Tek með mér alla skó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2012 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Hans Uurike Helga Margrét Þorsteinsdóttir er farin að horfa til sumarsins eftir vel heppnað innanhússtímabil og fyrsta skrefið er að komast í æfingabúðir í sólinni í Ástralíu. Gamalgróin meiðsli aftan í læri eru enn að gera vart við sig og munu því enn á ný hafa áhrif á leið Helgu að aðalmarkmiði sínu í ár sem er að komast inn á Ólympíuleikana í London í sumar. „Þetta er aðeins búið að breytast. Þetta átti upphaflega að vera keppnisferð en núna verður þetta meiri æfingabúðir en keppni," segir Helga Margrét. „Ég fer samt og tek með mér alla skó og keppnisgalla. Ég setti sjálfri mér það skilyrði eftir EM síðasta sumar þar sem ég þurfti að hætta vegna meiðsla að ég ætlaði aldrei aftur að byrja í sjöþraut ef mér fyndist ég ekki vera alveg tilbúin," segir Helga en meiðslin eru enn að angra hana. „Það hefur gengið vel í vetur en ég er alltaf að glíma við meiðsli aftan í læri. Við ákváðum að það væri ekki það sem ég gæti alltaf verið að æfa með. Ég er í stöðugri meðhöndlun alla daga og ég ætla ekki að láta æfingarnar vinna á móti henni. Meðhöndlunin hefur því forgang núna," segir Helga en hitinn í Ástralíu gæti haft góð áhrif. „Hitinn hefur alltaf haft rosalega góð áhrif á kroppinn á mér. Maður er orðinn svo hvítur og grár eitthvað hérna núna þótt að sólin sé aðeins farin að skína. Það verður gott að fá smá sól," segir Helga í léttum tón.Helga Margrét sá fyrir sér að ná Ólympíulágmarkinu strax í Ástralíu en það gæti þurft að bíða á meðan hún er að ná sér góðri. „Ég þarf að tækla þetta lágmark svolítið öðruvísi. Auðvitað er það búið að vera markmiðið rosalega lengi og er náttúrulega markmiðið ennþá. Ef maður ætlar samt að einblína bara á það og láta allt annað fara til andskotans þá gengur það ekki. Það kemur bara ef það kemur," segir Helga um Ólympíulágmarkið sem er 5950 stig. Íslandsmetið hennar frá því í júní 2009 er 5.878 stig. Helga vill frekar mæta heil inn í sumartímabilið í maí í stað þess að taka einhverja áhættu í Ástralíu. „Ég lít mjög björtum augum á þetta allt saman hvort sem að ég keppi í Ástralíu eða ekki. Ég er búin að vera með þessi meiðsli meira eða minna í tvö ár og ég get alveg búist við því að það muni taka langan tíma að fara þegar þetta er búið að vera svona lengi," segir Helga en hún viðurkennir að þetta reyni á andlegu hliðina. „Ég er orðin mjög þreytt á þessu og vera alltaf að æfa og keppa ofan í þetta. Núna langar mig að losna alveg við þetta og fara þá aftur af stað á fullu. „Hamurinn" ræður svolítið ferðinni núna. Þegar Ólympíulágmarkið hangir svona yfir manni þá verður maður að taka einn dag í einu. Ég hugsa ekkert um þetta Ólympíulágmark því það má ekki. Eina sem maður getur haft áhrif á er núið," segir Helga að lokum. Erlendar Frjálsar íþróttir Innlendar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir er farin að horfa til sumarsins eftir vel heppnað innanhússtímabil og fyrsta skrefið er að komast í æfingabúðir í sólinni í Ástralíu. Gamalgróin meiðsli aftan í læri eru enn að gera vart við sig og munu því enn á ný hafa áhrif á leið Helgu að aðalmarkmiði sínu í ár sem er að komast inn á Ólympíuleikana í London í sumar. „Þetta er aðeins búið að breytast. Þetta átti upphaflega að vera keppnisferð en núna verður þetta meiri æfingabúðir en keppni," segir Helga Margrét. „Ég fer samt og tek með mér alla skó og keppnisgalla. Ég setti sjálfri mér það skilyrði eftir EM síðasta sumar þar sem ég þurfti að hætta vegna meiðsla að ég ætlaði aldrei aftur að byrja í sjöþraut ef mér fyndist ég ekki vera alveg tilbúin," segir Helga en meiðslin eru enn að angra hana. „Það hefur gengið vel í vetur en ég er alltaf að glíma við meiðsli aftan í læri. Við ákváðum að það væri ekki það sem ég gæti alltaf verið að æfa með. Ég er í stöðugri meðhöndlun alla daga og ég ætla ekki að láta æfingarnar vinna á móti henni. Meðhöndlunin hefur því forgang núna," segir Helga en hitinn í Ástralíu gæti haft góð áhrif. „Hitinn hefur alltaf haft rosalega góð áhrif á kroppinn á mér. Maður er orðinn svo hvítur og grár eitthvað hérna núna þótt að sólin sé aðeins farin að skína. Það verður gott að fá smá sól," segir Helga í léttum tón.Helga Margrét sá fyrir sér að ná Ólympíulágmarkinu strax í Ástralíu en það gæti þurft að bíða á meðan hún er að ná sér góðri. „Ég þarf að tækla þetta lágmark svolítið öðruvísi. Auðvitað er það búið að vera markmiðið rosalega lengi og er náttúrulega markmiðið ennþá. Ef maður ætlar samt að einblína bara á það og láta allt annað fara til andskotans þá gengur það ekki. Það kemur bara ef það kemur," segir Helga um Ólympíulágmarkið sem er 5950 stig. Íslandsmetið hennar frá því í júní 2009 er 5.878 stig. Helga vill frekar mæta heil inn í sumartímabilið í maí í stað þess að taka einhverja áhættu í Ástralíu. „Ég lít mjög björtum augum á þetta allt saman hvort sem að ég keppi í Ástralíu eða ekki. Ég er búin að vera með þessi meiðsli meira eða minna í tvö ár og ég get alveg búist við því að það muni taka langan tíma að fara þegar þetta er búið að vera svona lengi," segir Helga en hún viðurkennir að þetta reyni á andlegu hliðina. „Ég er orðin mjög þreytt á þessu og vera alltaf að æfa og keppa ofan í þetta. Núna langar mig að losna alveg við þetta og fara þá aftur af stað á fullu. „Hamurinn" ræður svolítið ferðinni núna. Þegar Ólympíulágmarkið hangir svona yfir manni þá verður maður að taka einn dag í einu. Ég hugsa ekkert um þetta Ólympíulágmark því það má ekki. Eina sem maður getur haft áhrif á er núið," segir Helga að lokum.
Erlendar Frjálsar íþróttir Innlendar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira