Hvað skal með „stóra kvótamálið“? Ólína Þorvarðardóttir skrifar 8. maí 2012 06:00 Mikið er í húfi að vel takist til við umfjöllun frumvarpanna tveggja sem Alþingi hefur nú til meðferðar og kölluð eru „kvótafrumvörpin“. Annað lýtur að stjórn fiskveiða (kvótakerfinu) en hitt að gjaldtökunni fyrir nýtingu auðlindarinnar (veiðigjaldinu). Bæði hafa þau vakið hörð viðbrögð, og ekki er allt frómt sem sagt hefur verið um þau til þessa. Ég vil því gera nánari grein fyrir meginþáttum frumvarpanna og velta upp þeim breytingum á þeim sem ég tel að yrðu til bóta. Lítum fyrst á frumvarp um stjórn fiskveiða. Verði það að lögum mun eftirfarandi gerast: a) Allar aflaheimildir verða innkallaðar á einu bretti, og þeim úthlutað að nýju til afmarkaðs tíma gegn gjaldi. Þetta er „hluti I“ (nýtingarhlutinn). Með honum er rofinn sá ótímabundni eignarréttur sem útgerðin hefur slegið á aflaheimildirnar í tíð núverandi kvótakerfis. Nýtingin verður einskorðuð við 20 ár. Nái þetta fram að ganga er hraðar farið í þá grundvallarbreytingu sem Samfylkingin boðaði fyrir síðustu kosningar, þ.e. að fyrna aflaheimildir um 5% á ári og koma auðlindinni þannig í hendur þjóðarinnar á 20 árum. b) Til hliðar við nýtingarhlutann verður til „hluti II“ sem samanstendur af nokkrum pottum (leigupottur, byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar). Stærstur og þýðingarmestur þeirra er leigupotturinn, opinn og almennur leigumarkaður með aflaheimildir þar sem hægt verður að leigja aflaheimildir frá ári til árs á grundvelli tilboða á kvótaþingi. Þessi leigupottur verður ekki á forræði ráðherra, hann verður ekki háður neinni pólitískri stýringu eins og t.d. byggðakvótinn og hann verður ekki á vegum núverandi kvótahafa heldur einungis opinn markaður með aflaheimildir. Upphafsstaðan í leigupottinum verður samkvæmt frumvarpinu 20 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að hann stækki verulega, komi til aflaaukningar: Fari aflamark yfir 202 þúsund tonn í þorski eiga 40% aukningarinnar að renna í leigupottinn, auk annars sem til fellur. Þessi tvö veigamiklu atriði koma til móts við kröfuna um að aflaheimildirnar séu í reynd eign þjóðarinnar, að nýting auðlindarinnar byggist ekki á eignarhaldi einstakra aðila heldur sé þar um að ræða tímabundinn rétt gegn gjaldi í þjóðarbúið. Enn fremur að allir eigi möguleika á að leigja til sín aflaheimildir á grundvelli jafnræðis- og atvinnufrelsissjónarmiða á opnum leigumarkaði. Mikilvægt er að leigupotturinn verði nægilega stór til þess að bera uppi eðlilega verðmyndun og tryggja aðgengi með nægu framboði aflaheimilda. Að svo miklu leyti sem ástæða er til að breyta kerfinu frekar en frumvarpið gerir ráð fyrir tel ég brýnt að horft verði til stærðar leigupottsins, að hann eigi möguleika á að vaxa enn frekar og verða stöðugri. Þá virðist mér óhjákvæmilegt að aðskilja veiðar og vinnslu, og tryggja það að óunninn afli fari á íslenskan markað. Enn fremur að inntak nýtingarleyfanna verði skilgreint betur í sjálfum lagatextanum, t.d. með áskilnaði um löglega kjarasamninga þar sem við á, skattskil, umgengni við auðlindina og aðra löghlýðni. Þessum breytingum mun ég beita mér fyrir. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þjóðin njóti eðlilegs arðs af auðlind sinni. Veiðigjaldafrumvarpið, sem er hinn angi þessa máls, tekur á þeim þætti. Gjaldstofn hins sérstaka veiðigjalds er sá umframarður sem til verður í greininni þegar búið er að draga frá allan rekstrarkostnað og gefa greininni svigrúm til ríflegrar ávöxtunar. Notuð er svokölluð árgreiðsluaðferð sem Hagstofan hefur notast við í fjölda ára til þess að greina raunafkomu í sjávarútvegi. Veiðigjaldsfrumvarpið hefur vakið mjög hörð viðbrögð svo ljóst er að atvinnuveganefnd þingsins mun taka það frumvarp til ítarlegrar athugunar. Sjálfsagt er að skoða vel alla þætti þess máls, án þess þó að hvika frá kröfunni um að sjávarútvegurinn leggi sinn sanngjarna skerf í þjóðarbúið. Miklu varðar að sjávarútvegurinn fái risið undir nafni sem undirstöðuatvinnugrein, bæði í sýnd og reynd. Sem burðargrein í íslensku atvinnulífi þarf hann að koma að endurreisn efnahagslífsins og miðla samfélaginu af þeim gæðum sem þjóðarauðlindin gefur. Þau gæði eru gríðarleg og arðurinn af útvegnum svo mikill að hleypur á tugum milljarða hin síðari ár. Af þessu þarf þjóðin að fá sinn sanngjarna skerf enda er það íslenskt samfélag sem hefur fóstrað þessa mikilvægu atvinnugrein frá öndverðu, og stundum kostað miklu til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikið er í húfi að vel takist til við umfjöllun frumvarpanna tveggja sem Alþingi hefur nú til meðferðar og kölluð eru „kvótafrumvörpin“. Annað lýtur að stjórn fiskveiða (kvótakerfinu) en hitt að gjaldtökunni fyrir nýtingu auðlindarinnar (veiðigjaldinu). Bæði hafa þau vakið hörð viðbrögð, og ekki er allt frómt sem sagt hefur verið um þau til þessa. Ég vil því gera nánari grein fyrir meginþáttum frumvarpanna og velta upp þeim breytingum á þeim sem ég tel að yrðu til bóta. Lítum fyrst á frumvarp um stjórn fiskveiða. Verði það að lögum mun eftirfarandi gerast: a) Allar aflaheimildir verða innkallaðar á einu bretti, og þeim úthlutað að nýju til afmarkaðs tíma gegn gjaldi. Þetta er „hluti I“ (nýtingarhlutinn). Með honum er rofinn sá ótímabundni eignarréttur sem útgerðin hefur slegið á aflaheimildirnar í tíð núverandi kvótakerfis. Nýtingin verður einskorðuð við 20 ár. Nái þetta fram að ganga er hraðar farið í þá grundvallarbreytingu sem Samfylkingin boðaði fyrir síðustu kosningar, þ.e. að fyrna aflaheimildir um 5% á ári og koma auðlindinni þannig í hendur þjóðarinnar á 20 árum. b) Til hliðar við nýtingarhlutann verður til „hluti II“ sem samanstendur af nokkrum pottum (leigupottur, byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar). Stærstur og þýðingarmestur þeirra er leigupotturinn, opinn og almennur leigumarkaður með aflaheimildir þar sem hægt verður að leigja aflaheimildir frá ári til árs á grundvelli tilboða á kvótaþingi. Þessi leigupottur verður ekki á forræði ráðherra, hann verður ekki háður neinni pólitískri stýringu eins og t.d. byggðakvótinn og hann verður ekki á vegum núverandi kvótahafa heldur einungis opinn markaður með aflaheimildir. Upphafsstaðan í leigupottinum verður samkvæmt frumvarpinu 20 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að hann stækki verulega, komi til aflaaukningar: Fari aflamark yfir 202 þúsund tonn í þorski eiga 40% aukningarinnar að renna í leigupottinn, auk annars sem til fellur. Þessi tvö veigamiklu atriði koma til móts við kröfuna um að aflaheimildirnar séu í reynd eign þjóðarinnar, að nýting auðlindarinnar byggist ekki á eignarhaldi einstakra aðila heldur sé þar um að ræða tímabundinn rétt gegn gjaldi í þjóðarbúið. Enn fremur að allir eigi möguleika á að leigja til sín aflaheimildir á grundvelli jafnræðis- og atvinnufrelsissjónarmiða á opnum leigumarkaði. Mikilvægt er að leigupotturinn verði nægilega stór til þess að bera uppi eðlilega verðmyndun og tryggja aðgengi með nægu framboði aflaheimilda. Að svo miklu leyti sem ástæða er til að breyta kerfinu frekar en frumvarpið gerir ráð fyrir tel ég brýnt að horft verði til stærðar leigupottsins, að hann eigi möguleika á að vaxa enn frekar og verða stöðugri. Þá virðist mér óhjákvæmilegt að aðskilja veiðar og vinnslu, og tryggja það að óunninn afli fari á íslenskan markað. Enn fremur að inntak nýtingarleyfanna verði skilgreint betur í sjálfum lagatextanum, t.d. með áskilnaði um löglega kjarasamninga þar sem við á, skattskil, umgengni við auðlindina og aðra löghlýðni. Þessum breytingum mun ég beita mér fyrir. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þjóðin njóti eðlilegs arðs af auðlind sinni. Veiðigjaldafrumvarpið, sem er hinn angi þessa máls, tekur á þeim þætti. Gjaldstofn hins sérstaka veiðigjalds er sá umframarður sem til verður í greininni þegar búið er að draga frá allan rekstrarkostnað og gefa greininni svigrúm til ríflegrar ávöxtunar. Notuð er svokölluð árgreiðsluaðferð sem Hagstofan hefur notast við í fjölda ára til þess að greina raunafkomu í sjávarútvegi. Veiðigjaldsfrumvarpið hefur vakið mjög hörð viðbrögð svo ljóst er að atvinnuveganefnd þingsins mun taka það frumvarp til ítarlegrar athugunar. Sjálfsagt er að skoða vel alla þætti þess máls, án þess þó að hvika frá kröfunni um að sjávarútvegurinn leggi sinn sanngjarna skerf í þjóðarbúið. Miklu varðar að sjávarútvegurinn fái risið undir nafni sem undirstöðuatvinnugrein, bæði í sýnd og reynd. Sem burðargrein í íslensku atvinnulífi þarf hann að koma að endurreisn efnahagslífsins og miðla samfélaginu af þeim gæðum sem þjóðarauðlindin gefur. Þau gæði eru gríðarleg og arðurinn af útvegnum svo mikill að hleypur á tugum milljarða hin síðari ár. Af þessu þarf þjóðin að fá sinn sanngjarna skerf enda er það íslenskt samfélag sem hefur fóstrað þessa mikilvægu atvinnugrein frá öndverðu, og stundum kostað miklu til.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun