FH-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson var langt frá sínu besta í undankeppni kúluvarpsins á Evrópumótinu í frjálsum í Helsinki og er úr leik á mótinu. Óðinn kastaði 18,19 metra og endaði í 22. sæti.
Óðinn var meira en tveimur metrum frá sínu besta en hann tryggði sig inn á Ólympíuleikana með því að kasta kúlunni 20,22 metra fyrr í sumar.
Óðinn gerði ógilt í fyrsta og síðasta kasti sínu en kúlan flaug 18,19 metra í öðru kastinu. Það voru bara tveir keppendur, Albani og Kýpurbúi, sem köstuðu styttra en Óðinn í dag.
Síðasti meður inn í úrslitin kastaði 19,48 metra og var Óðinn því mjög langt frá því að komast í úrslitin sem fara fram á morgun.
Óðinn langt frá sínu besta - endaði í 22. sæti
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn



