Samfestingar hafa slegið svo rækilega í gegn að stjörnurnar keppast nú við að klæðast þeim á sjálfum rauða dreglinum.
Emma Stone mætti í einum slíkum í anda Spider-Man kvikmyndarinnar til frumsýningar í vikunni stuttu eftir að Elizabeth Banks klæddist einum svörtum og seiðandi á MTV Movie Awards hátíðinni.
Það var hinsvegar Rose Byrne sem sló hvað mest í gegn í hvítum, glamúr samfesting á rauða dreglinum á dögunum. Leikkonan þótti stórglæsileg og frumleg í honum.
Sjá má stjörnurnar þrjár á meðfylgjandi mynd.
Stjörnur klæðast samfestingum
