Hvað tefur, Ögmundur? Eyjólfur Þorkelsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Í nýjasta hefti Læknablaðsins er einkar áhugaverð grein eftir Þórodd Bjarnason og Svein Arnarsson um hættulegustu vegarkafla landsins. Vermir þar vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hið vafasama efsta sæti en skammt á hæla hans vegurinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. Vegarkaflarnir yfir Oddskarð og Fjarðarheiði eiga raunar fleira sameiginlegt en háskann. Þeir eru hæstu fjallvegir á landinu milli þéttbýlisstaða, þeir eru eina akleið Norðfirðinga og Seyðfirðinga til annarrar þjónustu og eina tenging sjúklinga á Sjúkrahúsunum á Neskaupstað og Seyðisfirði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Og þessir fjallvegir eru miklir farartálmar; ekki bara á vetrum, því í 600 m hæð getur hæglega verið skafrenningur og hálka á hvaða árstíma sem er. Eitthvað annað?Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar var mikið rætt um „Eitthvað annað". Hafandi fylgst með fjölmörgum tilraunum til „Einhvers annars" sem runnið hafa út í sandinn eða barist í bökkum á Mið-Austurlandi, er grátlegt að vita hve margar þeirra hugmynda hefðu getað blómstrað ef einungis samgöngur væru greiðari, tryggari, áreiðanlegri. Því ef fjármagn er súrefni samfélagsins og viðskipti blóðið, þá eru samgöngumannvirki svo sannarlega æðarnar. Og vaxtarsprotarnir eru nægir. Hugmyndir um lýðháskóla, kvikmyndahús, bruggsmiðjur, handverk og hönnun, meðalstór iðnfyrirtæki, nýsköpun matvæla. Ferðamennsku; menningar-, matar-, veiði-, útivistar-. Þarf virkilega að minna á að árlega fara tugþúsundir ferðamanna um Seyðisfjörð með Norrænu. Stærsta hindrun vetrarferðamennsku og vöruflutninga með Norrænu skyldi þó ekki vera einmitt Fjarðarheiði? SamgöngFyrir nokkrum árum sameinuðust menn á Mið-Austurlandi um hugmyndina „Samgöng" sem myndu gera svæðið frá Seyðisfirði að Fáskrúðsfirði auk Egilsstaða að einu búsetu- og atvinnusvæði í raun og veru; með T-göngum undir Reindalsheiði og út í botn Stöðvarfjarðar næði það að Breiðdalsvík og með þverun Berufjarðar suður til Djúpavogs. Unnar voru skýrslur um fýsileika gangnanna, m.a. með heilborun, drög að kostnaðaráætlun, viljayfirlýsingar um veggjöld o.fl. o.fl. Með öðrum orðum þá gætu Samgöng slegið í einu höggi allar flugur innanríkisráðherra: 1) aukið umferðaröryggi, 2) rofið einangrun, 3) stuðlað að sameiningu sveitarfélaga, 4) greitt sig með veggjöldum, 5) eflt „Eitthvað annað" og 6) dregið stórkostlega úr kostnaði við vetrarþjónustu og útköll björgunarsveita. En hefur ríkissjóður efni á slíkri framkvæmd núna? Jarðgöng fyrir JöklabréfFréttir berast af gjaldeyri sem er fastur í landinu og skortir fjárfestingarmöguleika. Bjóðum eigendum Jöklabréfanna að fjárfesta í jarðgöngum! Það er fjárfesting sem gefur arð áratugum saman, öll ávöxtun er betri en engin og ríkissjóður gæti skuldbundið sig til að kaupa fjárfestana út smám saman. Allir græða! Svo hvað tefur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjasta hefti Læknablaðsins er einkar áhugaverð grein eftir Þórodd Bjarnason og Svein Arnarsson um hættulegustu vegarkafla landsins. Vermir þar vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hið vafasama efsta sæti en skammt á hæla hans vegurinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. Vegarkaflarnir yfir Oddskarð og Fjarðarheiði eiga raunar fleira sameiginlegt en háskann. Þeir eru hæstu fjallvegir á landinu milli þéttbýlisstaða, þeir eru eina akleið Norðfirðinga og Seyðfirðinga til annarrar þjónustu og eina tenging sjúklinga á Sjúkrahúsunum á Neskaupstað og Seyðisfirði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Og þessir fjallvegir eru miklir farartálmar; ekki bara á vetrum, því í 600 m hæð getur hæglega verið skafrenningur og hálka á hvaða árstíma sem er. Eitthvað annað?Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar var mikið rætt um „Eitthvað annað". Hafandi fylgst með fjölmörgum tilraunum til „Einhvers annars" sem runnið hafa út í sandinn eða barist í bökkum á Mið-Austurlandi, er grátlegt að vita hve margar þeirra hugmynda hefðu getað blómstrað ef einungis samgöngur væru greiðari, tryggari, áreiðanlegri. Því ef fjármagn er súrefni samfélagsins og viðskipti blóðið, þá eru samgöngumannvirki svo sannarlega æðarnar. Og vaxtarsprotarnir eru nægir. Hugmyndir um lýðháskóla, kvikmyndahús, bruggsmiðjur, handverk og hönnun, meðalstór iðnfyrirtæki, nýsköpun matvæla. Ferðamennsku; menningar-, matar-, veiði-, útivistar-. Þarf virkilega að minna á að árlega fara tugþúsundir ferðamanna um Seyðisfjörð með Norrænu. Stærsta hindrun vetrarferðamennsku og vöruflutninga með Norrænu skyldi þó ekki vera einmitt Fjarðarheiði? SamgöngFyrir nokkrum árum sameinuðust menn á Mið-Austurlandi um hugmyndina „Samgöng" sem myndu gera svæðið frá Seyðisfirði að Fáskrúðsfirði auk Egilsstaða að einu búsetu- og atvinnusvæði í raun og veru; með T-göngum undir Reindalsheiði og út í botn Stöðvarfjarðar næði það að Breiðdalsvík og með þverun Berufjarðar suður til Djúpavogs. Unnar voru skýrslur um fýsileika gangnanna, m.a. með heilborun, drög að kostnaðaráætlun, viljayfirlýsingar um veggjöld o.fl. o.fl. Með öðrum orðum þá gætu Samgöng slegið í einu höggi allar flugur innanríkisráðherra: 1) aukið umferðaröryggi, 2) rofið einangrun, 3) stuðlað að sameiningu sveitarfélaga, 4) greitt sig með veggjöldum, 5) eflt „Eitthvað annað" og 6) dregið stórkostlega úr kostnaði við vetrarþjónustu og útköll björgunarsveita. En hefur ríkissjóður efni á slíkri framkvæmd núna? Jarðgöng fyrir JöklabréfFréttir berast af gjaldeyri sem er fastur í landinu og skortir fjárfestingarmöguleika. Bjóðum eigendum Jöklabréfanna að fjárfesta í jarðgöngum! Það er fjárfesting sem gefur arð áratugum saman, öll ávöxtun er betri en engin og ríkissjóður gæti skuldbundið sig til að kaupa fjárfestana út smám saman. Allir græða! Svo hvað tefur?
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun