Slaufur fyrir stelpur og mottulausa 23. febrúar 2012 14:00 Þær Ása Þórdís Ásgeirsdóttir, Irena Sveinsdóttir, Hrafnhildur Heiða Sandholt og Camilla Arnarsdóttir hafa hannað slaufur sem líkjast yfirvaraskeggi til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Fréttablaðið/Stefán Fjórar stúlkur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar hafa útbúið skemmtilegar slaufur sem líkjast yfirvaraskeggi og selja til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Slaufurnar hafa slegið í gegn og þær íhuga nú að ráða saumakonu til að anna eftirspurn. „Viðtökurnar hafa verið framar okkar björtustu vonum og pöntunum rignir inn," segir Ása Þórdís Ásgeirsdóttir nemandi í frumkvöðlafræði við Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Slaufurnar hannaði Ása í félagi við skólasystur sínar, Irenu Sveinsdóttur, Hrafnhildi Heiðu Sandholt og Camillu Rut Arnarsdóttur. Slaufurnar tengja þær krabbameinsátakinu Mottumars, Karlmenn og krabbamein, og eru fyrir þá sem af einhverjum ástæðum ekki geta eða vilja safna yfirvaraskeggi en langar samt að leggja sitt af mörkum. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum síðan þegar kærastinn minn ætlaði að taka þátt í mottumars en var einfaldlega ekki með nógu gott yfirvaraskegg. Þá fattaði ég að það vantaði eitthvað fyrir þá sem geta ekki safnað skeggi," segir Ása en slaufurnar eru ætlaðar báðum kynjum og hitta vel á þar sem slaufur af öllum stærðum og gerðum eru einmitt í tísku þessa stundina. Verkefnið er hluti af námi stúlknanna í frumkvöðlafræði en 9. mars næstkomandi fara þær með verkefnið í eins konar vörukeppni þar sem þær etja kappi við aðra framhaldsskóla. Slaufurnar hafa verið mjög vinsælar og gerðu stelpurnar ráð fyrir að selja margar fyrir árshátíð skólans sem fer fram í kvöld. „Við erum að gera þetta í höndunum og sitjum sveittar við að sauma en það tekur um 20-30 mínútur að gera eina slaufu. Við erum byrjaðar að spá í að ráða saumakonu svo við náum að sinna öllum pöntunum og öðrum skólaverkefnum líka." Hver slaufa kostar 2.500 krónur og af því renna 500 krónur beint til Krabbameinsfélagsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á Facebook-síðunni Arcos Slaufur en hægt er að leggja beint inn pöntun á póstfanginu [email protected]. [email protected] Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Fjórar stúlkur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar hafa útbúið skemmtilegar slaufur sem líkjast yfirvaraskeggi og selja til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Slaufurnar hafa slegið í gegn og þær íhuga nú að ráða saumakonu til að anna eftirspurn. „Viðtökurnar hafa verið framar okkar björtustu vonum og pöntunum rignir inn," segir Ása Þórdís Ásgeirsdóttir nemandi í frumkvöðlafræði við Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Slaufurnar hannaði Ása í félagi við skólasystur sínar, Irenu Sveinsdóttur, Hrafnhildi Heiðu Sandholt og Camillu Rut Arnarsdóttur. Slaufurnar tengja þær krabbameinsátakinu Mottumars, Karlmenn og krabbamein, og eru fyrir þá sem af einhverjum ástæðum ekki geta eða vilja safna yfirvaraskeggi en langar samt að leggja sitt af mörkum. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum síðan þegar kærastinn minn ætlaði að taka þátt í mottumars en var einfaldlega ekki með nógu gott yfirvaraskegg. Þá fattaði ég að það vantaði eitthvað fyrir þá sem geta ekki safnað skeggi," segir Ása en slaufurnar eru ætlaðar báðum kynjum og hitta vel á þar sem slaufur af öllum stærðum og gerðum eru einmitt í tísku þessa stundina. Verkefnið er hluti af námi stúlknanna í frumkvöðlafræði en 9. mars næstkomandi fara þær með verkefnið í eins konar vörukeppni þar sem þær etja kappi við aðra framhaldsskóla. Slaufurnar hafa verið mjög vinsælar og gerðu stelpurnar ráð fyrir að selja margar fyrir árshátíð skólans sem fer fram í kvöld. „Við erum að gera þetta í höndunum og sitjum sveittar við að sauma en það tekur um 20-30 mínútur að gera eina slaufu. Við erum byrjaðar að spá í að ráða saumakonu svo við náum að sinna öllum pöntunum og öðrum skólaverkefnum líka." Hver slaufa kostar 2.500 krónur og af því renna 500 krónur beint til Krabbameinsfélagsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á Facebook-síðunni Arcos Slaufur en hægt er að leggja beint inn pöntun á póstfanginu [email protected]. [email protected]
Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira