinn situr uppi með stökkbreytt húsnæðislán. Þá höfðum við sterka leiðtoga. Ég hef ekki efni á fleiri slíkum skellum í bráð. Ég ber ábyrgð á þeim sem ég kaus til alþingis þá, nú og bráðum. Það verða alþingiskosningar innan 10 mánaða frá því að nýtt kjörtímabil forseta hefst. Ég treysti mér og öðrum til að kjósa til alþingis fólk sem við treystum og ég þarf ekki að kjósa forseta sem passar mig fyrir fólkinu sem ég kýs til alþingis, þá ábyrgð verð ég að bera sjálf. Það erum við hin sömu sem kjósum hvoru tveggja, forseta og alþingi. Ég vil forseta sem ég tel getað samsamað sig fólki og aðstæðum þess. Ég vil forseta sem þykir vænt um fólk. Ég vel Þóru.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun