Auðvelt að kaupa Ísland Ögmundur Jónasson skrifar 13. mars 2012 06:00 Kínversk fjárfestingarfyrirtæki vildu nýlega kaupa Grímsstaði á Fjöllum eins og flestir vita. Um var að ræða þrjú hundruð ferkílómetra land. Hugmyndin var að reisa hótel og ferðamannabústaði. Jafnframt var látið fylgja með að áhugi væri á því að styrkja flugbraut sem þarna væri að finna. Kaupverðið var milljarður. Kínverjar eru ekki einir í landvinningahugleiðingum. Eftirfarandi fréttafrásögn var á vefmiðlinum Pressunni í vikunni sem leið: „Fjórir rússneskir auðjöfrar fóru í viðamikla skoðunarferð á þyrlu í síðustu viku. Tilgangurinn var að skoða hentugar jarðir til að kaupa. Ferð þeirra var skipulögð í smáatriðum. Fjórmenningarnir leigðu þyrlu til að fá sem best útsýni og ná sem mestri yfirferð um Suðurland og segir í Sunnlenska að þeir hafi skoðað jarðir í Biskupstungum, Reykjanesi og Rangárvallasýslu. Rússnesku auðjöfrarnir fóru héðan til Alaska til að skoða jarðir þar." Bæði Kína og Rússland standa utan hins Evrópska efnahagssvæðis. Þess vegna geta hvorki Kínverjar né Rússar umyrðalaust keypt upp landið. Lagaskorður eru þarna enn til varnar en þyrftu að vera mun víðtækari. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingiskona hefur sett fram þingmál um að slíkar skorður verði reistar gagnvart fulltrúum erlendra stórvelda og erlendum kaupspekúlentum, einnig frá hinu Evrópska efnahagssvæði, með það að leiðarljósi að halda eignarhaldi á landi í íslensku samfélagi. Ísland allt á 400 milljarða?Auðkýfingum og stórveldum myndi reynast Ísland auðkeyptur biti ef engar fyrirstöður væru í lögum eða hugarfari. Samkvæmt reiknireglunni frá Grímsstöðum færu þúsund ferkílómetrar á þrjá milljarða, eða eigum við að segja fjóra. Í framhaldinu mætti ætla að Ísland allt gengi á fjögur hundruð milljarða. Eigum við kannski að vera varfærin og tvöfalda þá upphæð eða jafnvel fjórfalda og rúmlega það og segja tvö þúsund milljarða? Það eru talsverðir peningar fyrir íslenska bændur en smáaurar þegar stórir stórveldahagsmunir eru í húfi. Það vita heimsveldin, sem hugsa hundrað ár fram í tímann, en búa nú í haginn fyrir framtíðina með því að koma upp litlum sjálfbærum nýlendukjörnum víðs vegar um heiminn innan landamæra gamalgróinna ríkja; kjörnum með allt til alls. Jafnvel eigin flugvelli. Auðmenn og fjárfestingarsamsteypur á höttunum eftir jarðnæði og auðlindum og þá sérstaklega vatninu — gulli framtíðarinnar — kunna líka á slíka langtímahugsun. En hvað með Íslendinga? Ræður skammtíma gróðahugsun ennþá för? Getur það verið? Nánast sama hvert litið er í heiminum nú um stundir; nánast alls staðar eru erlend ríki að reisa skorður við jarðnæðissölu út fyrir eigin landamæri. Hér á okkar ísalandi telja alltof margir hins vegar að allt standi og falli með því að fá eitthvað gert í snarhasti, bara eitthvað, þess vegna hótel og hví ekki hótel með flugvelli? En hótel verða ekki rekin, hvorki á Grímsstöðum á Fjöllum né annars staðar án hótelgesta og það margra. Einsemdin í Herðubreiðarlindum á stórmarkað?Sjá menn það kannski fyrir sér að selja öllum þúsundunum einsemdina í Herðubreiðarlindum? Hvað þola þær? Væri ekki ráð að gefa sér stund til að hugleiða afleiðingar ráðagjörða sinna, sérstaklega hinna stórbrotnari? Fyrir lítið samfélag og viðkvæmt land er ekki allt fengið með stærð og fjölda. Hið gagnstæða gæti reynst gæfudrýgra: Að leggja áherslu á jafnvægi og sátt við náttúru og samfélag. Þá er það hugarfarið. Þótt breyta þurfi reglum og lögum nægir það ekki eitt. Ef við ætlum ekki að láta taka af okkur landið verðum við að hafa trú á eigin getu. Uppbygging tuttugustu aldarinnar réðst af slíkri afstöðu. Yfirráð yfir landi og auðævum varðar hagsmuni okkar sem samfélags og þjóðar um ókominn tíma. Þess vegna verðum við að virkja vitsmuni okkar og sýna fyrirhyggju. Svo er það allt önnur saga að á Íslandi eru nógir peningar. Peningahirslur fjármálastofnana eru að springa. Spurningin snýst um það eitt að koma fénu á beit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Kínversk fjárfestingarfyrirtæki vildu nýlega kaupa Grímsstaði á Fjöllum eins og flestir vita. Um var að ræða þrjú hundruð ferkílómetra land. Hugmyndin var að reisa hótel og ferðamannabústaði. Jafnframt var látið fylgja með að áhugi væri á því að styrkja flugbraut sem þarna væri að finna. Kaupverðið var milljarður. Kínverjar eru ekki einir í landvinningahugleiðingum. Eftirfarandi fréttafrásögn var á vefmiðlinum Pressunni í vikunni sem leið: „Fjórir rússneskir auðjöfrar fóru í viðamikla skoðunarferð á þyrlu í síðustu viku. Tilgangurinn var að skoða hentugar jarðir til að kaupa. Ferð þeirra var skipulögð í smáatriðum. Fjórmenningarnir leigðu þyrlu til að fá sem best útsýni og ná sem mestri yfirferð um Suðurland og segir í Sunnlenska að þeir hafi skoðað jarðir í Biskupstungum, Reykjanesi og Rangárvallasýslu. Rússnesku auðjöfrarnir fóru héðan til Alaska til að skoða jarðir þar." Bæði Kína og Rússland standa utan hins Evrópska efnahagssvæðis. Þess vegna geta hvorki Kínverjar né Rússar umyrðalaust keypt upp landið. Lagaskorður eru þarna enn til varnar en þyrftu að vera mun víðtækari. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingiskona hefur sett fram þingmál um að slíkar skorður verði reistar gagnvart fulltrúum erlendra stórvelda og erlendum kaupspekúlentum, einnig frá hinu Evrópska efnahagssvæði, með það að leiðarljósi að halda eignarhaldi á landi í íslensku samfélagi. Ísland allt á 400 milljarða?Auðkýfingum og stórveldum myndi reynast Ísland auðkeyptur biti ef engar fyrirstöður væru í lögum eða hugarfari. Samkvæmt reiknireglunni frá Grímsstöðum færu þúsund ferkílómetrar á þrjá milljarða, eða eigum við að segja fjóra. Í framhaldinu mætti ætla að Ísland allt gengi á fjögur hundruð milljarða. Eigum við kannski að vera varfærin og tvöfalda þá upphæð eða jafnvel fjórfalda og rúmlega það og segja tvö þúsund milljarða? Það eru talsverðir peningar fyrir íslenska bændur en smáaurar þegar stórir stórveldahagsmunir eru í húfi. Það vita heimsveldin, sem hugsa hundrað ár fram í tímann, en búa nú í haginn fyrir framtíðina með því að koma upp litlum sjálfbærum nýlendukjörnum víðs vegar um heiminn innan landamæra gamalgróinna ríkja; kjörnum með allt til alls. Jafnvel eigin flugvelli. Auðmenn og fjárfestingarsamsteypur á höttunum eftir jarðnæði og auðlindum og þá sérstaklega vatninu — gulli framtíðarinnar — kunna líka á slíka langtímahugsun. En hvað með Íslendinga? Ræður skammtíma gróðahugsun ennþá för? Getur það verið? Nánast sama hvert litið er í heiminum nú um stundir; nánast alls staðar eru erlend ríki að reisa skorður við jarðnæðissölu út fyrir eigin landamæri. Hér á okkar ísalandi telja alltof margir hins vegar að allt standi og falli með því að fá eitthvað gert í snarhasti, bara eitthvað, þess vegna hótel og hví ekki hótel með flugvelli? En hótel verða ekki rekin, hvorki á Grímsstöðum á Fjöllum né annars staðar án hótelgesta og það margra. Einsemdin í Herðubreiðarlindum á stórmarkað?Sjá menn það kannski fyrir sér að selja öllum þúsundunum einsemdina í Herðubreiðarlindum? Hvað þola þær? Væri ekki ráð að gefa sér stund til að hugleiða afleiðingar ráðagjörða sinna, sérstaklega hinna stórbrotnari? Fyrir lítið samfélag og viðkvæmt land er ekki allt fengið með stærð og fjölda. Hið gagnstæða gæti reynst gæfudrýgra: Að leggja áherslu á jafnvægi og sátt við náttúru og samfélag. Þá er það hugarfarið. Þótt breyta þurfi reglum og lögum nægir það ekki eitt. Ef við ætlum ekki að láta taka af okkur landið verðum við að hafa trú á eigin getu. Uppbygging tuttugustu aldarinnar réðst af slíkri afstöðu. Yfirráð yfir landi og auðævum varðar hagsmuni okkar sem samfélags og þjóðar um ókominn tíma. Þess vegna verðum við að virkja vitsmuni okkar og sýna fyrirhyggju. Svo er það allt önnur saga að á Íslandi eru nógir peningar. Peningahirslur fjármálastofnana eru að springa. Spurningin snýst um það eitt að koma fénu á beit.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun