Það er fátt sem bendir til þess að hinn þekkti tennisdómari, Lois Ann Goodman, muni dæma á US Open en hún hefur verið handtekin fyrir að myrða eiginmann sinn.
Hin sjötuga Goodman er sögð hafa myrt áttræðan eiginmann sinn á heimili þeirra. Lögreglu grunar að hún hafi lamið hann í hausinn með kaffibolla með þeim afleiðingum að hann lést.
Goodman tjáði lögreglu að þegar hún hefði komið heim eftir langan dag á tennisvellinum hefði húsið verið læst. Hún sagði enn fremur þeim að eiginmaðurinn hefði líklega fengið hjartaáfall og fallið niður tröppurnar á heimilinu.
"Þetta var grunsamlegur dauði frá upphafi," sagði lögreglustjórinn í Los Angeles en krufning leiddi í ljós að lítið var að marka sögu Goodman.
Í íbúð hjónanna fannst blóð og brotin kaffikanna.
Sjötugur tennisdómari grunaður um morð

Mest lesið



Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn
