Lánað úr litlum forða Gylfi Magnússon skrifar 30. mars 2012 06:00 Fyrir Landsdómi og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talsvert fjallað um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra þann 6. október 2008. Þremur dögum síðar féll bankinn og nú er því miður útlit fyrir að Seðlabankinn og þar með skattgreiðendur tapi miklu á þessari lánveitingu, endurheimti e.t.v. ekki nema rétt um helming lánsfjárins. Þessi lánveiting var um margt afar skrýtin. Í fyrsta lagi mátti öllum vera ljóst á þessum tíma að Kaupþing var á leið í þrot, þótt ekki hafi legið fyrir þá hversu slæmt eignasafn bankans var í raun. Það var engin von til þess að Kaupþing gæti lifað af gjaldþrot Glitnis og Landsbanka. Gjaldþrot eins af stóru bönkunum þremur hlaut að fella hina tvo – og nú voru tveir þegar fallnir. Í öðru lagi mátti Seðlabankinn alls ekki við því að missa 500 milljónir evra af gjaldeyri á þessum tíma. Raunar fékk Kaupþing alls nær 600 milljónir evra frá Seðlabankanum síðustu dagana fyrir hrun því að bankinn fékk einnig tvö önnur lægri lán. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafði verið mikið áhyggjuefni í aðdraganda hrunsins. Hann var rétt um hálfur milljarður evra í ársbyrjun 2006 en á árunum 2006 til 2008 voru tekin langtímalán upp á 1,3 milljarða evra til að auka forðann. Frá árinu 2006 og til haustsins 2008 var forðinn rétt um 1,5 milljarðar evra. Forðinn er vitaskuld í ýmsum gjaldmiðlum, ekki einungis evrum, en hér verður miðað við stærð hans í evrum, m.a. til að gengisfall krónunnar skekki ekki myndina. Gjaldeyrisforði er hér miðaður við það lausa fé í erlendri mynt sem Seðlabankinn hefur tryggt sér til a.m.k. tólf mánaða. Það eru fyrst og fremst innstæður í öðrum seðlabönkum eða hjá alþjóðastofnunum og auðseljanleg örugg verðbréf, allt í erlendri mynt. Reiknaður er hreinn gjaldeyrisforði þannig að til frádráttar koma fyrirsjáanlegar útgreiðslur næstu tólf mánuði, þ.e. fé sem getur eða mun streyma út úr bankanum þegar greiða þarf af lánum hans eða tekið er út af óbundnum reikningum í erlendri mynt í bankanum. Vergur gjaldeyrisforði (án fyrrnefnds frádráttar) var hærri upphæð, rétt um 2.500 milljónir evra í september og október 2008. Sá hluti vergs forða sem getur komið til greiðslu næstu mánuði er ekki nothæfur í raun. Sé því fé ráðstafað verður veruleg hætta á greiðsluþroti seðlabanka. Sviptingarnar haustið 2008 kipptu fótunum undan fjármögnun gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þegar í lok september, nokkrum dögum fyrir hrun bankakerfisins og fyrrnefnda lánveitingu til Kaupþings, var orðið ljóst að í óefni stefndi. Gjaldeyrisforðinn var kominn niður í 825 milljónir evra og lánin þrjú til Kaupþings því rétt rúm 72% hreins forða. Vergur forði var að vísu jákvæður um 2.576 milljónir evra en það stefndi í nettóútgreiðslur næstu tólf mánuði sem samsvöruðu 1.751 milljón evra. Allar þessar tölur eru aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans, í krónum. Því miður eru tölurnar eingöngu birtar miðað við stöðuna í lok hvers mánaðar en mjög áhugavert væri að sjá þróunina frá degi til dags þessa haustmánuði. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabanka var orðinn þetta lítill hafði bankinn nær ekkert raunverulegt svigrúm til að tryggja bankakerfinu laust fé í erlendri mynt. Seðlabankinn gerði það samt og afhenti Kaupþingi tæpar 600 milljónir evra. Það var hluti af skýringunni á því að í lok október 2008 var gjaldeyrisforðinn orðinn neikvæður um 319 milljónir evra – Seðlabankinn átti vergan forða upp á einungis 2.670 milljónir evra til að standa í skilum með greiðslur sem gátu numið allt að 2.989 milljónum evra á næstu tólf mánuðum og þar af allt að 1.813 milljónum í nóvembermánuði einum. Þróun gjaldeyrisforðans þessa haustmánuði þýddi einfaldlega að það stefndi mjög hratt í greiðsluþrot Seðlabankans og íslenska ríkisins og vöruskort innanlands. Því var afstýrt með því að kalla til aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hefði raunverulegur gjaldeyrisforði Seðlabankans verið um 2,5 milljarðar evra haustið 2008, eins og upplýsingafulltrúi bankans heldur nú fram, þá hefði Ísland ekki þurft á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Það hefði a.m.k. ekki þurft bæði gjaldeyrishöft og aðstoð AGS. Það var að vísu gæfa Íslendinga, svo undarlega sem það kann að hljóma, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var þetta rýr. Hefði hann verið digrari hefði Seðlabankinn að öllum líkindum lagt viðskiptabönkunum sem voru að falla til enn meira fé en þó engan veginn nóg til að bjarga þeim. Því hefði tjón Seðlabankans og þar með skattborgaranna orðið enn meira. Það var reynt, m.a. var rætt í fullri alvöru að nýta erlendar eignir lífeyrissjóðanna í þessu skyni helgina fyrir fall bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir Landsdómi og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talsvert fjallað um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra þann 6. október 2008. Þremur dögum síðar féll bankinn og nú er því miður útlit fyrir að Seðlabankinn og þar með skattgreiðendur tapi miklu á þessari lánveitingu, endurheimti e.t.v. ekki nema rétt um helming lánsfjárins. Þessi lánveiting var um margt afar skrýtin. Í fyrsta lagi mátti öllum vera ljóst á þessum tíma að Kaupþing var á leið í þrot, þótt ekki hafi legið fyrir þá hversu slæmt eignasafn bankans var í raun. Það var engin von til þess að Kaupþing gæti lifað af gjaldþrot Glitnis og Landsbanka. Gjaldþrot eins af stóru bönkunum þremur hlaut að fella hina tvo – og nú voru tveir þegar fallnir. Í öðru lagi mátti Seðlabankinn alls ekki við því að missa 500 milljónir evra af gjaldeyri á þessum tíma. Raunar fékk Kaupþing alls nær 600 milljónir evra frá Seðlabankanum síðustu dagana fyrir hrun því að bankinn fékk einnig tvö önnur lægri lán. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafði verið mikið áhyggjuefni í aðdraganda hrunsins. Hann var rétt um hálfur milljarður evra í ársbyrjun 2006 en á árunum 2006 til 2008 voru tekin langtímalán upp á 1,3 milljarða evra til að auka forðann. Frá árinu 2006 og til haustsins 2008 var forðinn rétt um 1,5 milljarðar evra. Forðinn er vitaskuld í ýmsum gjaldmiðlum, ekki einungis evrum, en hér verður miðað við stærð hans í evrum, m.a. til að gengisfall krónunnar skekki ekki myndina. Gjaldeyrisforði er hér miðaður við það lausa fé í erlendri mynt sem Seðlabankinn hefur tryggt sér til a.m.k. tólf mánaða. Það eru fyrst og fremst innstæður í öðrum seðlabönkum eða hjá alþjóðastofnunum og auðseljanleg örugg verðbréf, allt í erlendri mynt. Reiknaður er hreinn gjaldeyrisforði þannig að til frádráttar koma fyrirsjáanlegar útgreiðslur næstu tólf mánuði, þ.e. fé sem getur eða mun streyma út úr bankanum þegar greiða þarf af lánum hans eða tekið er út af óbundnum reikningum í erlendri mynt í bankanum. Vergur gjaldeyrisforði (án fyrrnefnds frádráttar) var hærri upphæð, rétt um 2.500 milljónir evra í september og október 2008. Sá hluti vergs forða sem getur komið til greiðslu næstu mánuði er ekki nothæfur í raun. Sé því fé ráðstafað verður veruleg hætta á greiðsluþroti seðlabanka. Sviptingarnar haustið 2008 kipptu fótunum undan fjármögnun gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þegar í lok september, nokkrum dögum fyrir hrun bankakerfisins og fyrrnefnda lánveitingu til Kaupþings, var orðið ljóst að í óefni stefndi. Gjaldeyrisforðinn var kominn niður í 825 milljónir evra og lánin þrjú til Kaupþings því rétt rúm 72% hreins forða. Vergur forði var að vísu jákvæður um 2.576 milljónir evra en það stefndi í nettóútgreiðslur næstu tólf mánuði sem samsvöruðu 1.751 milljón evra. Allar þessar tölur eru aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans, í krónum. Því miður eru tölurnar eingöngu birtar miðað við stöðuna í lok hvers mánaðar en mjög áhugavert væri að sjá þróunina frá degi til dags þessa haustmánuði. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabanka var orðinn þetta lítill hafði bankinn nær ekkert raunverulegt svigrúm til að tryggja bankakerfinu laust fé í erlendri mynt. Seðlabankinn gerði það samt og afhenti Kaupþingi tæpar 600 milljónir evra. Það var hluti af skýringunni á því að í lok október 2008 var gjaldeyrisforðinn orðinn neikvæður um 319 milljónir evra – Seðlabankinn átti vergan forða upp á einungis 2.670 milljónir evra til að standa í skilum með greiðslur sem gátu numið allt að 2.989 milljónum evra á næstu tólf mánuðum og þar af allt að 1.813 milljónum í nóvembermánuði einum. Þróun gjaldeyrisforðans þessa haustmánuði þýddi einfaldlega að það stefndi mjög hratt í greiðsluþrot Seðlabankans og íslenska ríkisins og vöruskort innanlands. Því var afstýrt með því að kalla til aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hefði raunverulegur gjaldeyrisforði Seðlabankans verið um 2,5 milljarðar evra haustið 2008, eins og upplýsingafulltrúi bankans heldur nú fram, þá hefði Ísland ekki þurft á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Það hefði a.m.k. ekki þurft bæði gjaldeyrishöft og aðstoð AGS. Það var að vísu gæfa Íslendinga, svo undarlega sem það kann að hljóma, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var þetta rýr. Hefði hann verið digrari hefði Seðlabankinn að öllum líkindum lagt viðskiptabönkunum sem voru að falla til enn meira fé en þó engan veginn nóg til að bjarga þeim. Því hefði tjón Seðlabankans og þar með skattborgaranna orðið enn meira. Það var reynt, m.a. var rætt í fullri alvöru að nýta erlendar eignir lífeyrissjóðanna í þessu skyni helgina fyrir fall bankanna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun