Hverjir mega stela? 21. febrúar 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Helga Jóhannesson hæstaréttarlögmann. Þar ræðir hann ástandið í samfélaginu og er mikið niðri fyrir sem skiljanlegt er. Hann byrjar á því að ræða hrunið en telur að það sem gerst hafi á eftir sé að valda samfélaginu mun meira tjóni en gjaldþrot nær allra fjármálastofnana landsins og fjölda fyrirtækja. Hann telur sem sé að réttarríkinu sé ógnað, annars vegar með skólpræsahernaði bloggara og DV og hins vegar með því að Alþingi sé orðin framleiðsluverksmiðja fyrir popúlistalöggjöf sem ali á fölskum vonum fólks og sé að gera út af við atvinnulífið. Þetta er meginefni fyrri hluta greinarinnar, seinni hlutinn verður ekki gerður að umræðuefni hér. Helsti gallinn við greinina í heild er að það er ekki heiglum hent að henda reiður á hvað höfundur á í raun og veru við, til dæmis með orðinu popúlistalöggjöf, að því leyti er greinin ámóta skýr og ýmsir úrskurðir hæstaréttar. Reynum nú að rýna í greinina og átta okkur á hvað hangir á spýtunni. Kjarninn í málflutningi höfundar virðist mér koma fram í annarri málsgreininni en þar segir hann að það sem hafi tapast í hruninu hafi bara verið peningar og enginn hafi orðið fyrir líkamlegu tjóni. Svo virðist því sem höfundur telji það ámælislaust að stela ef maður veldur ekki öðrum líkamlegu tjóni við verknaðinn. Í framhaldi af þessu verður ekki betur séð en popúlistalöggjöfin sem rætt er um séu lögin um sérstakan saksóknara og önnur lög og ráðstafanir sem sett hafa verið til að hafa hendur í hári þeirra sem rændu banka, fjármálastofnanir og jafnvel tryggingarfélög innan frá og sæta nú rannsóknum og fyrir vikið. Hvað það er við þessa löggjöf og ráðstafanir sem vekur falskar vonir hjá almenningi er heldur ekki ljóst en þó er hægt að ímynda sér að höfundur vonist til að annaðhvort sé hægt að fá sakborninga sýknaða með lagatæknibrellum eða að hrunflokkarnir komist til valda í næstu kosningum og dragi vígtennurnar úr sérstökum saksóknara. Hvernig höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að lög um sérstakan saksóknara séu að veita atvinnulífinu náðarhöggið er mér einnig hulin ráðgáta nema náttúrlega að hann telji að dómar yfir þeim sem nú sæta rannsóknum og ákæru komi í veg fyrir að þeir geti starfað við fjármálafyrirtæki í framtíðinni og valdi því óbætanlegu tjóni. Að lokum. Ef það sem kom fram hér að ofan er rétt útlegging á skilningi höfundar á þjófnaði er eðlilegt að spyrja hvort sá skilningur hans eigi við um alla, jafnt horaða búðarþjófa í hettupeysu sem stela samloku og banana úr 10/11, sem og sléttrakaða, velgreidda menn í teinóttum jakkafötum sem ræna banka innan frá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Helga Jóhannesson hæstaréttarlögmann. Þar ræðir hann ástandið í samfélaginu og er mikið niðri fyrir sem skiljanlegt er. Hann byrjar á því að ræða hrunið en telur að það sem gerst hafi á eftir sé að valda samfélaginu mun meira tjóni en gjaldþrot nær allra fjármálastofnana landsins og fjölda fyrirtækja. Hann telur sem sé að réttarríkinu sé ógnað, annars vegar með skólpræsahernaði bloggara og DV og hins vegar með því að Alþingi sé orðin framleiðsluverksmiðja fyrir popúlistalöggjöf sem ali á fölskum vonum fólks og sé að gera út af við atvinnulífið. Þetta er meginefni fyrri hluta greinarinnar, seinni hlutinn verður ekki gerður að umræðuefni hér. Helsti gallinn við greinina í heild er að það er ekki heiglum hent að henda reiður á hvað höfundur á í raun og veru við, til dæmis með orðinu popúlistalöggjöf, að því leyti er greinin ámóta skýr og ýmsir úrskurðir hæstaréttar. Reynum nú að rýna í greinina og átta okkur á hvað hangir á spýtunni. Kjarninn í málflutningi höfundar virðist mér koma fram í annarri málsgreininni en þar segir hann að það sem hafi tapast í hruninu hafi bara verið peningar og enginn hafi orðið fyrir líkamlegu tjóni. Svo virðist því sem höfundur telji það ámælislaust að stela ef maður veldur ekki öðrum líkamlegu tjóni við verknaðinn. Í framhaldi af þessu verður ekki betur séð en popúlistalöggjöfin sem rætt er um séu lögin um sérstakan saksóknara og önnur lög og ráðstafanir sem sett hafa verið til að hafa hendur í hári þeirra sem rændu banka, fjármálastofnanir og jafnvel tryggingarfélög innan frá og sæta nú rannsóknum og fyrir vikið. Hvað það er við þessa löggjöf og ráðstafanir sem vekur falskar vonir hjá almenningi er heldur ekki ljóst en þó er hægt að ímynda sér að höfundur vonist til að annaðhvort sé hægt að fá sakborninga sýknaða með lagatæknibrellum eða að hrunflokkarnir komist til valda í næstu kosningum og dragi vígtennurnar úr sérstökum saksóknara. Hvernig höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að lög um sérstakan saksóknara séu að veita atvinnulífinu náðarhöggið er mér einnig hulin ráðgáta nema náttúrlega að hann telji að dómar yfir þeim sem nú sæta rannsóknum og ákæru komi í veg fyrir að þeir geti starfað við fjármálafyrirtæki í framtíðinni og valdi því óbætanlegu tjóni. Að lokum. Ef það sem kom fram hér að ofan er rétt útlegging á skilningi höfundar á þjófnaði er eðlilegt að spyrja hvort sá skilningur hans eigi við um alla, jafnt horaða búðarþjófa í hettupeysu sem stela samloku og banana úr 10/11, sem og sléttrakaða, velgreidda menn í teinóttum jakkafötum sem ræna banka innan frá?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun