Of erfitt er að saksækja fyrir hatur á netinu 27. apríl 2012 07:00 Fordómar Íslenskir lögreglumenn ættu að bregðast við og stöðva brot á lögum sjái þeir skilti með hatursáróðri í mótmælum hér á landi segir Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra.Nordicphotos/AFP Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Fæstir gera sér kannski grein fyrir því en fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmyndir og sáð fræjum í huga þeirra sem eru veikir fyrir," sagði Margrét í erindi sem hún hélt á opnum fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður. Hún nefndi dæmi um ungan sænskan mann sem hafði látið hatursfull ummæli falla á Twitter-samfélagsmiðlinum um afrísk-ættaðan knattspyrnumann. Tíu dögum eftir að ummælin féllu hafði hann verið dæmdur í 56 daga fangelsi. Margrét sagði nauðsynlegt að breyta ákvæði hegningarlaga um hatursáróður þannig að hægt sé að saksækja þá sem láti frá sér slíkan áróður á grundvelli almannahagsmuna án þess að kæra þurfi að koma til. Hún benti á að í Svíþjóð sé sérstakur saksóknari sem hafi meðal annars slíka glæpi á sínu forræði. „Ég þekki dæmi um að fólk hafi leitað til lögreglunnar og ætlað að kæra það sem það taldi vera hatursáróður, en verið sagt að það hefði ekki lögvarða hagsmuni og gæti því ekki kært," sagði Margrét. Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglustjóra, sagði ekki þurfa lagabreytingu til. Hver sem er geti komið ábendingum um meint lögbrot til lögreglu án þess að vera tengdur málinu. Lögreglan hafi hins vegar takmarkaða möguleika til að fylgjast með og treysti því á ábendingar frá borgurunum um meintan hatursáróður á netinu. Logi sagði þó rétt að rannsókn vissra brota færi aðeins af stað að kröfu einhvers sem teldi brotið á sér. Það eigi til dæmis við um nafnlaus skrif á netinu sem geti talist ærumeiðandi. Margrét sagði einnig mikilvægt að breyta fjölmiðlalögum, sem sett voru í fyrra, til að hægt sé að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að breiða út hatursáróður. Í dag er aðeins hægt að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að hvetja til refsiverðrar háttsemi með útbreiðslu slíks áróðurs. [email protected] Fréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Fæstir gera sér kannski grein fyrir því en fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmyndir og sáð fræjum í huga þeirra sem eru veikir fyrir," sagði Margrét í erindi sem hún hélt á opnum fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður. Hún nefndi dæmi um ungan sænskan mann sem hafði látið hatursfull ummæli falla á Twitter-samfélagsmiðlinum um afrísk-ættaðan knattspyrnumann. Tíu dögum eftir að ummælin féllu hafði hann verið dæmdur í 56 daga fangelsi. Margrét sagði nauðsynlegt að breyta ákvæði hegningarlaga um hatursáróður þannig að hægt sé að saksækja þá sem láti frá sér slíkan áróður á grundvelli almannahagsmuna án þess að kæra þurfi að koma til. Hún benti á að í Svíþjóð sé sérstakur saksóknari sem hafi meðal annars slíka glæpi á sínu forræði. „Ég þekki dæmi um að fólk hafi leitað til lögreglunnar og ætlað að kæra það sem það taldi vera hatursáróður, en verið sagt að það hefði ekki lögvarða hagsmuni og gæti því ekki kært," sagði Margrét. Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglustjóra, sagði ekki þurfa lagabreytingu til. Hver sem er geti komið ábendingum um meint lögbrot til lögreglu án þess að vera tengdur málinu. Lögreglan hafi hins vegar takmarkaða möguleika til að fylgjast með og treysti því á ábendingar frá borgurunum um meintan hatursáróður á netinu. Logi sagði þó rétt að rannsókn vissra brota færi aðeins af stað að kröfu einhvers sem teldi brotið á sér. Það eigi til dæmis við um nafnlaus skrif á netinu sem geti talist ærumeiðandi. Margrét sagði einnig mikilvægt að breyta fjölmiðlalögum, sem sett voru í fyrra, til að hægt sé að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að breiða út hatursáróður. Í dag er aðeins hægt að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að hvetja til refsiverðrar háttsemi með útbreiðslu slíks áróðurs. [email protected]
Fréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira