NBA: Tíu sigrar í röð hjá Thunder og Lakers-liðið vann leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2012 10:45 Kevin Durant. Mynd/AP Oklahoma City Thunder hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sinn tíunda leik í röð. Los Angeles Lakers endaði fjögurra leikja taphrinu með sigri á Washington, Houston vann Boston, Memphis Grizzlies er að gefa eftir, Brooklyn Nets vann Detroit eftir tvíframlengdan leik og fimm leikja sigurganga Golden State Warriors endaði í Orlando.Kevin Durant skoraði 31 stig og Serge Ibaka var með 18 stig og 11 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 113-103 sigur á Sacramento Kings. Thunder-liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð sem lengsta sigurganga félagsins síðan í nóvember 1996 þegar liðið vann ellefu leiki í röð sem Seattle SuperSonics. Tyreke Evans skoraði 21 stig fyrir Sacramento.Kobe Bryant var með 30 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann 102-96 útisigur á Washington Wizards og endaði með því fjögurra leikja taphrinu. Jodie Meeks skoraði 24 stig og Dwight Howard var með 12 stig og 14 fráköst. Lakers-liðið hefur nú unnið 10 af 24 leikjum sínum. Cartier Martin var atkvæðamestur hjá Washington með 21 stig.Joe Johnson tryggði Brooklyn Nets 107-105 sigur á Detroit Pistons í tvíframlengdum leik en hann skoraði alls 28 stig í leiknum þar á meðal fimm síðustu stig Nets í leiknum. Gerald Wallace var með 25 stig og 10 fráköst. Brandon Knight skoraði 22 stig fyrir Detroit.James Harden skoraði 21 stig og Greg Smith var með 20 stig þegar Houston Rockets vann 101-89 heimasigur á Boston Celtics. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 18 stig og Rajon Rondo var með 15 stig og 13 stoðsendingar.Andre Miller skoraði öll 18 stigin sín í seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 99-94 sigur á Memphis Grizzlies sem er að gefa eftir. Andre Iguodala var með 20 stig í fjórða heimasigri Denver í röð en hjá Memphis var Rudy Gay stigahæstur með 21 stig. Memphis var að tapa sínum þriðja leik í röð.J.J. Redick var með 16 stig og Nikola Vucevic bætti við 12 stigum og 17 fráköstum þegar Orlando Magic vann 99-85 heimasigur á Golden State Warriors og endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Golden State liðsins. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Warriors og David Lee var með 24 stig.Úrslitin í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Toronto Raptors - Dallas Mavericks 95-74 Washington Wizards - Los Angeles Lakers 96-102 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 95-85 Orlando Magic - Golden State Warriors 99-85 Brooklyn Nets - Detroit Pistons 107-105 (tvíframlengt) Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 86-90 New Orleans Hornets - Minnesota Timberwolves 102-113 Houston Rockets - Boston Celtics 101-89 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 113-103 Phoenix Suns - Utah Jazz 99-84 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 99-94 NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Oklahoma City Thunder hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sinn tíunda leik í röð. Los Angeles Lakers endaði fjögurra leikja taphrinu með sigri á Washington, Houston vann Boston, Memphis Grizzlies er að gefa eftir, Brooklyn Nets vann Detroit eftir tvíframlengdan leik og fimm leikja sigurganga Golden State Warriors endaði í Orlando.Kevin Durant skoraði 31 stig og Serge Ibaka var með 18 stig og 11 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 113-103 sigur á Sacramento Kings. Thunder-liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð sem lengsta sigurganga félagsins síðan í nóvember 1996 þegar liðið vann ellefu leiki í röð sem Seattle SuperSonics. Tyreke Evans skoraði 21 stig fyrir Sacramento.Kobe Bryant var með 30 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann 102-96 útisigur á Washington Wizards og endaði með því fjögurra leikja taphrinu. Jodie Meeks skoraði 24 stig og Dwight Howard var með 12 stig og 14 fráköst. Lakers-liðið hefur nú unnið 10 af 24 leikjum sínum. Cartier Martin var atkvæðamestur hjá Washington með 21 stig.Joe Johnson tryggði Brooklyn Nets 107-105 sigur á Detroit Pistons í tvíframlengdum leik en hann skoraði alls 28 stig í leiknum þar á meðal fimm síðustu stig Nets í leiknum. Gerald Wallace var með 25 stig og 10 fráköst. Brandon Knight skoraði 22 stig fyrir Detroit.James Harden skoraði 21 stig og Greg Smith var með 20 stig þegar Houston Rockets vann 101-89 heimasigur á Boston Celtics. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 18 stig og Rajon Rondo var með 15 stig og 13 stoðsendingar.Andre Miller skoraði öll 18 stigin sín í seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 99-94 sigur á Memphis Grizzlies sem er að gefa eftir. Andre Iguodala var með 20 stig í fjórða heimasigri Denver í röð en hjá Memphis var Rudy Gay stigahæstur með 21 stig. Memphis var að tapa sínum þriðja leik í röð.J.J. Redick var með 16 stig og Nikola Vucevic bætti við 12 stigum og 17 fráköstum þegar Orlando Magic vann 99-85 heimasigur á Golden State Warriors og endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Golden State liðsins. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Warriors og David Lee var með 24 stig.Úrslitin í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Toronto Raptors - Dallas Mavericks 95-74 Washington Wizards - Los Angeles Lakers 96-102 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 95-85 Orlando Magic - Golden State Warriors 99-85 Brooklyn Nets - Detroit Pistons 107-105 (tvíframlengt) Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 86-90 New Orleans Hornets - Minnesota Timberwolves 102-113 Houston Rockets - Boston Celtics 101-89 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 113-103 Phoenix Suns - Utah Jazz 99-84 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 99-94
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira