Af vondum pólitíkusum og venjulegu fólki Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Ég er þriggja barna móðir, amma og stjúpmóðir úr Kópavoginum. Ég hef varið megin hluta starfsævinnar í að kenna börnum við grunnskóla í Kópavogi. Núna starfa ég sem verkefnastjóri við samtök sem vinna að mannréttindum barna. Vorið 2010 ákvað ég að bjóða mig fram í bæjarstjórnarkosningum fyrir Samfylkinguna í Kópavogi. Ég hafði starfað með flokknum í bænum um nokkurra ára skeið en aldrei verið á neinum framboðslista. Ég taldi mig eiga brýnt erindi og vildi beita mér fyrir breytingum í mínu bæjarfélagi. Við nýttum nótt sem nýtan dag við að útbúa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu með höfuðáherslu á hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika. Jafnframt vildum við minnka skuldir bæjarins, en þær höfðu aukist um tugi milljarða á nokkrum árum hjá þeim meirihluta sem var búinn að vera við völd um 20 ára skeið. Nú var kominn tími til að breyta.Ný framboð Korteri fyrir kosningar vorið 2010 spruttu svo upp tvö ný framboð í bænum. Annað þeirra kenndi sig við venjulegt fólk, fólkið í bænum og tók sér bókstafinn Y. Þau voru ekki pólitíkusar enda var það skammaryrði. Reyndar voru margir á þessum listum með ýmis pólitísk störf á ferilskránni sinni þegar vel var að gáð. Voru þetta kannski pólitíkusar í feluleik? Þetta fólk vildi hreinsa til í bænum og sópa burtu þessum spilltu pólitíkusum. Það setti á sig gúmmíhanska og stóð á tröppum bæjarskrifstofanna vopnað kústum og skrúbbum. Gefum þessum gömlu pólitíkusum frí var viðkvæðið. Allir voru settir á sama bás, hvort sem þeir höfðu verið við völd í bænum eða ekki. Ég var þarna hætt að vera venjuleg kona, móðir og kennari í Kópavogi og komin í hópinn vonda sem nefnist „pótitíkusar". Þau stilltu sér víða upp í bænum, hreingerningarfólkið. Eitt sinn er ég var stödd fyrir utan Bónus ásamt félaga mínum að dreifa stefnu Samfylkingarinnar í Kópavogi, ruddist einn þeirra að okkur, Eiríkur Ólafsson, með boðskapinn. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti hreingerningarmanna, bættist við. Við reyndum að eiga við Eirík orðastað og benda honum á að við hefðum aldrei verið við völd í bænum, við í Samfylkingunni. Lítt var hlustað á það, við tilheyrðum flokki.Nýir tímar Svo komu kosningar og meirihlutinn gamli, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur féll. Samfylkingin, listi Vinstri Grænna ásamt nýju framboðunum tveimur, hreingerningarfólkinu og Næst besta flokknum tóku við stjórntaumunum í Kópavogi undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í Kópavogi. Helsta krafa hreingerningarmanna um ópólitískan bæjarstjóra var virt. Þessi meirihluti undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, hefur lyft grettistaki á 20 mánuðum við að minnka skuldir bæjarins og breyta stjórnsýslunni án þess að það hafi bitnað á þeim sem síst skyldi. Hugmyndafræði jafnaðarmanna var höfð að leiðarljósi og mikil sátt hefur verið meðal íbúa í bænum og lítið um óánægjuraddir eins og oft áður. Nýir tímar voru komnir í Kópavogi!Gamlir tímar? Nú bregður svo við að hreingerningarmeistararnir eru búnir að taka af sér hanskana og pakka saman. Eiríkur og Rannveig eru komin í eina sæng með þeim sem þau vildu sópa í burtu vorið 2010, gamla meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sumir liðsmenn þeirra standa hnípnir eftir og hafa sagt sig af listanum, þeim er misboðið. Ég hef hitt ýmsa kjósendur þeirra Eiríks og Rannveigar. Þeir telja sig illa svikna. Nú skipta loforðin engu máli um að gefa gamla meirihlutanum frí og hafa ópólitískan bæjarstjóra. Það var greinilega bara Guðríður sem ekki mátti vera bæjarstjóri því hún er svo frek! Nú er Rannveig sæl og glöð, búin að fá stól Guðríðar, orðin formaður bæjarráðs og ætlar að kenna Gunnari Birgissyni og félögum siðbót að eigin sögn. Voru það sem sagt ekki málefnin og hagsmunir bæjarbúa sem skiptu máli? Var það sem sagt staða og stóll? Guðriður Arnardóttir hefur ávallt látið hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanatökur. Hún hefur staðið sem klettur í öllu því ölduróti og aðförum sem á hana hafa dunið undanfarið. Það hefur verið sárt að horfa upp á það. Hún mun vonandi halda áfram að starfa fyrir Kópavosbúa af þeirri elju og dugnaði sem hún hefur gert