Knattspyrnukapparnir Pétur Marteinsson, Gunnlaugur Jónsson og Bjarnólfur Lárusson voru staddir í Boston um helgina, í félagi við Baldur Stefánsson, varaformann knattspyrnudeildar KR, en þeir fyrrnefndu léku allir saman með liðinu hér um árið.
Hópurinn fór meðal annars á leik Í NFL-deildinni þar sem heimamenn í New England Patriots tóku á móti Indiana Colts. Á mynd sem Pétur setti á Twitter eru þeir skreyttir merkjum Patriots og hafa, eftir því að dæma, verið ánægðir með úrslitin því Patriots vann stórsigur 59-24, þar sem stórstjarnan Tom Brady átti sannkallaðan stjörnuleik.
- fb, þj
Boltakempur í Boston

Mest lesið



Fullkomið tan og tryllt partý
Lífið samstarf



Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju
Lífið samstarf



