Skuggar í Hafnarborg 31. ágúst 2012 10:05 Ólíkar birtingarmyndir skuggans í verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna verða í brennidepli á yfirlitssýningunni Skia, sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. Skia er gríska orðið yfir skugga en Guðni Tómasson sýningarstjóri hefur valið á sýninguna verk af ýmsum toga sem fjalla á einn eða annan hátt um skuggann. "Það er áhugavert að búa sér til ramma til að vinna út frá," segir Guðni. "Alveg eins og með sjónsviðið er samspil ljóss og skugga lykilatriði í myndlist. Mér fannst áhugavert að móta hugmyndina í þá átt, þótt ég hafi á endanum farið í allt aðrar áttir en ég lagði upp með. Ég ætlaði upphaflega að búa til eins konar flokka á skugga en á endanum varð útkoman mun tilfinningalegri." Verkin á sýningunni eru frá miðri síðustu öld til samtímans. Guðni segist hafa haft ákveðna listamenn í huga þegar hann hóf undirbúning á sýningunni. "Ég endaði síðan á því að leita í ýmsar áttir; sum verkin duttu eiginlega upp í hendurnar hjá mér en hjá öðrum var ég að leita að ákveðinni stemningu. En í rauninni eru þetta allt listamenn sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. "Sýningin er er afrakstur þess að Hafnarborg býður sýningarstjórum að senda inn tillögur að haustsýningu í safninu en þetta er í annað sinn sem það er gert. Í tengslum við sýninguna verður efnt til Skuggaleika þann 6. október en þar mætast listamenn og fræðimenn af ýmsum sviðum og kynna hugmyndir og rannsóknir af ólíkum toga sem þó fjalla allar um skuggann. Guðni lóðsar gesti um sýninguna á sunnudag. Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ólíkar birtingarmyndir skuggans í verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna verða í brennidepli á yfirlitssýningunni Skia, sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. Skia er gríska orðið yfir skugga en Guðni Tómasson sýningarstjóri hefur valið á sýninguna verk af ýmsum toga sem fjalla á einn eða annan hátt um skuggann. "Það er áhugavert að búa sér til ramma til að vinna út frá," segir Guðni. "Alveg eins og með sjónsviðið er samspil ljóss og skugga lykilatriði í myndlist. Mér fannst áhugavert að móta hugmyndina í þá átt, þótt ég hafi á endanum farið í allt aðrar áttir en ég lagði upp með. Ég ætlaði upphaflega að búa til eins konar flokka á skugga en á endanum varð útkoman mun tilfinningalegri." Verkin á sýningunni eru frá miðri síðustu öld til samtímans. Guðni segist hafa haft ákveðna listamenn í huga þegar hann hóf undirbúning á sýningunni. "Ég endaði síðan á því að leita í ýmsar áttir; sum verkin duttu eiginlega upp í hendurnar hjá mér en hjá öðrum var ég að leita að ákveðinni stemningu. En í rauninni eru þetta allt listamenn sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. "Sýningin er er afrakstur þess að Hafnarborg býður sýningarstjórum að senda inn tillögur að haustsýningu í safninu en þetta er í annað sinn sem það er gert. Í tengslum við sýninguna verður efnt til Skuggaleika þann 6. október en þar mætast listamenn og fræðimenn af ýmsum sviðum og kynna hugmyndir og rannsóknir af ólíkum toga sem þó fjalla allar um skuggann. Guðni lóðsar gesti um sýninguna á sunnudag.
Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira