Björk Guðmundsdóttir fær fullt hús stiga, eða fimm stjörnur, fyrir Biophilia-tónleika sína í New York í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Q.
Tónleikarnir hafa hitt rækilega í mark síðan þeir hófu göngu sína í Manchester síðasta sumar en þá fengu þeir fjórar stjörnur af fimm mögulegum í breska dagblaðinu The Guardian.
Skemmst er að minnast þess að Biophila-tónleikar Bjarkar í Hörpu síðasta haust voru valdir tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrrakvöld.