til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég er þriggja barna móðir, amma og stjúpmóðir úr Kópavoginum. Ég hef varið megin hluta starfsævinnar í að kenna börnum við grunnskóla í Kópavogi. Núna starfa ég sem verkefnastjóri við samtök sem vinna að mannréttindum barna. Vorið 2010 ákvað ég að bjóða mig fram í bæjarstjórnarkosningum fyrir Samfylkinguna í Kópavogi. Ég hafði starfað með flokknum í bænum um nokkurra ára skeið en aldrei verið á neinum framboðslista. Ég taldi mig eiga brýnt erindi og vildi beita mér fyrir breytingum í mínu bæjarfélagi. Við nýttum nótt sem nýtan dag við að útbúa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu með höfuðáherslu á hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika. Jafnframt vildum við minnka skuldir bæjarins, en þær höfðu aukist um tugi milljarða á nokkrum árum hjá þeim meirihluta sem var búinn að vera við völd um 20 ára skeið. Nú var kominn tími til að breyta.Ný framboð Korteri fyrir kosningar vorið 2010 spruttu svo upp tvö ný framboð í bænum. Annað þeirra kenndi sig við venjulegt fólk, fólkið í bænum og tók sér bókstafinn Y. Þau voru ekki pólitíkusar enda var það skammaryrði. Reyndar voru margir á þessum listum með ýmis pólitísk störf á ferilskránni sinni þegar vel var að gáð. Voru þetta kannski pólitíkusar í feluleik? Þetta fólk vildi hreinsa til í bænum og sópa burtu þessum spilltu pólitíkusum. Það setti á sig gúmmíhanska og stóð á tröppum bæjarskrifstofanna vopnað kústum og skrúbbum. Gefum þessum gömlu pólitíkusum frí var viðkvæðið. Allir voru settir á sama bás, hvort sem þeir höfðu verið við völd í bænum eða ekki. Ég var þarna hætt að vera venjuleg kona, móðir og kennari í Kópavogi og komin í hópinn vonda sem nefnist „pótitíkusar". Þau stilltu sér víða upp í bænum, hreingerningarfólkið. Eitt sinn er ég var stödd fyrir utan Bónus ásamt félaga mínum að dreifa stefnu Samfylkingarinnar í Kópavogi, ruddist einn þeirra að okkur, Eiríkur Ólafsson, með boðskapinn. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti hreingerningarmanna, bættist við. Við reyndum að eiga við Eirík orðastað og benda honum á að við hefðum aldrei verið við völd í bænum, við í Samfylkingunni. Lítt var hlustað á það, við tilheyrðum flokki.Nýir tímar Svo komu kosningar og meirihlutinn gamli, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur féll. Samfylkingin, listi Vinstri Grænna ásamt nýju framboðunum tveimur, hreingerningarfólkinu og Næst besta flokknum tóku við stjórntaumunum í Kópavogi undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í Kópavogi. Helsta krafa hreingerningarmanna um ópólitískan bæjarstjóra var virt. Þessi meirihluti undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, hefur lyft grettistaki á 20 mánuðum við að minnka skuldir bæjarins og breyta stjórnsýslunni án þess að það hafi bitnað á þeim sem síst skyldi. Hugmyndafræði jafnaðarmanna var höfð að leiðarljósi og mikil sátt hefur verið meðal íbúa í bænum og lítið um óánægjuraddir eins og oft áður. Nýir tímar voru komnir í Kópavogi!Gamlir tímar? Nú bregður svo við að hreingerningarmeistararnir eru búnir að taka af sér hanskana og pakka saman. Eiríkur og Rannveig eru komin í eina sæng með þeim sem þau vildu sópa í burtu vorið 2010, gamla meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sumir liðsmenn þeirra standa hnípnir eftir og hafa sagt sig af listanum, þeim er misboðið. Ég hef hitt ýmsa kjósendur þeirra Eiríks og Rannveigar. Þeir telja sig illa svikna. Nú skipta loforðin engu máli um að gefa gamla meirihlutanum frí og hafa ópólitískan bæjarstjóra. Það var greinilega bara Guðríður sem ekki mátti vera bæjarstjóri því hún er svo frek! Nú er Rannveig sæl og glöð, búin að fá stól Guðríðar, orðin formaður bæjarráðs og ætlar að kenna Gunnari Birgissyni og félögum siðbót að eigin sögn. Voru það sem sagt ekki málefnin og hagsmunir bæjarbúa sem skiptu máli? Var það sem sagt staða og stóll? Guðriður Arnardóttir hefur ávallt látið hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanatökur. Hún hefur staðið sem klettur í öllu því ölduróti og aðförum sem á hana hafa dunið undanfarið. Það hefur verið sárt að horfa upp á það. Hún mun vonandi halda áfram að starfa fyrir Kópavosbúa af þeirri elju og dugnaði sem hún hefur gert til þessa.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun