Ævintýrið heldur áfram Baldur Ágústsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Íslenskir skátar fagna því þessa dagana að eitt hundrað ár eru liðin frá því skátastarf hófst á Íslandi. Það gera þeir undir einkunnarorðunum „ævintýrið heldur áfram". Sem ég nú óska skátahreyfingunni til hamingju með þennan áfanga, þá hvarflar hugurinn til þeirra ára sem ég átti sjálfur í hreyfingunni frá níu ára aldri – fyrst sem ylfingur en síðan sem skáti og skátaforingi. Margt rifjast upp, svo sem útilegur, skátamót, varðeldar, gönguferðir, söngur og leikir. Ég kynntist nýjum félögum, strákum og stelpum – ungum og öldnum. Svo komu fullorðinsárin og lágu spor okkar víða. Einn er nú læknir, annar smiður, þriðji sálfræðingur, fjórði leikari og einn stofnaði virt stórfyrirtæki. Þannig mætti lengi telja. Sumir eru fallnir frá, „farnir heim" eins og við kölluðum það, en eru engu að síður skýrir og nálægir í minningunni. Leikur og þroskiLítið vissi ég sem ungur strákur að skátastarf er annað og meira en leikur einn. Að skilaboðaleikur ylfinga var þjálfun í að hlusta, taka eftir og skila því sem manni var trúað fyrir. Sömuleiðis að gjaldkerastarfið í skátaflokknum tæki mann fyrstu skrefin í því að umgangast peninga af ábyrgð og innrætti heiðarleika og nákvæmni. Að læra þjóðsönginn og allt um íslenska fánann jók virðingu okkar fyrir landi okkar og þjóð. Að vera síðan foringi flokks og sveitar þroskaði m.a. ábyrgðartilfinningu, mannleg samskipti, umhyggju og stjórnunarhæfileika. Á námskeiðum lærðum við skipulagningu, kennslutækni, stjórnun við varðeld, samstarf við foreldra, kortalestur, umgengni við náttúruna, ótal hnúta og skyndihjálp – sem þá kallaðist „hjálp í viðlögum". Hér er stiklað á stóru og fátt eitt nefnt. En þegar saman fór leikur og skemmtilegur lærdómur voru áhrifin merkjanleg: Samheldni, sjálfsöryggi, áræðni, heiðarleiki, hjálpsemi og jákvæðni urðu meira og meira áberandi í fari og persónuleika ungra drengja og stúlkna sem fyrr en varði urðu fullorðin og að hefja þátttöku í hringiðu þjóðfélagsins. Sjálfur veit ég að tíma mínum í skátunum var vel varið. Þeim er að þakka að ég kom betri og sterkari inn í fullorðinsárin, betur undir nám og störf búinn. Ég veit að mín gömlu skátasystkini eru á sömu skoðun. Það sem meira er; samkenndin og gagnkvæmt traust er enn til staðar. Margt sem ég lærði í skátunum hefur oft komið að gagni. Þörf fyrir skyndihjálp hefur komið upp, reynt hefur á frumkvæði og oft hafa hnútarnir komið sér vel, ekki síst „pelastikkið" sem ég kann enn áratugum síðar – bæði einfalt og tvöfalt! Æskan – framtíð þjóðarinnarForeldrum ræð ég heilt þegar ég segi: Kynnið ykkur skátastarf fyrir börn ykkar og unglinga. Það er heilbrigt, skemmtilegt og þroskandi. Ef þið voruð ekki sjálf í skátunum á margt eftir að koma ykkur gleðilega á óvart. Góð byrjun gæti verið að skoða vefsíðu bandalags skáta – www.skatar.is. Skoðið þar hvað skátar hafa fyrir stafni og lesið skátaheitið og skátalögin. Næsta skref er svo að hafa samband við skátafélagið í bænum ykkar eða – á höfuðborgarsvæðinu – félagið í ykkar hverfi. Það verður tekið vel á móti ykkur. Stjórnvöld, ríki og sveitarfélögÉg hvet stjórnvöld til að mæta vel fjárhagslegri þörf skátahreyfingarinnar og annarrar heilbrigðrar æskulýðsstarfsemi. Á tímum efnahagsþrenginga er sérstaklega nauðsynlegt að tryggja börnum og unglingum jákvæð, holl og þroskandi viðfangsefni fjarri hættulegum og spillandi freistingum okkar tíma – unga fólkið er framtíð þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir skátar fagna því þessa dagana að eitt hundrað ár eru liðin frá því skátastarf hófst á Íslandi. Það gera þeir undir einkunnarorðunum „ævintýrið heldur áfram". Sem ég nú óska skátahreyfingunni til hamingju með þennan áfanga, þá hvarflar hugurinn til þeirra ára sem ég átti sjálfur í hreyfingunni frá níu ára aldri – fyrst sem ylfingur en síðan sem skáti og skátaforingi. Margt rifjast upp, svo sem útilegur, skátamót, varðeldar, gönguferðir, söngur og leikir. Ég kynntist nýjum félögum, strákum og stelpum – ungum og öldnum. Svo komu fullorðinsárin og lágu spor okkar víða. Einn er nú læknir, annar smiður, þriðji sálfræðingur, fjórði leikari og einn stofnaði virt stórfyrirtæki. Þannig mætti lengi telja. Sumir eru fallnir frá, „farnir heim" eins og við kölluðum það, en eru engu að síður skýrir og nálægir í minningunni. Leikur og þroskiLítið vissi ég sem ungur strákur að skátastarf er annað og meira en leikur einn. Að skilaboðaleikur ylfinga var þjálfun í að hlusta, taka eftir og skila því sem manni var trúað fyrir. Sömuleiðis að gjaldkerastarfið í skátaflokknum tæki mann fyrstu skrefin í því að umgangast peninga af ábyrgð og innrætti heiðarleika og nákvæmni. Að læra þjóðsönginn og allt um íslenska fánann jók virðingu okkar fyrir landi okkar og þjóð. Að vera síðan foringi flokks og sveitar þroskaði m.a. ábyrgðartilfinningu, mannleg samskipti, umhyggju og stjórnunarhæfileika. Á námskeiðum lærðum við skipulagningu, kennslutækni, stjórnun við varðeld, samstarf við foreldra, kortalestur, umgengni við náttúruna, ótal hnúta og skyndihjálp – sem þá kallaðist „hjálp í viðlögum". Hér er stiklað á stóru og fátt eitt nefnt. En þegar saman fór leikur og skemmtilegur lærdómur voru áhrifin merkjanleg: Samheldni, sjálfsöryggi, áræðni, heiðarleiki, hjálpsemi og jákvæðni urðu meira og meira áberandi í fari og persónuleika ungra drengja og stúlkna sem fyrr en varði urðu fullorðin og að hefja þátttöku í hringiðu þjóðfélagsins. Sjálfur veit ég að tíma mínum í skátunum var vel varið. Þeim er að þakka að ég kom betri og sterkari inn í fullorðinsárin, betur undir nám og störf búinn. Ég veit að mín gömlu skátasystkini eru á sömu skoðun. Það sem meira er; samkenndin og gagnkvæmt traust er enn til staðar. Margt sem ég lærði í skátunum hefur oft komið að gagni. Þörf fyrir skyndihjálp hefur komið upp, reynt hefur á frumkvæði og oft hafa hnútarnir komið sér vel, ekki síst „pelastikkið" sem ég kann enn áratugum síðar – bæði einfalt og tvöfalt! Æskan – framtíð þjóðarinnarForeldrum ræð ég heilt þegar ég segi: Kynnið ykkur skátastarf fyrir börn ykkar og unglinga. Það er heilbrigt, skemmtilegt og þroskandi. Ef þið voruð ekki sjálf í skátunum á margt eftir að koma ykkur gleðilega á óvart. Góð byrjun gæti verið að skoða vefsíðu bandalags skáta – www.skatar.is. Skoðið þar hvað skátar hafa fyrir stafni og lesið skátaheitið og skátalögin. Næsta skref er svo að hafa samband við skátafélagið í bænum ykkar eða – á höfuðborgarsvæðinu – félagið í ykkar hverfi. Það verður tekið vel á móti ykkur. Stjórnvöld, ríki og sveitarfélögÉg hvet stjórnvöld til að mæta vel fjárhagslegri þörf skátahreyfingarinnar og annarrar heilbrigðrar æskulýðsstarfsemi. Á tímum efnahagsþrenginga er sérstaklega nauðsynlegt að tryggja börnum og unglingum jákvæð, holl og þroskandi viðfangsefni fjarri hættulegum og spillandi freistingum okkar tíma – unga fólkið er framtíð þjóðarinnar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun