Glæpasagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson taka þátt í glæpasagnaráðstefnunni Crimefest sem verður haldin í borginni Bristol á Englandi um næstu helgi.
Þangað streyma höfundar, lesendur, umboðsmenn og útgefendur og velta sér upp úr skálduðum glæpum. Yrsa tekur þátt í tveimur pallborðsumræðum á föstudag, annars vegar um löggur, einkaspæjara og lögmenn og hins vegar um siðferðileg álitamál í glæpasögum. Meðal annarra þátttakenda verður Peter James sem er margverðlaunaður alþjóðlegur höfundur.
Ragnar tekur þátt í pallborðsumræðum um norrænar glæpasögur þar sem sænska glæpadrottningin Åsa Larsson verður einnig á meðal þátttakenda.

