Miklar verðsveiflur á áli á síðustu tveimur árum Magnús Halldórsson skrifar 3. júlí 2012 10:30 Álverðið hækkað úr ríflega 1.900 dölum á tonnið um mitt ár 2010 í tæplega 2.800 dali ári síðar, en hefur frá þeim tíma aftur lækkað niður í tæplega 1.900 dali. Mynd/LME Miklar sveiflur hafa verið á álverði undanfarin ár, en staðgreiðsluverð á markaði er nú 1.867 dalir á tonnið, eða sem nemur um 233 þúsund krónum miðað við núverandi gengi. Fyrir ári síðan fór verðið í 2.800 dali á tonnið og hefur það því lækkað um 30 prósent á einu ári. Undanfarna daga hefur það verið að þokast lítið eitt upp á við, samhliða hækkunum á olíu eftir skarpa lækkun. Hér á meðfylgjandi mynd, sem fengin er úr opinberum gögnum London Metal Exchange frá því í morgun, sýnir hvernig verðið hefur þróast undanfarin misseri. Álverð hefur umtalsverð áhrif á íslenskan efnahag, vegna álveranna þriggja, Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð og Century Aluminum Norðuráls á Grundartanga. Orkuverð álfyrirtækjanna til Landsvirkjunar tekur mið af álverði í tæplega helmings hluta þeirra samninga sem fyrirtækið er með álfyrirtækin, og það sama á við um Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, nema hvað þar er hlutfallið heldur hærra. Landsvirkjun hefur á síðustu tveimur árum minnkað álverðstengingu í samningum niður úr 72% í 47% af allri raforkusölu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Verð á raforku í samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fylgir ekki lengur álverði. Nýi samningurinn tók gildi 1. október 2010. Verðið er í bandaríkjadölum, verðbætt miðað við bandaríska neysluvísitölu og var álverðstenging afnumin. Virði afurða orkufreks iðnaðar, sem að mestu er ál, var ríflega 257 milljarðar í fyrra og nam 43,7 prósentum af heildarvirði vöruútflutnings landsins samkvæmt Hagstofu Íslands. Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á álverði undanfarin ár, en staðgreiðsluverð á markaði er nú 1.867 dalir á tonnið, eða sem nemur um 233 þúsund krónum miðað við núverandi gengi. Fyrir ári síðan fór verðið í 2.800 dali á tonnið og hefur það því lækkað um 30 prósent á einu ári. Undanfarna daga hefur það verið að þokast lítið eitt upp á við, samhliða hækkunum á olíu eftir skarpa lækkun. Hér á meðfylgjandi mynd, sem fengin er úr opinberum gögnum London Metal Exchange frá því í morgun, sýnir hvernig verðið hefur þróast undanfarin misseri. Álverð hefur umtalsverð áhrif á íslenskan efnahag, vegna álveranna þriggja, Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð og Century Aluminum Norðuráls á Grundartanga. Orkuverð álfyrirtækjanna til Landsvirkjunar tekur mið af álverði í tæplega helmings hluta þeirra samninga sem fyrirtækið er með álfyrirtækin, og það sama á við um Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, nema hvað þar er hlutfallið heldur hærra. Landsvirkjun hefur á síðustu tveimur árum minnkað álverðstengingu í samningum niður úr 72% í 47% af allri raforkusölu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Verð á raforku í samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fylgir ekki lengur álverði. Nýi samningurinn tók gildi 1. október 2010. Verðið er í bandaríkjadölum, verðbætt miðað við bandaríska neysluvísitölu og var álverðstenging afnumin. Virði afurða orkufreks iðnaðar, sem að mestu er ál, var ríflega 257 milljarðar í fyrra og nam 43,7 prósentum af heildarvirði vöruútflutnings landsins samkvæmt Hagstofu Íslands.
Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira