Umfjöllun: Eyjakonur bundu enda á sigurgöngu Þór/KA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2012 13:05 ÍBV vann 4-1 sigur á Þór/KA í toppleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna norðan heiða í dag. Þór/KA var ósigrað í sumar en sá aldrei til sólar gegn Eyjakonum sem léku við hvern sinn fingur. Leikur liðanna var jafn framan af en Eyjakonur þó beittari í sóknaraðgerðum sínum. Ein slík á 21. mínútu var á þá leið að Shaneka Gordon geystist upp hægri kantinn, sendi fyrir á nærsvæðið þangað sem Kristín Erna Sigurlásdóttir kláraði færið vel. Fjórða mark Kristínar Ernu í sumar og Shaneka Gordon nýtti hraða sinn vel. Gordon var sjálf á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá fékk hún frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Dönku Podovac. Gordon var yfirveguð þrátt fyrir að Chantel Jones kæmi askvaðandi á móti henni og renndi boltanum í fjærhornið. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum. Bryndís Lára þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hún varði langskot Bandaríkjakonunnar Tahnai Annis í þverslána. Bryndís Lára var öryggið uppmálað í marki Eyjakvenna í leiknum. Bæði greip hún vel inní auk þess að verja vel þegar á þurfti. Allt stefndi í tveggja marka forystu Eyjakvenna í leikhléi þegar Serbarnir í liði Eyjakvenna buðu upp á þriðja markið. Danka vippaði boltanum þá inn fyrir á Vesnu Smiljkovic sem tók boltann á lofti. Skotið var arfaslakt en fann sér þó leið á lúsarhraða neðst í markhornið. Þriggja marka forysta raunin og segja má að björninn hafi verið unninn. Kayla Grimsley minnkaði muninn fyrir heimakonur með ágætu marki á 56. mínútu. Þá fékk hún langa sendingu inn fyrir vörnina. Virtist spila sig út í ógöngur áður en hún sneri af sér varnarmann og skoraði. Laglega mark og gaf Þór/KA vonarneista. Liðið skapaði sér nokkur hálffæri í kjölfarið en Bryndís var sem fyrr segir öryggið uppmálað. Varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði út um vonir heimakvenna á 82. mínútu. Kristín Erna fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörnina. Kristín lék út að endalínu og lagði boltann út á Berglindi sem hamraði boltann í þaknetið, leik lokið. Þór/KA saknaði framherja síns Katrínar Ásbjörnsdóttur sárlega í leiknum. Hin 15 ára Lilý Rut Hlynsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik í framlínu Akureyrarliðsins og stóð sig ágætlega en skarð Katrínar er vandfyllt. Katrín spilaði síðustu 25 mínúturnar og ljóst að liðið má erfiðlega við fjarveru hennar í sóknarleiknum. Fjarvera Katrínar útskýrir ekki þó mörkin fjögur sem liðið fékk á sig. Fyrir leikinn hafði Þór/KA fengið á sig þrjú mörk í sex leikjum. Eftir leikinn í dag eru mörkin orðin sjö. Eitthvað fyrir Jóhann Kristinn þjálfara norðankvenna að hugsa um. Ljóst er að Eyjaliðið er til alls líklegt ef marka má leik þeirra í dag. Lið sem getur leyft sér að geyma Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum er nautsterkt sóknarlega. Með Vesnu og Shaneku Gordon á köntunum, Dönku Podovac í hugmyndavinnunni á miðjunni og Kristínu Ernu fremsta verða allar varnir landsins í vandræðum með Eyjakonur. Ekki má gleyma því að minnast á framgöngu hægri bakvarðarins Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða ÍBV, í leiknum. Elísa stóð vaktina gagnvart Söndru Maríu Jessen sérstaklega vel og markahæsti leikmaður mótsins, fyrir þessa umferð, var lengst af í gjörgæslu. Eyjakonur hafa skorað flest mörk allra í deildinni eða 22 og verður gaman að fylgjast með þeim í næstu umferð þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira
ÍBV vann 4-1 sigur á Þór/KA í toppleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna norðan heiða í dag. Þór/KA var ósigrað í sumar en sá aldrei til sólar gegn Eyjakonum sem léku við hvern sinn fingur. Leikur liðanna var jafn framan af en Eyjakonur þó beittari í sóknaraðgerðum sínum. Ein slík á 21. mínútu var á þá leið að Shaneka Gordon geystist upp hægri kantinn, sendi fyrir á nærsvæðið þangað sem Kristín Erna Sigurlásdóttir kláraði færið vel. Fjórða mark Kristínar Ernu í sumar og Shaneka Gordon nýtti hraða sinn vel. Gordon var sjálf á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá fékk hún frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Dönku Podovac. Gordon var yfirveguð þrátt fyrir að Chantel Jones kæmi askvaðandi á móti henni og renndi boltanum í fjærhornið. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum. Bryndís Lára þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hún varði langskot Bandaríkjakonunnar Tahnai Annis í þverslána. Bryndís Lára var öryggið uppmálað í marki Eyjakvenna í leiknum. Bæði greip hún vel inní auk þess að verja vel þegar á þurfti. Allt stefndi í tveggja marka forystu Eyjakvenna í leikhléi þegar Serbarnir í liði Eyjakvenna buðu upp á þriðja markið. Danka vippaði boltanum þá inn fyrir á Vesnu Smiljkovic sem tók boltann á lofti. Skotið var arfaslakt en fann sér þó leið á lúsarhraða neðst í markhornið. Þriggja marka forysta raunin og segja má að björninn hafi verið unninn. Kayla Grimsley minnkaði muninn fyrir heimakonur með ágætu marki á 56. mínútu. Þá fékk hún langa sendingu inn fyrir vörnina. Virtist spila sig út í ógöngur áður en hún sneri af sér varnarmann og skoraði. Laglega mark og gaf Þór/KA vonarneista. Liðið skapaði sér nokkur hálffæri í kjölfarið en Bryndís var sem fyrr segir öryggið uppmálað. Varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði út um vonir heimakvenna á 82. mínútu. Kristín Erna fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörnina. Kristín lék út að endalínu og lagði boltann út á Berglindi sem hamraði boltann í þaknetið, leik lokið. Þór/KA saknaði framherja síns Katrínar Ásbjörnsdóttur sárlega í leiknum. Hin 15 ára Lilý Rut Hlynsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik í framlínu Akureyrarliðsins og stóð sig ágætlega en skarð Katrínar er vandfyllt. Katrín spilaði síðustu 25 mínúturnar og ljóst að liðið má erfiðlega við fjarveru hennar í sóknarleiknum. Fjarvera Katrínar útskýrir ekki þó mörkin fjögur sem liðið fékk á sig. Fyrir leikinn hafði Þór/KA fengið á sig þrjú mörk í sex leikjum. Eftir leikinn í dag eru mörkin orðin sjö. Eitthvað fyrir Jóhann Kristinn þjálfara norðankvenna að hugsa um. Ljóst er að Eyjaliðið er til alls líklegt ef marka má leik þeirra í dag. Lið sem getur leyft sér að geyma Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum er nautsterkt sóknarlega. Með Vesnu og Shaneku Gordon á köntunum, Dönku Podovac í hugmyndavinnunni á miðjunni og Kristínu Ernu fremsta verða allar varnir landsins í vandræðum með Eyjakonur. Ekki má gleyma því að minnast á framgöngu hægri bakvarðarins Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða ÍBV, í leiknum. Elísa stóð vaktina gagnvart Söndru Maríu Jessen sérstaklega vel og markahæsti leikmaður mótsins, fyrir þessa umferð, var lengst af í gjörgæslu. Eyjakonur hafa skorað flest mörk allra í deildinni eða 22 og verður gaman að fylgjast með þeim í næstu umferð þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira