Kyn og loftslagsbreytingar, verkefni í Úganda Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Áhrif loftslagsbreytinga verða líklega meiri á konur en karla, ekki síst í fátækari ríkjum heims. Í þeim löndum bera konur yfirleitt ábyrgð á vinnu við ræktun matvæla, söfnun eldiviðar og vatnsöflun til heimilisins, til viðbótar öðrum verkum. Það eru því konur sem finna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga sem valda þurrkum og lélegri uppskeru, lengja leiðina að vatnsbólum eða gera aðgengi erfiðara að eldiviði. Konur búa líka yfir mikilvægu afli til breytinga. Aukin völd og menntun kvenna er ein áhrifaríkasta leiðin til bættrar framtíðar mannkyns alls. Það má til sanns vegar færa í loftslagsmálum. Kynjasjónarmið mikilvægÍsland hefur sett kynjasjónarmið á oddinn í alþjóðlegu loftslagsviðræðunum undanfarin ár. Bæði er mikilvægt að taka tillit til sjónarmiða beggja kynja við mótun aðgerða til að draga úr loftslagsbreytingum, og eins að samþætta þau þeim aðgerðum sem snúa að aðlögun að breytingum sem orsakast af loftslagsvandanum. Aukin þátttaka kvenna í verkefnum tengdum loftslagsmálum, ekki síst ákvarðanatöku, er mikilvægur þáttur þess að ná árangri í að vinna gegn loftslagsvandanum. Því miður stefnir ekki í að þjóðir heims nái samkomulagi í tæka tíð til að koma í veg fyrir breytingar á loftslagi. Það er því óhjákvæmilegt að lögð verði áhersla á aðgerðir til að aðstoða ríki til að aðlagast loftslagsbreytingum eins og kostur er, og þá sérstaklega fátækustu ríkin þar sem talið er að áhrifin verði mest. Þeirra á meðal eru fátæk ríki í Afríku sunnan Sahara, sem eru þau lönd sem talið er að muni eiga hvað erfiðast með að aðlaga sig breytingum í loftslagi. Þorri íbúa þar eru smábændur sem lifa af sjálfsþurftarbúskap sem byggir á aðgangi að landi og náttúru. Þessi stóri hópur er því hvað viðkvæmastur fyrir loftslagsbreytingum sem hafa öfgar í veðurfari í för með sér. Samstarf við ÚgandaÚganda í austurhluta Afríku er eitt þessara landa. Nú hafa þarlend stjórnvöld ákveðið að ganga til samstarfs við stjórnvöld Íslands, Noregs og Danmerkur, um að samþætta jafnréttissjónarmið í aðgerðum landsins til að takast á við loftslagsbreytingar. Verkefnið er margþætt. Það felur í sér rannsóknir á vegum Makerere háskóla, stefnumótun, undirbúning fyrir þátttöku í alþjóðlegum samningaviðræðum, ráðstefnu og gerð heimildamyndar. Jafnframt verða skipulögð námskeið fyrir sérfræðinga úr ýmsum geirum í landinu, s.s. ráðuneytum, stofnunum, félagasamtökum og héraðsstjórnum. Alþjóðlegum jafnréttisskóla Háskóla Íslands (GEST) hefur verið falin ábyrgð á gerð námsefnisins og framkvæmd námskeiðanna en umhverfisráðuneytið leggur sérfræðiþekkingu til verkefnisins. Hér á landi hafa dvalið úgandískir sérfræðingar til að vinna að gerð námsefnisins með íslenskum sérfræðingum á sviði umhverfis-, loftslags- og jafnréttismála. Stefnt er að því að halda þrjú námskeið í mismunandi hlutum Úganda síðar á árinu, með það að markmiði að auka þekkingu og færni fólks til að vinna að verkefnum á sviði jafnréttis og loftslagsbreytinga. Fyrsta námskeiðið verður í bænum Mbale í austur Úganda um miðjan mars og er gert ráð fyrir um 35 þátttakendum á því. Takist vel til með framkvæmd þessa er stefnt að því að sambærileg verkefni byggð á reynslunni frá Úganda geti farið af stað í öðrum löndum. Hugmyndum hrint í framkvæmdÍsland lagði til að vísað yrði til jafnréttis kynjanna í viðræðum um loftslagsmál fyrir þremur árum, en þá var engin slík tilvísun til staðar í samningstextum. Með harðfylgi hefur tekist að fá samþykkt ákvæði þar að lútandi inn í samningstexta og nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Nú er tekið nýtt og mikilvægt skref á þessari vegferð, þegar hugmyndum um jafnréttissjónarmið í loftslagsmálum verður hrint í framkvæmd þar sem áhrifa loftslagsbreytinga gætir einna mest. Með áframhaldandi starfi leggur Ísland lóð sín á vogarskálarnar í einu mesta jafnréttismáli samtímans, en loftslagsmálin varða framtíð mannkyns og allra þjóða. Þar er aðkoma beggja kynja nauðsynleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga verða líklega meiri á konur en karla, ekki síst í fátækari ríkjum heims. Í þeim löndum bera konur yfirleitt ábyrgð á vinnu við ræktun matvæla, söfnun eldiviðar og vatnsöflun til heimilisins, til viðbótar öðrum verkum. Það eru því konur sem finna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga sem valda þurrkum og lélegri uppskeru, lengja leiðina að vatnsbólum eða gera aðgengi erfiðara að eldiviði. Konur búa líka yfir mikilvægu afli til breytinga. Aukin völd og menntun kvenna er ein áhrifaríkasta leiðin til bættrar framtíðar mannkyns alls. Það má til sanns vegar færa í loftslagsmálum. Kynjasjónarmið mikilvægÍsland hefur sett kynjasjónarmið á oddinn í alþjóðlegu loftslagsviðræðunum undanfarin ár. Bæði er mikilvægt að taka tillit til sjónarmiða beggja kynja við mótun aðgerða til að draga úr loftslagsbreytingum, og eins að samþætta þau þeim aðgerðum sem snúa að aðlögun að breytingum sem orsakast af loftslagsvandanum. Aukin þátttaka kvenna í verkefnum tengdum loftslagsmálum, ekki síst ákvarðanatöku, er mikilvægur þáttur þess að ná árangri í að vinna gegn loftslagsvandanum. Því miður stefnir ekki í að þjóðir heims nái samkomulagi í tæka tíð til að koma í veg fyrir breytingar á loftslagi. Það er því óhjákvæmilegt að lögð verði áhersla á aðgerðir til að aðstoða ríki til að aðlagast loftslagsbreytingum eins og kostur er, og þá sérstaklega fátækustu ríkin þar sem talið er að áhrifin verði mest. Þeirra á meðal eru fátæk ríki í Afríku sunnan Sahara, sem eru þau lönd sem talið er að muni eiga hvað erfiðast með að aðlaga sig breytingum í loftslagi. Þorri íbúa þar eru smábændur sem lifa af sjálfsþurftarbúskap sem byggir á aðgangi að landi og náttúru. Þessi stóri hópur er því hvað viðkvæmastur fyrir loftslagsbreytingum sem hafa öfgar í veðurfari í för með sér. Samstarf við ÚgandaÚganda í austurhluta Afríku er eitt þessara landa. Nú hafa þarlend stjórnvöld ákveðið að ganga til samstarfs við stjórnvöld Íslands, Noregs og Danmerkur, um að samþætta jafnréttissjónarmið í aðgerðum landsins til að takast á við loftslagsbreytingar. Verkefnið er margþætt. Það felur í sér rannsóknir á vegum Makerere háskóla, stefnumótun, undirbúning fyrir þátttöku í alþjóðlegum samningaviðræðum, ráðstefnu og gerð heimildamyndar. Jafnframt verða skipulögð námskeið fyrir sérfræðinga úr ýmsum geirum í landinu, s.s. ráðuneytum, stofnunum, félagasamtökum og héraðsstjórnum. Alþjóðlegum jafnréttisskóla Háskóla Íslands (GEST) hefur verið falin ábyrgð á gerð námsefnisins og framkvæmd námskeiðanna en umhverfisráðuneytið leggur sérfræðiþekkingu til verkefnisins. Hér á landi hafa dvalið úgandískir sérfræðingar til að vinna að gerð námsefnisins með íslenskum sérfræðingum á sviði umhverfis-, loftslags- og jafnréttismála. Stefnt er að því að halda þrjú námskeið í mismunandi hlutum Úganda síðar á árinu, með það að markmiði að auka þekkingu og færni fólks til að vinna að verkefnum á sviði jafnréttis og loftslagsbreytinga. Fyrsta námskeiðið verður í bænum Mbale í austur Úganda um miðjan mars og er gert ráð fyrir um 35 þátttakendum á því. Takist vel til með framkvæmd þessa er stefnt að því að sambærileg verkefni byggð á reynslunni frá Úganda geti farið af stað í öðrum löndum. Hugmyndum hrint í framkvæmdÍsland lagði til að vísað yrði til jafnréttis kynjanna í viðræðum um loftslagsmál fyrir þremur árum, en þá var engin slík tilvísun til staðar í samningstextum. Með harðfylgi hefur tekist að fá samþykkt ákvæði þar að lútandi inn í samningstexta og nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Nú er tekið nýtt og mikilvægt skref á þessari vegferð, þegar hugmyndum um jafnréttissjónarmið í loftslagsmálum verður hrint í framkvæmd þar sem áhrifa loftslagsbreytinga gætir einna mest. Með áframhaldandi starfi leggur Ísland lóð sín á vogarskálarnar í einu mesta jafnréttismáli samtímans, en loftslagsmálin varða framtíð mannkyns og allra þjóða. Þar er aðkoma beggja kynja nauðsynleg.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun