Hátt í tvö þúsund manns hafa skráð sig til leiks í Meistaramánuðinn sem hefst í dag.
Flestir hafa sett sér eitt eða fleiri markmið sem þeir ætla að nýta mánuðinn í að uppfylla, eins og að fara í áfengisbindindi, vakna fyrr á morgnana, hreyfa sig meira eða borða hollari mat.
Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack er meðal þeirra sem hefur ákveðið að láta slag standa og ætlar hún sér meðal annars að mæta á réttum tíma til vinnu, hætta að kaupa sér drykki á börum eftir miðnætti og hreyfa sig á hverjum degi.
Þá ætlar almannatengillinn Andrés Jónsson einnig að bæta sig í október eins og Atli Fannar Bjarkason, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, og fréttakonurnar Hugrún Halldórsdóttir og Jóhanna Margrét Gísladóttir.
Margir í Meistaramánuði
