Garðyrkjan og rafmagnskostnaður 25. febrúar 2012 06:00 Frá því að efnahagshrunið varð hér á landi hefur dreifingarkostnaður rafmagns til garðyrkjubænda aukist langt umfram það sem talist getur eðlilegt. Garðyrkjubændur hafa látið taka saman gögn um þróun verðs á rafmagni frá 2005 í samanburði við vísitölu neysluverðs. Á tímabilinu hækkaði vísitalan um 62%. Orkan hækkaði um 30% en dreifing í þéttbýli um 87% og í dreifbýli 105%! Fróðlegt er að sjá að þar sem samkeppni ríkir, við framleiðslu og sölu á orku, er um raunlækkun verðs að ræða. Annað er upp á teningnum þar sem einokun ríkir. Til að setja þetta í samhengi þá hafa niðurgreiðslur ríkisins vegna dreifingarkostnaðar hækkað frá árinu 2005 um 30 milljónir króna vegna aukinnar notkunar rafmagns við framleiðslu á grænmeti. Á sama tíma hefur ríkið þurft að skjóta til 100 milljónum króna vegna gjaldskrárhækkana RARIK. Allt undir nafni niðurgreiðslna til garðyrkju! Búið að borga fjórar veitur!Þessar upplýsingar ollu því að garðyrkjubændur létu reikna út kostnað við eigin dreifiveitu rafmagns. Það var gert árið 2010 og uppfært nú í febrúar. Eigin dreifiveita, sem staðsett væri á svæði nálægt Flúðum og þéttbýlanna í Biskupstungum, Laugarási og Reykholti, er afar hagkvæm. Með staðsetningunni næst til tæplega 80% af framleiðslu í ylrækt í 10 km radíus. Verkfræðistofa, sem hefur mikla reynslu, var fengin til að annast útreikningana. Fjárfestingin er um 460 milljónir króna og er allur kostnaður vel áætlaður og gerð næmnigreining með mismunandi breytum. Niðurstaðan er sláandi. Á aðeins fimm árum borgar fjárfestingin sig upp. Eftir þann tíma og út líftíma dreifiveitunnar (30-40 ár) er kostnaður garðyrkjubænda jafnhár og rekstrarkostnaður veitunnar og eðlileg ávöxtunarkrafa. Sá kostnaður er áætlaður um 5% af fjárfestingunni en benda má á að sambærilegur kostnaður í orkuþjónustu er reiknaður 1-3%. Orkustofnun hefur yfirfarið útreikningana en öllum er heimilt að skoða þá. Þeir sýna að uppsafnaður hagnaður RARIK af viðskiptum við garðyrkjubændur á undanförnum áratugum hefur borgað sem svarar kostnaði við fjórar dreifiveitur. Samkeppnisstaða íslensks grænmetisÞeirri réttmætu spurningu hefur verið varpað fram í umræðunni hvort ekki væri réttast að minnka framleiðsluna ef garðyrkjan getur ekki framleitt grænmetið við núverandi kjör. Á það skal bent að með samningi garðyrkjubænda við ríkið árið 2002 voru fjögur markmið sett. Þrjú markmiðanna hafa náðst með láði, að auka hagkvæmni, að lækka grænmetisverð til neytenda og styðja framleiðslu og markaðssetningu grænmetis. Fjórða markmið samningsins hefur ekki náðst. Það er að treysta tekjugrundvöll garðyrkjunnar. Samtímis því að veruleg hagræðing hefur átt sér stað, um 3,8% á ári síðan 2002 eða 15% meira en gert var ráð fyrir, hefur verð lækkað til almennings. Að auki var opnað fyrir óheftan innflutning grænmetis án tolla og það var samkeppnisumhverfi íslensks grænmetis og hefur verið svo síðan. Staða íslensks grænmetis er sterk og er það fyrir að þakka góðri vöru en stuðningur neytenda hefur skipt megin máli. Rekstur ylræktarinnar mætti skila bændum meira til þess að takast á við síhækkandi kostnað aðfanga. Það skýtur því skökku við að það sé fyrirtæki í eigu ríkisins sem er þess valdandi að núverandi ástand hefur skapast. Á að framleiða grænmeti á Íslandi?Í könnun Landlæknis á mataræði, sem birt var í upphafi árs, kemur fram að neysla grænmetis hefur aukist um 19% frá 2002 og er aðeins 120 g á dag. Markmiðið er að neysla grænmetis og ávaxta verði 400 g á mann. Það er því langt í land. Garðyrkjubændur hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar á þessu tímabili. Framleiðsla á gúrkum hefur aukist um 45% og á tómötum um 80% svo eitthvað sé nefnt. Hagræðing garðyrkjubænda hefur skilað verulega lægra verði og hollustan er óumdeilanleg. Staðfest er með rannsóknum að aukin grænmetisneysla skili heilbrigðara fólki og lækkar kostnað ríkisins. Aukin framleiðsla íslensks grænmetis skilar sér einnig í fjölgun starfa og minnkar notkun gjaldeyris við innflutning. Hver er þá lausnin?Af hverju eru garðyrkjubændur öðru hverju að minna á þessi mál? Ekki skortir á velvilja stjórnvalda á hátíðastundum en garðyrkjubændur vilja sjá þann velvilja í verki. Því skal haldið til haga að í iðnaðarráðuneytinu liggur fyrir breyting á skilgreiningu á hvað sé þéttbýli í skilningi orkulaga og við þá breytingu munu garðyrkjubændur í Laugarási í Biskupstungum greiða fjórðungi lægra gjald fyrir dreifingu rafmagns. Stjórnvöld þurfa að viðurkenna að ylræktun grænmetis sé þjóðþrifamál. Ef það næst er eftirleikurinn auðveldur. Þá væri hægt að ákveða hver kjör garðyrkjubænda varðandi dreifingarkostnað ættu að vera. Það væri hægt að tryggja jafnræði þeirra út frá þeirri forsendu að um stórnotendur séu að ræða. Það er kominn tími til að ræða hugmyndina um eina gjaldskrá fyrir allt landið eins og gert var með símann á sínum tíma. Aðalatriðið er þó að garðyrkjan hafi það rekstrarumhverfi sem hvetur til aukinnar framleiðslu á frábæru grænmeti til hagsbóta fyrir alla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Frá því að efnahagshrunið varð hér á landi hefur dreifingarkostnaður rafmagns til garðyrkjubænda aukist langt umfram það sem talist getur eðlilegt. Garðyrkjubændur hafa látið taka saman gögn um þróun verðs á rafmagni frá 2005 í samanburði við vísitölu neysluverðs. Á tímabilinu hækkaði vísitalan um 62%. Orkan hækkaði um 30% en dreifing í þéttbýli um 87% og í dreifbýli 105%! Fróðlegt er að sjá að þar sem samkeppni ríkir, við framleiðslu og sölu á orku, er um raunlækkun verðs að ræða. Annað er upp á teningnum þar sem einokun ríkir. Til að setja þetta í samhengi þá hafa niðurgreiðslur ríkisins vegna dreifingarkostnaðar hækkað frá árinu 2005 um 30 milljónir króna vegna aukinnar notkunar rafmagns við framleiðslu á grænmeti. Á sama tíma hefur ríkið þurft að skjóta til 100 milljónum króna vegna gjaldskrárhækkana RARIK. Allt undir nafni niðurgreiðslna til garðyrkju! Búið að borga fjórar veitur!Þessar upplýsingar ollu því að garðyrkjubændur létu reikna út kostnað við eigin dreifiveitu rafmagns. Það var gert árið 2010 og uppfært nú í febrúar. Eigin dreifiveita, sem staðsett væri á svæði nálægt Flúðum og þéttbýlanna í Biskupstungum, Laugarási og Reykholti, er afar hagkvæm. Með staðsetningunni næst til tæplega 80% af framleiðslu í ylrækt í 10 km radíus. Verkfræðistofa, sem hefur mikla reynslu, var fengin til að annast útreikningana. Fjárfestingin er um 460 milljónir króna og er allur kostnaður vel áætlaður og gerð næmnigreining með mismunandi breytum. Niðurstaðan er sláandi. Á aðeins fimm árum borgar fjárfestingin sig upp. Eftir þann tíma og út líftíma dreifiveitunnar (30-40 ár) er kostnaður garðyrkjubænda jafnhár og rekstrarkostnaður veitunnar og eðlileg ávöxtunarkrafa. Sá kostnaður er áætlaður um 5% af fjárfestingunni en benda má á að sambærilegur kostnaður í orkuþjónustu er reiknaður 1-3%. Orkustofnun hefur yfirfarið útreikningana en öllum er heimilt að skoða þá. Þeir sýna að uppsafnaður hagnaður RARIK af viðskiptum við garðyrkjubændur á undanförnum áratugum hefur borgað sem svarar kostnaði við fjórar dreifiveitur. Samkeppnisstaða íslensks grænmetisÞeirri réttmætu spurningu hefur verið varpað fram í umræðunni hvort ekki væri réttast að minnka framleiðsluna ef garðyrkjan getur ekki framleitt grænmetið við núverandi kjör. Á það skal bent að með samningi garðyrkjubænda við ríkið árið 2002 voru fjögur markmið sett. Þrjú markmiðanna hafa náðst með láði, að auka hagkvæmni, að lækka grænmetisverð til neytenda og styðja framleiðslu og markaðssetningu grænmetis. Fjórða markmið samningsins hefur ekki náðst. Það er að treysta tekjugrundvöll garðyrkjunnar. Samtímis því að veruleg hagræðing hefur átt sér stað, um 3,8% á ári síðan 2002 eða 15% meira en gert var ráð fyrir, hefur verð lækkað til almennings. Að auki var opnað fyrir óheftan innflutning grænmetis án tolla og það var samkeppnisumhverfi íslensks grænmetis og hefur verið svo síðan. Staða íslensks grænmetis er sterk og er það fyrir að þakka góðri vöru en stuðningur neytenda hefur skipt megin máli. Rekstur ylræktarinnar mætti skila bændum meira til þess að takast á við síhækkandi kostnað aðfanga. Það skýtur því skökku við að það sé fyrirtæki í eigu ríkisins sem er þess valdandi að núverandi ástand hefur skapast. Á að framleiða grænmeti á Íslandi?Í könnun Landlæknis á mataræði, sem birt var í upphafi árs, kemur fram að neysla grænmetis hefur aukist um 19% frá 2002 og er aðeins 120 g á dag. Markmiðið er að neysla grænmetis og ávaxta verði 400 g á mann. Það er því langt í land. Garðyrkjubændur hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar á þessu tímabili. Framleiðsla á gúrkum hefur aukist um 45% og á tómötum um 80% svo eitthvað sé nefnt. Hagræðing garðyrkjubænda hefur skilað verulega lægra verði og hollustan er óumdeilanleg. Staðfest er með rannsóknum að aukin grænmetisneysla skili heilbrigðara fólki og lækkar kostnað ríkisins. Aukin framleiðsla íslensks grænmetis skilar sér einnig í fjölgun starfa og minnkar notkun gjaldeyris við innflutning. Hver er þá lausnin?Af hverju eru garðyrkjubændur öðru hverju að minna á þessi mál? Ekki skortir á velvilja stjórnvalda á hátíðastundum en garðyrkjubændur vilja sjá þann velvilja í verki. Því skal haldið til haga að í iðnaðarráðuneytinu liggur fyrir breyting á skilgreiningu á hvað sé þéttbýli í skilningi orkulaga og við þá breytingu munu garðyrkjubændur í Laugarási í Biskupstungum greiða fjórðungi lægra gjald fyrir dreifingu rafmagns. Stjórnvöld þurfa að viðurkenna að ylræktun grænmetis sé þjóðþrifamál. Ef það næst er eftirleikurinn auðveldur. Þá væri hægt að ákveða hver kjör garðyrkjubænda varðandi dreifingarkostnað ættu að vera. Það væri hægt að tryggja jafnræði þeirra út frá þeirri forsendu að um stórnotendur séu að ræða. Það er kominn tími til að ræða hugmyndina um eina gjaldskrá fyrir allt landið eins og gert var með símann á sínum tíma. Aðalatriðið er þó að garðyrkjan hafi það rekstrarumhverfi sem hvetur til aukinnar framleiðslu á frábæru grænmeti til hagsbóta fyrir alla!
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun