Valur og Keflavík unnu baráttusigra í bikarnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2012 20:19 Kristrún Sigurjónsdóttir hafði óvenju hægt um sig í leiknum í dag og skoraði aðeins sjö stig. Mynd/Anton Kvennalið Vals og Keflavíkur tryggðu sér í dag sæti í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Valskonur fengu Íslandsmeistara Njarðvíkur í heimsókn. Heimakonur leiddu með ellefu stigum eftir fyrsta leikhlutann en gestirnir minnkuðu muninn jafnt og þétt. Fyrir lokafjórðunginn munaði aðeins tveimur stigum. Valskonur virtust vera að landa öruggum sigri en þær leiddu 66-59 þegar ein og hálf mínúta lifði leik. Gestirnir skoruðu þá sex stig í röð en Valskonur lönduðu eins stigs sigri 66-65. Lele Hardy átti frábæran leik í liði gestanna og skoraði 29 stig auk þess að taka 22 fráköst. Alberta Auguste var atkvæðamest hjá Val með 11 stig og 12 fráköst en Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði 13 stig.Valur-Njarðvík 66-65 (17-6, 14-17, 10-16, 25-26)Valur: Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/7 fráköst, Alberta Auguste 11/12 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 7/4 fráköst/5 stolnir, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 4, Þórunn Bjarnadóttir 4/6 fráköst.Njarðvík: Lele Hardy 29/22 fráköst/7 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 12/5 fráköst, Svava Ósk Stefánsdóttir 8/6 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 7, Erna Hákonardóttir 3, Aníta Carter Kristmundsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2/8 fráköst/3 varin skot, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2. Keflavík lagði HaukaBryndís Guðmundsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir áttu fínan leik með Keflavík í dag.Mynd/StefánKeflavík gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn þegar liðið lagði Hauka 89-84. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en gestirnir lönduðu að lokum fimm stiga sigri. Jessica Ann Jenkins skoraði 24 stig fyrir Keflavík. Á hæla hennar komu Bryndís Guðmundsdóttir með 19 stig, Birna Valgarðsdóttir með 16 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir með 15 stig. Hjá heimakonum var Margrét Rósa Hálfdánardóttir stigahæst með 23 stig. Næst kom Siarre Evans með 17 stig og heil 20 fráköst. Fyrr í dag tryggði Stjarnan sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir sigur á Breiðabliki.Haukar-Keflavík 84-89 (23-17, 18-23, 25-29, 18-20)Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 23/5 fráköst, Siarre Evans 17/20 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 9/6 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Dagbjört Samúelsdóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2.Keflavík: Jessica Ann Jenkins 24/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 19/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 16/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/13 fráköst/7 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 3. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan í átta liða úrslit eftir sigur á Blikum Kvennalið Stjörnunnar er komið í átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna eftir fimm stiga heimasigur á Breiðabliki, 72-67. 18. nóvember 2012 12:14 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Kvennalið Vals og Keflavíkur tryggðu sér í dag sæti í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Valskonur fengu Íslandsmeistara Njarðvíkur í heimsókn. Heimakonur leiddu með ellefu stigum eftir fyrsta leikhlutann en gestirnir minnkuðu muninn jafnt og þétt. Fyrir lokafjórðunginn munaði aðeins tveimur stigum. Valskonur virtust vera að landa öruggum sigri en þær leiddu 66-59 þegar ein og hálf mínúta lifði leik. Gestirnir skoruðu þá sex stig í röð en Valskonur lönduðu eins stigs sigri 66-65. Lele Hardy átti frábæran leik í liði gestanna og skoraði 29 stig auk þess að taka 22 fráköst. Alberta Auguste var atkvæðamest hjá Val með 11 stig og 12 fráköst en Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði 13 stig.Valur-Njarðvík 66-65 (17-6, 14-17, 10-16, 25-26)Valur: Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/7 fráköst, Alberta Auguste 11/12 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 7/4 fráköst/5 stolnir, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 4, Þórunn Bjarnadóttir 4/6 fráköst.Njarðvík: Lele Hardy 29/22 fráköst/7 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 12/5 fráköst, Svava Ósk Stefánsdóttir 8/6 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 7, Erna Hákonardóttir 3, Aníta Carter Kristmundsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2/8 fráköst/3 varin skot, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2. Keflavík lagði HaukaBryndís Guðmundsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir áttu fínan leik með Keflavík í dag.Mynd/StefánKeflavík gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn þegar liðið lagði Hauka 89-84. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en gestirnir lönduðu að lokum fimm stiga sigri. Jessica Ann Jenkins skoraði 24 stig fyrir Keflavík. Á hæla hennar komu Bryndís Guðmundsdóttir með 19 stig, Birna Valgarðsdóttir með 16 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir með 15 stig. Hjá heimakonum var Margrét Rósa Hálfdánardóttir stigahæst með 23 stig. Næst kom Siarre Evans með 17 stig og heil 20 fráköst. Fyrr í dag tryggði Stjarnan sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir sigur á Breiðabliki.Haukar-Keflavík 84-89 (23-17, 18-23, 25-29, 18-20)Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 23/5 fráköst, Siarre Evans 17/20 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 9/6 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Dagbjört Samúelsdóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2.Keflavík: Jessica Ann Jenkins 24/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 19/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 16/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/13 fráköst/7 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 3.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan í átta liða úrslit eftir sigur á Blikum Kvennalið Stjörnunnar er komið í átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna eftir fimm stiga heimasigur á Breiðabliki, 72-67. 18. nóvember 2012 12:14 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Stjarnan í átta liða úrslit eftir sigur á Blikum Kvennalið Stjörnunnar er komið í átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna eftir fimm stiga heimasigur á Breiðabliki, 72-67. 18. nóvember 2012 12:14