Alain Prost ók Formúlubíl í fyrsta sinn í 16 ár Birgir Þór Harðarson skrifar 30. september 2012 21:30 Alain Prost ók Red Bull-bíl í dag. nordicphotos/afp Formúlu 1 goðsögnin og fjórfaldi heimsmeistarinn Alain Prost ók Formúlu 1-bifreið í fyrsta sinn síðan 1996 í dag. Prost sagði tækifærið hafa verið frábært. Prost var forvitinn að vita hvernig Formúlu 1-bílar væru miðað við þá sem hann ók á ferli sínum árin 1980 til 1993. "Undanfarið hef ég velt fyrir mér hvernig nútíma Frormúlu 1 bílar eru," sagði Prost. Hann sagðist ekki hafa viljað fara of hratt svona í fyrsta sinn í Formúlu 1-bíl í sextán ár þegar hann reynsluók McLaren-bíl. Bíllinn sem Prost hafði til umráða í dag var Red Bull RB6 frá 2010. Sebastian Vettel vann heimsmeistaratitilinn í bílnum það árið. "Þetta er ekkert mikið öðruvísi. Maður notar tækin öðruvísi og bíllinn er mjög stífur. Það er eitthvað sem maður þarf bara að venjast." "Ef maður ekur ekki nútímabíl er ómögulegt að bera þá saman við gömlu bílana," sagði Prost að lokum. Franski heimsmeistarinn var alltaf kallaður "Prófessorinn" þegar hann var uppá sitt besta, af einfaldri ástæðu: Hann var alltaf einu skrefi á undan keppinautum sínum hvað varðar tæknilegar hliðar íþróttarinnar og alltaf búinn að hugsa kappaksturinn til enda. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 goðsögnin og fjórfaldi heimsmeistarinn Alain Prost ók Formúlu 1-bifreið í fyrsta sinn síðan 1996 í dag. Prost sagði tækifærið hafa verið frábært. Prost var forvitinn að vita hvernig Formúlu 1-bílar væru miðað við þá sem hann ók á ferli sínum árin 1980 til 1993. "Undanfarið hef ég velt fyrir mér hvernig nútíma Frormúlu 1 bílar eru," sagði Prost. Hann sagðist ekki hafa viljað fara of hratt svona í fyrsta sinn í Formúlu 1-bíl í sextán ár þegar hann reynsluók McLaren-bíl. Bíllinn sem Prost hafði til umráða í dag var Red Bull RB6 frá 2010. Sebastian Vettel vann heimsmeistaratitilinn í bílnum það árið. "Þetta er ekkert mikið öðruvísi. Maður notar tækin öðruvísi og bíllinn er mjög stífur. Það er eitthvað sem maður þarf bara að venjast." "Ef maður ekur ekki nútímabíl er ómögulegt að bera þá saman við gömlu bílana," sagði Prost að lokum. Franski heimsmeistarinn var alltaf kallaður "Prófessorinn" þegar hann var uppá sitt besta, af einfaldri ástæðu: Hann var alltaf einu skrefi á undan keppinautum sínum hvað varðar tæknilegar hliðar íþróttarinnar og alltaf búinn að hugsa kappaksturinn til enda.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira