Viltu brúnt vatn? Stefán Ingi Stefánsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Má bjóða ykkur jákvæða frétt í tilefni dagsins? Stórfrétt sem sýnir svart á hvítu hvernig einbeittur vilji og samstaða geta gert heiminn að betri og barnvænni stað? Þúsaldarmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um aðgengi að hreinu drykkjarvatni hefur verið náð! Vatn er undirstaða alls. Þó eru ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi að geta drukkið heilnæmt vatn, hvað þá nóg af því. Daglega veikjast alltof mörg börn af ástæðum sem rekja má til óhreins og mengaðs drykkjarvatns. Vatnið veldur til dæmis niðurgangspestum sem orsakað geta ofþornun og því miður: Dauða. Þetta er ekki einungis skelfilegt heldur óþarft með öllu – dauðsföll þessara barna má koma í veg fyrir. Einmitt af þessum sökum glöddumst við hjá UNICEF ákaflega þegar stöðuskýrsla á vegum okkar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar barst nýverið. Hún leiddi í ljós stóráfangann sem náðst hefur í baráttunni fyrir drykkjarhæfu vatni í heiminum. Árið 2000 settu Sameinuðu þjóðirnar sér svokölluð Þúsaldarmarkmið um þróun og eitt þeirra var að lækka um helming á tímabilinu 1990-2015 hlutfall þeirra jarðarbúa sem ekki hefðu aðgang að drykkjarhæfu vatni. Það er þessu markmiði sem nú hefur verið náð – og það nokkrum árum fyrir tilsettan tíma. Á tuttugu árum fengu tveir milljarðar manna aðgang að hreinu vatni! Áður hefðu margir sagt að slíkt væri ógerningur. Heimsforeldrar skipta sköpumHreinlæti og hreint vatn skipta miklu fyrir heilsu og velferð barna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir hjálparstarf á sviði vatns- og hreinlætismála hvar sem neyðarástand ríkir. UNICEF rekur á hinn bóginn allt sitt starf með frjálsum framlögum og engu öðru. Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna – heimsforeldrar – gegna lykilhlutverki. Þökk sé þeim getur UNICEF barist fyrir réttindum barna á heimsvísu, sinnt hjálparstarfi á stöðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli og ráðist í risavaxin verkefni eins og að auka aðgengi barna um víða veröld að drykkjarhæfu vatni. Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Minnumst þess í dag hversu lánsöm við erum hér á landi að hafa nóg af hreinu vatni og veitum því athygli að áður en degi hallar munu nær 800 milljónir jarðarbúa hafa neyðst til að drekka skítugt eða sýkt vatn. Minnumst þess um leið að þessu má vel breyta. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Má bjóða ykkur jákvæða frétt í tilefni dagsins? Stórfrétt sem sýnir svart á hvítu hvernig einbeittur vilji og samstaða geta gert heiminn að betri og barnvænni stað? Þúsaldarmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um aðgengi að hreinu drykkjarvatni hefur verið náð! Vatn er undirstaða alls. Þó eru ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi að geta drukkið heilnæmt vatn, hvað þá nóg af því. Daglega veikjast alltof mörg börn af ástæðum sem rekja má til óhreins og mengaðs drykkjarvatns. Vatnið veldur til dæmis niðurgangspestum sem orsakað geta ofþornun og því miður: Dauða. Þetta er ekki einungis skelfilegt heldur óþarft með öllu – dauðsföll þessara barna má koma í veg fyrir. Einmitt af þessum sökum glöddumst við hjá UNICEF ákaflega þegar stöðuskýrsla á vegum okkar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar barst nýverið. Hún leiddi í ljós stóráfangann sem náðst hefur í baráttunni fyrir drykkjarhæfu vatni í heiminum. Árið 2000 settu Sameinuðu þjóðirnar sér svokölluð Þúsaldarmarkmið um þróun og eitt þeirra var að lækka um helming á tímabilinu 1990-2015 hlutfall þeirra jarðarbúa sem ekki hefðu aðgang að drykkjarhæfu vatni. Það er þessu markmiði sem nú hefur verið náð – og það nokkrum árum fyrir tilsettan tíma. Á tuttugu árum fengu tveir milljarðar manna aðgang að hreinu vatni! Áður hefðu margir sagt að slíkt væri ógerningur. Heimsforeldrar skipta sköpumHreinlæti og hreint vatn skipta miklu fyrir heilsu og velferð barna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir hjálparstarf á sviði vatns- og hreinlætismála hvar sem neyðarástand ríkir. UNICEF rekur á hinn bóginn allt sitt starf með frjálsum framlögum og engu öðru. Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna – heimsforeldrar – gegna lykilhlutverki. Þökk sé þeim getur UNICEF barist fyrir réttindum barna á heimsvísu, sinnt hjálparstarfi á stöðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli og ráðist í risavaxin verkefni eins og að auka aðgengi barna um víða veröld að drykkjarhæfu vatni. Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Minnumst þess í dag hversu lánsöm við erum hér á landi að hafa nóg af hreinu vatni og veitum því athygli að áður en degi hallar munu nær 800 milljónir jarðarbúa hafa neyðst til að drekka skítugt eða sýkt vatn. Minnumst þess um leið að þessu má vel breyta. Til hamingju með daginn!
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun