Federer vann Wimbledon-mótið | Bið Breta lengist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 17:22 Nordic Photos / Getty Images Roger Federer vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum. Hann vann heimamanninn Andy Murray í úrslitum og þurfa því Bretar að bíða enn lengur eftir breskum sigurvegara í einliðaleik karla. Murray varð í dag fyrsti Bretinn síðan 1938 til að leika til úrslita á Wimbledon-mótinu í tennis en hann varð að játa sig sigraðan gegn hinum geysiöfluga Federer sem vann í dag sitt sautjánda stórmót á ferlinum og það fyrsta síðan 2010. Enginn karlmaður á fleiri stórmótstitla en Federer sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Hann sýndi þó sínar bestu hliðar á mótinu og sló til að mynda Novak Djokovic, efsta mann heimslistans, úr leik í undanúrslitum. Federer endurheimtir nú efsta sæti heimslistans af Djokovic og slær þar með met Pete Sampras sem sat samtals í 286 vikur á toppi listans. Sampras vann einnig Wimbledon-mótið sjö sinnum á sínum tíma og hefur Federer því jafnað það met nú. Murray var að spila til úrslita á stórmót í fjórða sinn á ferlinum en hann hefur tapað öllum viðureignunum, þar af þrívegis gegn Federer. Murray byrjaði þó vel í dag og vann fyrsta settið, 6-4, með því að halda yfirvegun og sýna stáltaugar. Federer gerði hins vegar ófá mistök og var ekki upp á sitt besta. Sá svissneski náði þó að koma sér betur inn í viðureignina í öðru setti og náði að jafna metin með því að vinna settið 7-5. Það var hart barist í þriðja settinu en Federer náði yfirhöndinni, hægt og rólega. Það virtist fara í taugarnar í Murray sem barðist þó hetjulega, en án árangurs. Hann varð að játa sig sigraðan, 6-3, í þriðja settinu og svo 6-4 í því fjórða. Breska þjóðin fylgdist spennt og voru áhorfendur á vellinum vitanlega flestir á bandi Murray. Þeir fögnuðu honum vel í leikslok, þrátt fyrir tapið. Tennis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira
Roger Federer vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum. Hann vann heimamanninn Andy Murray í úrslitum og þurfa því Bretar að bíða enn lengur eftir breskum sigurvegara í einliðaleik karla. Murray varð í dag fyrsti Bretinn síðan 1938 til að leika til úrslita á Wimbledon-mótinu í tennis en hann varð að játa sig sigraðan gegn hinum geysiöfluga Federer sem vann í dag sitt sautjánda stórmót á ferlinum og það fyrsta síðan 2010. Enginn karlmaður á fleiri stórmótstitla en Federer sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Hann sýndi þó sínar bestu hliðar á mótinu og sló til að mynda Novak Djokovic, efsta mann heimslistans, úr leik í undanúrslitum. Federer endurheimtir nú efsta sæti heimslistans af Djokovic og slær þar með met Pete Sampras sem sat samtals í 286 vikur á toppi listans. Sampras vann einnig Wimbledon-mótið sjö sinnum á sínum tíma og hefur Federer því jafnað það met nú. Murray var að spila til úrslita á stórmót í fjórða sinn á ferlinum en hann hefur tapað öllum viðureignunum, þar af þrívegis gegn Federer. Murray byrjaði þó vel í dag og vann fyrsta settið, 6-4, með því að halda yfirvegun og sýna stáltaugar. Federer gerði hins vegar ófá mistök og var ekki upp á sitt besta. Sá svissneski náði þó að koma sér betur inn í viðureignina í öðru setti og náði að jafna metin með því að vinna settið 7-5. Það var hart barist í þriðja settinu en Federer náði yfirhöndinni, hægt og rólega. Það virtist fara í taugarnar í Murray sem barðist þó hetjulega, en án árangurs. Hann varð að játa sig sigraðan, 6-3, í þriðja settinu og svo 6-4 í því fjórða. Breska þjóðin fylgdist spennt og voru áhorfendur á vellinum vitanlega flestir á bandi Murray. Þeir fögnuðu honum vel í leikslok, þrátt fyrir tapið.
Tennis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira