Þjóðleikhúsið eða Skjár Einn? 21. febrúar 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. var sagt frá því í forsíðufrétt, að haustið 2009 hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagt til „í fullri alvöru", eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það, að loka Þjóðleikhúsinu til að mæta skuldum ríkissjóðs. Katrín hélt því svo fram, að ef farið hefði verið að tillögum sjóðsins, hefði það haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag". Á svipuðum tíma tilkynntu forsvarsmenn hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar Skjás Eins, að stöðin yrði ekki lengur rekin án áskriftargjalda. Því var ákveðið að innheimta áskriftargjöld, en ef slíkt gengi ekki yrði að loka stöðinni. Sem betur fer átti Skjár Einn það mikinn hljómgrunn meðal fólks, að stöðin lifir enn góðu lífi, þúsundum fjölskyldna um land allt til ómældrar ánægju dag hvern. Líkt og með Þjóðleikhúsið kom til greina „í fullri alvöru" að loka Skjá Einum. Því er eðlilegt að spurt sé: Hefði lokun Skjás Eins ekki einnig haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag"? Af hverju höfðu ráðamenn ekki jafnmiklar áhyggjur af því eins og hugsanlegri lokun Þjóðleikhússins? Er dagskrá Þjóðleikhússins eitthvað merkilegri en dagskrá Skjás Eins? Ef svo er, að hvaða leyti? Þessar hugleiðingar eru settar á blað til að sýna hve furðulegt það er í raun og veru að ríkið reki leikhús. Leikhúsrekstur er eins og hver annar atvinnurekstur og á því að lúta lögmálum markaðarins. Af hverju á ríkið að niðurgreiða leikhús en ekki t.d. kvikmyndahús? Ef Jói vill frekar sækja bíó en leikhús, af hverju ætti hann þá að taka þátt í kostnaði vegna leikhúsferða Guggu? Af hverju eru bíómiðar ekki líka niðurgreiddir? Eða bækur og hljómdiskar, sem einnig sjá fólki fyrir skemmtun og menningu? Hefði ríkið ekki átt að grípa inn í ef til lokunar Skjás Eins hefði komið? Annað sem rétt er að benda á er að ekki er gefið að niðurgreiðslur til lista- og menningarviðburða nýtist þeim sem ætlunin var í upphafi, þ.e. til tekjulægri hópa. Vera kann, að fólk með lágar tekjur sé með þannig félagslegan bakgrunn, að áhugi þess á leikritum sé minni en tekjuhærri hópa. Þar með snýst dæmið við, þ.e. tekjulágir niðurgreiða menningu og skemmtun fyrir milli- og hátekjufólk. Hvers konar jafnaðarstefna er það? Allir sjá að ekki gengur að niðurgreiða alla menningu og skemmtun. En hvar á þá að draga mörkin? Svarið er að það er ekki hægt. Enginn getur leikið þann guð að takast slíkt á hendur. Það sem er menning og skemmtun fyrir einn er það ekki fyrir annan. Því er best að leggja af allar slíkar niðurgreiðslur og selja fyrirtæki eins og Þjóðleikhúsið og lækka skatta sem nemur söluandvirðinu og árlegum rekstrarkostnaði. Þá hefur fólk meira milli handanna og getur því notað umframpeningana til þeirra hluta sem það sjálft kýs. Með öðrum orðum, láta fólkið ráða. Annað er skrumskæling á lýðræðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. var sagt frá því í forsíðufrétt, að haustið 2009 hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagt til „í fullri alvöru", eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það, að loka Þjóðleikhúsinu til að mæta skuldum ríkissjóðs. Katrín hélt því svo fram, að ef farið hefði verið að tillögum sjóðsins, hefði það haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag". Á svipuðum tíma tilkynntu forsvarsmenn hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar Skjás Eins, að stöðin yrði ekki lengur rekin án áskriftargjalda. Því var ákveðið að innheimta áskriftargjöld, en ef slíkt gengi ekki yrði að loka stöðinni. Sem betur fer átti Skjár Einn það mikinn hljómgrunn meðal fólks, að stöðin lifir enn góðu lífi, þúsundum fjölskyldna um land allt til ómældrar ánægju dag hvern. Líkt og með Þjóðleikhúsið kom til greina „í fullri alvöru" að loka Skjá Einum. Því er eðlilegt að spurt sé: Hefði lokun Skjás Eins ekki einnig haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag"? Af hverju höfðu ráðamenn ekki jafnmiklar áhyggjur af því eins og hugsanlegri lokun Þjóðleikhússins? Er dagskrá Þjóðleikhússins eitthvað merkilegri en dagskrá Skjás Eins? Ef svo er, að hvaða leyti? Þessar hugleiðingar eru settar á blað til að sýna hve furðulegt það er í raun og veru að ríkið reki leikhús. Leikhúsrekstur er eins og hver annar atvinnurekstur og á því að lúta lögmálum markaðarins. Af hverju á ríkið að niðurgreiða leikhús en ekki t.d. kvikmyndahús? Ef Jói vill frekar sækja bíó en leikhús, af hverju ætti hann þá að taka þátt í kostnaði vegna leikhúsferða Guggu? Af hverju eru bíómiðar ekki líka niðurgreiddir? Eða bækur og hljómdiskar, sem einnig sjá fólki fyrir skemmtun og menningu? Hefði ríkið ekki átt að grípa inn í ef til lokunar Skjás Eins hefði komið? Annað sem rétt er að benda á er að ekki er gefið að niðurgreiðslur til lista- og menningarviðburða nýtist þeim sem ætlunin var í upphafi, þ.e. til tekjulægri hópa. Vera kann, að fólk með lágar tekjur sé með þannig félagslegan bakgrunn, að áhugi þess á leikritum sé minni en tekjuhærri hópa. Þar með snýst dæmið við, þ.e. tekjulágir niðurgreiða menningu og skemmtun fyrir milli- og hátekjufólk. Hvers konar jafnaðarstefna er það? Allir sjá að ekki gengur að niðurgreiða alla menningu og skemmtun. En hvar á þá að draga mörkin? Svarið er að það er ekki hægt. Enginn getur leikið þann guð að takast slíkt á hendur. Það sem er menning og skemmtun fyrir einn er það ekki fyrir annan. Því er best að leggja af allar slíkar niðurgreiðslur og selja fyrirtæki eins og Þjóðleikhúsið og lækka skatta sem nemur söluandvirðinu og árlegum rekstrarkostnaði. Þá hefur fólk meira milli handanna og getur því notað umframpeningana til þeirra hluta sem það sjálft kýs. Með öðrum orðum, láta fólkið ráða. Annað er skrumskæling á lýðræðinu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun