Að spýta mórauðu Sighvatur Björgvinsson skrifar 5. maí 2012 06:00 Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð. Hrákaslettunum fylgdi nefnilega mikill söfnuður sýkla og sóttkveikja, sem mönnum stafaði háski af – auk þess sem einhverjum þótti sóðaskapur að; líkast til þó bara þeim, sem ekki tuggðu tóbak. Yfirvöld komu því fyrir hrákadöllum hvarvetna; á opinberum skrifstofum, á veitingahúsum og jafnvel utan dyra. Til þess var ætlast að tóbakstyggjarar hræktu í dallana og þannig mætti losna við sóðaskapinn – og sýklana. Síðan þetta var hafa orðið miklar framfarir á Íslandi. Þjóðin sögð vera orðin mjög umhverfislega meðvituð – einkum þó og sér í lagi umhverfislega meðvituð þar um slóðir sem fæstir Íslendingar eiga sjálfir leið um. Auk þess er þjóðin löngu hætt að tyggja tóbak og rjól – en farin að tyggja tyggigúmmí í gríð og erg. Og hrækir svo frá sér tyggigúmmíinu hvar sem hverjum hentar. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og gervöllum krám og kaffibörum staðarins – og undir stóla og bak við mublur þegar enginn er að horfa. Tyggjóhrákarnir nema að mér sýnist ekki minna en sex til sjö slettum á hvern fermetra á gangstígunum í 101 Reykjavík. Slíkum árangri náðu þó tóbaks- og rjóltyggjendurnir aldrei hér á árunum áður. Enda miklu fleira mannfólk sem gengur nú um gangstíga í 101 en þá og hver og einn ákaflega umhverfislega meðvitaður núna – nema hvað? Þó tekist hafi að útrýma berklum, sem mest hættan var talin að stafaði af sóttkveikjum í mórauða spýtingnum, eru margir ekkert síður skeinuhættir sjúkdómar sem láta á sér kræla í tyggjóhrákunum ef að væri gáð. Ef menn nú gefa sér tíma til þess að líta niður fyrir lappirnar á sér á ferð um 101 væri þá ekki ráð að landlæknir og borgarstjórn Reykjavíkur innleiddu aftur hrákadallana; t.d. á gatnamótum, fyrir framan Hótel Borg, á opinberum skrifstofum – og inni á skemmtistöðum. Vegna mikilla framfara og aukinnar umhverfisvitundar sem tvímælalaust hafa orðið hjá Íslendingum mætti mála dallana græna. Þá yrðu þeir svo umhverfisvænir. Ef vel tækist til mætti svo einhvern tíma í framtíðinni ná svo langt í umhverfismeðvitundinni að fólk hætti að gera þarfir sínar í húsagörðum og bak við myndastyttur í miðbænum – jafnvel að það fengist til þess að hirða sjálft umbúðirnar utan af tyggjóinu, sælgætinu, pylsunum, kókinu, bjórnum og hvað það nú allt saman heitir sem umhverfismeðvitaða fólkið skilur eftir sig í kjölfar helgarskemmtananna í miðbæ Reykjavíkurborgar. Mikið væri nú gott ef umhverfismeðvitað fólk væri jafn umhverfismeðvitað um nágrenni sitt og það er um fjarlægðirnar sem fæst af því hefur nokkru sinni heimsótt – svo sé Guði fyrir að þakka. Hvernig myndi umhverfið þar líka líta út ef álíka fjöldi umhverfismeðvitaðara Íslendinga ætti þar leið um og er á ferðinni nótt sem dag í 101 Reykjavík? Það væri nú sjón að sjá! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð. Hrákaslettunum fylgdi nefnilega mikill söfnuður sýkla og sóttkveikja, sem mönnum stafaði háski af – auk þess sem einhverjum þótti sóðaskapur að; líkast til þó bara þeim, sem ekki tuggðu tóbak. Yfirvöld komu því fyrir hrákadöllum hvarvetna; á opinberum skrifstofum, á veitingahúsum og jafnvel utan dyra. Til þess var ætlast að tóbakstyggjarar hræktu í dallana og þannig mætti losna við sóðaskapinn – og sýklana. Síðan þetta var hafa orðið miklar framfarir á Íslandi. Þjóðin sögð vera orðin mjög umhverfislega meðvituð – einkum þó og sér í lagi umhverfislega meðvituð þar um slóðir sem fæstir Íslendingar eiga sjálfir leið um. Auk þess er þjóðin löngu hætt að tyggja tóbak og rjól – en farin að tyggja tyggigúmmí í gríð og erg. Og hrækir svo frá sér tyggigúmmíinu hvar sem hverjum hentar. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og gervöllum krám og kaffibörum staðarins – og undir stóla og bak við mublur þegar enginn er að horfa. Tyggjóhrákarnir nema að mér sýnist ekki minna en sex til sjö slettum á hvern fermetra á gangstígunum í 101 Reykjavík. Slíkum árangri náðu þó tóbaks- og rjóltyggjendurnir aldrei hér á árunum áður. Enda miklu fleira mannfólk sem gengur nú um gangstíga í 101 en þá og hver og einn ákaflega umhverfislega meðvitaður núna – nema hvað? Þó tekist hafi að útrýma berklum, sem mest hættan var talin að stafaði af sóttkveikjum í mórauða spýtingnum, eru margir ekkert síður skeinuhættir sjúkdómar sem láta á sér kræla í tyggjóhrákunum ef að væri gáð. Ef menn nú gefa sér tíma til þess að líta niður fyrir lappirnar á sér á ferð um 101 væri þá ekki ráð að landlæknir og borgarstjórn Reykjavíkur innleiddu aftur hrákadallana; t.d. á gatnamótum, fyrir framan Hótel Borg, á opinberum skrifstofum – og inni á skemmtistöðum. Vegna mikilla framfara og aukinnar umhverfisvitundar sem tvímælalaust hafa orðið hjá Íslendingum mætti mála dallana græna. Þá yrðu þeir svo umhverfisvænir. Ef vel tækist til mætti svo einhvern tíma í framtíðinni ná svo langt í umhverfismeðvitundinni að fólk hætti að gera þarfir sínar í húsagörðum og bak við myndastyttur í miðbænum – jafnvel að það fengist til þess að hirða sjálft umbúðirnar utan af tyggjóinu, sælgætinu, pylsunum, kókinu, bjórnum og hvað það nú allt saman heitir sem umhverfismeðvitaða fólkið skilur eftir sig í kjölfar helgarskemmtananna í miðbæ Reykjavíkurborgar. Mikið væri nú gott ef umhverfismeðvitað fólk væri jafn umhverfismeðvitað um nágrenni sitt og það er um fjarlægðirnar sem fæst af því hefur nokkru sinni heimsótt – svo sé Guði fyrir að þakka. Hvernig myndi umhverfið þar líka líta út ef álíka fjöldi umhverfismeðvitaðara Íslendinga ætti þar leið um og er á ferðinni nótt sem dag í 101 Reykjavík? Það væri nú sjón að sjá!
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun