Matthías ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í blaki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2012 18:41 Matthías Haraldsson Mynd/Blaksamband Íslands Norðfirðingurinn Matthías Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Matthías tekur við starfinu af Apostol Apostolov sem hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin 4 ár. Matthías er núverandi þjálfari kvennaliðs Þróttar Neskaupstaðar og er þetta hans annað tímabil með liðið. Áður þjálfaði Matthías yngri flokka í heimabæ sínum. „Ég er búinn að vera að þjálfa meira og minna síðan ég var 16 ára meðfram því að vera leikmaður," segir Matthías í viðtali á heimasíðu Blaksambands Íslands. Matthías sneri heim til Íslands fyrir þremur árum eftir námsdvöl í Danmörku. Í Danmörku spilaði Matthías með þremur félögum í Óðinsvéum þar sem hann bjó í sex ár. Fyrst spilaði hann með Fortuna Odense og þá DHG í 1. deildinni. Frá árinu 2006 lék Matthías sem frelsingi* hjá Marienlyst og vann liðið fjóra titla á tveimur árum. Leiktímabilið þar á eftir (2007-2008) var Matthías kosinn besti frelsinginn í dönsku deildinni og liðið varði bikarmeistaratitilinn, vann dönsku deildina og varð Danmerkurmeistari. Samhliða spilamennsku í Danmörku þjálfaði Matthías unglingalið stúlkna hjá Fortuna Odense og spilar nokkrar þeirra nú í dönsku deildinni. „Ég er ánægður með að fá þetta tækifæri og tel mig tilbúinn í verkefnið. Framundan eru gríðarlega spennandi og skemmtileg verkefni sem alla langar til að taka þátt í og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að ná góðum árangri með liðið," segir Matthías en bæði landslið Íslands taka þátt í undankeppni fyrir HM 2014 í vor og fara á Smáþjóðaleika í Luxemborg. Á næstu vikum mun Matthías tilkynna stóran úrtökuhóp fyrir kvennalandsliðið og reiknar hann með því að liðið verði skipað ungum og efnilegum leikmönnum í bland við eldri og reyndari.*Frelsingi er leikmaður í blaki kemur inn fyrir mann í afturlínunni. Skiptingin verður að vera þegar boltinn er úr leik og má frelsinginn aðeins skipta við einn mann á milli stiga. Frelsinginn má gera allt fyrir aftan sóknarlínu svo lengi sem hann hoppar ekki þannig að úr verði sóknarslag fyrir ofan netbrún. Ef frelsingi spilar með fingurslagi fyrir innan þriggja metra línuna má sóknarmaðurinn ekki slá boltann fyrir ofan netbrún. Innlendar Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira
Norðfirðingurinn Matthías Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Matthías tekur við starfinu af Apostol Apostolov sem hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin 4 ár. Matthías er núverandi þjálfari kvennaliðs Þróttar Neskaupstaðar og er þetta hans annað tímabil með liðið. Áður þjálfaði Matthías yngri flokka í heimabæ sínum. „Ég er búinn að vera að þjálfa meira og minna síðan ég var 16 ára meðfram því að vera leikmaður," segir Matthías í viðtali á heimasíðu Blaksambands Íslands. Matthías sneri heim til Íslands fyrir þremur árum eftir námsdvöl í Danmörku. Í Danmörku spilaði Matthías með þremur félögum í Óðinsvéum þar sem hann bjó í sex ár. Fyrst spilaði hann með Fortuna Odense og þá DHG í 1. deildinni. Frá árinu 2006 lék Matthías sem frelsingi* hjá Marienlyst og vann liðið fjóra titla á tveimur árum. Leiktímabilið þar á eftir (2007-2008) var Matthías kosinn besti frelsinginn í dönsku deildinni og liðið varði bikarmeistaratitilinn, vann dönsku deildina og varð Danmerkurmeistari. Samhliða spilamennsku í Danmörku þjálfaði Matthías unglingalið stúlkna hjá Fortuna Odense og spilar nokkrar þeirra nú í dönsku deildinni. „Ég er ánægður með að fá þetta tækifæri og tel mig tilbúinn í verkefnið. Framundan eru gríðarlega spennandi og skemmtileg verkefni sem alla langar til að taka þátt í og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að ná góðum árangri með liðið," segir Matthías en bæði landslið Íslands taka þátt í undankeppni fyrir HM 2014 í vor og fara á Smáþjóðaleika í Luxemborg. Á næstu vikum mun Matthías tilkynna stóran úrtökuhóp fyrir kvennalandsliðið og reiknar hann með því að liðið verði skipað ungum og efnilegum leikmönnum í bland við eldri og reyndari.*Frelsingi er leikmaður í blaki kemur inn fyrir mann í afturlínunni. Skiptingin verður að vera þegar boltinn er úr leik og má frelsinginn aðeins skipta við einn mann á milli stiga. Frelsinginn má gera allt fyrir aftan sóknarlínu svo lengi sem hann hoppar ekki þannig að úr verði sóknarslag fyrir ofan netbrún. Ef frelsingi spilar með fingurslagi fyrir innan þriggja metra línuna má sóknarmaðurinn ekki slá boltann fyrir ofan netbrún.
Innlendar Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira