Glæsimenni og glaumgosar geisluðu á Herrafatasýningu Kormáks og Skjaldar 6. desember 2012 16:30 Myndir/Vilhelm Hin árlega herrafatasýning Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Fullt hús áhorfenda skemmti sér konunglega þegar leikarar, glaumgosar og önnur glæsimenni komu fram í fatnaði verslunarinnar. Herrafatasýningin er orðinn fastur punktur í skemmtanaflóru Reykvíkinga. Hún hefur verið haldin í fjölmörg ár og einkennist jafnan af mikilli gleði, húmor og stemmningu. Fengnir eru þjóðþekktir menn til að koma fram, bæði til að sýna fatnaðinn og hin ýmsu atriði. Sýningin í ár var ekki frábrugðin að þessu leyti. Fríður flokkur strunsaði fram og aftur sviðið undir taktföstu undirspili sveitarinnar Hr. Ingi R. á meðan kynnarnir Ragnar Ísleifur Bragason og Karl Th. Birgisson héldu utan um herlegheitin. Logi Bergmann Eiðsson, Ari Eldjárn, Herbert Guðmundsson, Dúettinn Djass og fleiri skemmtu síðan gestum af sinni alkunnu snilli á meðan sýningardrengir skiptu um klæðnað baksviðs. Einnig stigu á stokk þingmennirnir Guðmundur Steingrimsson og Björn Valur Gíslason vopnaðir harmonikku og gítar. Þeir fluttu af miklum krafti blússlagarann Roðlaust og beinlaust, sem Björn Valur hefur áður gert frægan með samnefndri hljómsveit. Einna mesta athygli vakti síðan glæný lína fatamerkisins Kormákur & Skjöldur, sem fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hannaði, og rennur nú út eins og heitar lummur að sögn búðardrengja hjá Kormáki og Skildi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók fjölda mynda baksviðs á sýningunni sem og frammi í sal. Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fletta safninu.Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg Helgadóttir.Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður og Hilmar Guðjónsson leikari.Sindri Kjartansson, Arnþrúður Dögg, Sigtryggur Magnason og Svandís Einarsdóttir. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hin árlega herrafatasýning Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Fullt hús áhorfenda skemmti sér konunglega þegar leikarar, glaumgosar og önnur glæsimenni komu fram í fatnaði verslunarinnar. Herrafatasýningin er orðinn fastur punktur í skemmtanaflóru Reykvíkinga. Hún hefur verið haldin í fjölmörg ár og einkennist jafnan af mikilli gleði, húmor og stemmningu. Fengnir eru þjóðþekktir menn til að koma fram, bæði til að sýna fatnaðinn og hin ýmsu atriði. Sýningin í ár var ekki frábrugðin að þessu leyti. Fríður flokkur strunsaði fram og aftur sviðið undir taktföstu undirspili sveitarinnar Hr. Ingi R. á meðan kynnarnir Ragnar Ísleifur Bragason og Karl Th. Birgisson héldu utan um herlegheitin. Logi Bergmann Eiðsson, Ari Eldjárn, Herbert Guðmundsson, Dúettinn Djass og fleiri skemmtu síðan gestum af sinni alkunnu snilli á meðan sýningardrengir skiptu um klæðnað baksviðs. Einnig stigu á stokk þingmennirnir Guðmundur Steingrimsson og Björn Valur Gíslason vopnaðir harmonikku og gítar. Þeir fluttu af miklum krafti blússlagarann Roðlaust og beinlaust, sem Björn Valur hefur áður gert frægan með samnefndri hljómsveit. Einna mesta athygli vakti síðan glæný lína fatamerkisins Kormákur & Skjöldur, sem fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hannaði, og rennur nú út eins og heitar lummur að sögn búðardrengja hjá Kormáki og Skildi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók fjölda mynda baksviðs á sýningunni sem og frammi í sal. Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fletta safninu.Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg Helgadóttir.Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður og Hilmar Guðjónsson leikari.Sindri Kjartansson, Arnþrúður Dögg, Sigtryggur Magnason og Svandís Einarsdóttir.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira