Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 31. maí 2012 06:00 Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um „skrautdúkku". Grein Rósu Erlingsdóttur er uppfull af fordómum og niðurlæging fyrir kynjaða orðræðugreiningu ef það er sú staða sem á að gefa þessari grein. Ég vil fyrst nefna að þótt að orðið skrautdúkka sé stelpulegt orð þá geta karlar verið skrautdúkkur ekki síður en konur. Vissulega geta hugtök verið karllæg eða kvenlæg en það þýðir ekki að merkingin verði eingöngu yfirfærð á annað kynið. Orðið klappstýra er líka kvenlægt hugtak sem hefur verið notað í gildishlöðnum tilgangi um forsetaframbjóðanda en Rósa sér ekki ástæðu til þess að rýna í áhrif þess. Lítið fer fyrir eiginlegri orðræðugreiningu í greininni og ekki sýnt fram á réttmæti ályktana sem í henni eru dregnar með rökum eða gögnum. Fullyrðingin „Hér dylst engum að átt er við Þóru Arnórsdóttur sem samkvæmt skoðanakönnunum er helsti áskorandi Ólafs Ragnars" virðist vera helsta niðurstaða greinarinnar. Orðalag af þessu tagi þykir almennt ekki vera til sóma í fræðaheiminum en hvað það er sem engum dylst er að öllum jöfnu ekki aðgengilegt fræðimönnum. Rósa leitar í búðir Styrmis Gunnarssonar þegar hún velur að draga upp mynd af þjóðinni sem er stjórnmálamönnum og fjölmiðlum hugleikinn. En það er þjóð sem klofin er í herðar niður. Þessi lýsing á íslensku þjóðinni tilheyrir orðræðu auðræðis og valdhafa sem fara fram með tvíhyggjuna að vopni þegar mikið liggur á að hræða þjóðina til fylgis við málefni. Blæbrigðum mannlegs skilnings er fórnað á altari einhæfninnar. Vissulega eru til málefni sem hafa valdið deilum og ófriði en yfirleitt er þetta ekki svart/hvítt heldur hafa málefnin á sér margar hliðar s.s. félagslegar, lögfræðilegar, efnahagslegar og síðast en ekki síst margþætta hagsmuni. Ófriðurinn stafar þó fyrst og fremst af því að sífellt er gengið á rétt þjóðar og einstaklinga fyrir sérhagsmuni valdhafa og auðræðis. Rósa segir um Vigdísi Finnbogadóttur og EES-samninginn: „Í dag nýtur samningurinn og nauðsyn aðildar Íslands að EES almenns samþykkis. Ekki heyrast lengur þær raddir að Vigdís hafi gert mistök með undirritun sinni". Umræða um embættisafglöp Vigdísar Finnbogadóttur er tabú á Íslandi. Vigdís fylgdi valdhöfum af þægð og sneri baki við þjóðinni en Rósa víkur að þessu þegar hún segir: „hart var tekist á um samþykki EES samningsins árið 1993. Þá var þrýstingur gríðarlegur á Vigdísi Finnbogadóttur að skrifa ekki undir lög um samninginn sem heimilaði afsal á fullveldi þjóðarinnar". EES-samningurinn er frumforsenda hrunsins og það voru að mínu mati alvarleg stjórnarfarsmistök að bera samninginn ekki undir þjóðina. Í ofangreindum málflutningi Rósu má einnig lesa að friður geti skapast um það að stjórnvöld fari fram með ofbeldi gagnvart þjóðinni. Það að „ekki heyrist lengur þær raddir" lítur hún á staðfestingu um almenna ánægju en spyr ekki hvort það stafi af þöggun. Frjálst flæði fjármagns er baráttumál auðræðisins sem ræður fjölmiðlum í landinu. Þöggunin um hlut EES-samningsins í hruni efnahagskerfisins er gott dæmi um þá skoðanakúgun sem ástunduð er af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum. Rósa lætur sig ekki muna um að taka forræði yfir því sem „ljóst er" þegar hún segir: „Ljóst er að töluvert hefur áunnist í jafnréttismálum þau rúmu 30 ár sem liðin eru frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur". Ég veit ekki á hvern hátt þessi setning varpar einhverju ljósi á kynjaða orðræðu forsetans. Í þessari setningu speglast þó sú snobbaða sýn að ef einhverjar konur komist á toppinn þá hlýtur öllum konum að líða betur jafnvel þótt dritað sé yfir þær á vinnustöðum, lífsviðurværi þeirra og frelsi ógnað með láglaunastefnu kvennastétta og að þeim sé almennt haldið í skefjum í þjóðmálaumræðunni. Vissulega óska ég eftir því að fá sterka konu í forsetaembættið. Ég vil sjá konu í embættinu sem af heilindum berst fyrir mannréttindum, kvenfrelsi og lýðræði. Ég vil ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Tengdar fréttir Orð forsetans um "skrautdúkku“ Ólafur Ragnar Grímsson steig fram á svið kosningabaráttunnar nýlega með orðræðu sem um margt minnir á vorið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var í framboði til embættis forseta Íslands. 26. maí 2012 06:00 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um „skrautdúkku". Grein Rósu Erlingsdóttur er uppfull af fordómum og niðurlæging fyrir kynjaða orðræðugreiningu ef það er sú staða sem á að gefa þessari grein. Ég vil fyrst nefna að þótt að orðið skrautdúkka sé stelpulegt orð þá geta karlar verið skrautdúkkur ekki síður en konur. Vissulega geta hugtök verið karllæg eða kvenlæg en það þýðir ekki að merkingin verði eingöngu yfirfærð á annað kynið. Orðið klappstýra er líka kvenlægt hugtak sem hefur verið notað í gildishlöðnum tilgangi um forsetaframbjóðanda en Rósa sér ekki ástæðu til þess að rýna í áhrif þess. Lítið fer fyrir eiginlegri orðræðugreiningu í greininni og ekki sýnt fram á réttmæti ályktana sem í henni eru dregnar með rökum eða gögnum. Fullyrðingin „Hér dylst engum að átt er við Þóru Arnórsdóttur sem samkvæmt skoðanakönnunum er helsti áskorandi Ólafs Ragnars" virðist vera helsta niðurstaða greinarinnar. Orðalag af þessu tagi þykir almennt ekki vera til sóma í fræðaheiminum en hvað það er sem engum dylst er að öllum jöfnu ekki aðgengilegt fræðimönnum. Rósa leitar í búðir Styrmis Gunnarssonar þegar hún velur að draga upp mynd af þjóðinni sem er stjórnmálamönnum og fjölmiðlum hugleikinn. En það er þjóð sem klofin er í herðar niður. Þessi lýsing á íslensku þjóðinni tilheyrir orðræðu auðræðis og valdhafa sem fara fram með tvíhyggjuna að vopni þegar mikið liggur á að hræða þjóðina til fylgis við málefni. Blæbrigðum mannlegs skilnings er fórnað á altari einhæfninnar. Vissulega eru til málefni sem hafa valdið deilum og ófriði en yfirleitt er þetta ekki svart/hvítt heldur hafa málefnin á sér margar hliðar s.s. félagslegar, lögfræðilegar, efnahagslegar og síðast en ekki síst margþætta hagsmuni. Ófriðurinn stafar þó fyrst og fremst af því að sífellt er gengið á rétt þjóðar og einstaklinga fyrir sérhagsmuni valdhafa og auðræðis. Rósa segir um Vigdísi Finnbogadóttur og EES-samninginn: „Í dag nýtur samningurinn og nauðsyn aðildar Íslands að EES almenns samþykkis. Ekki heyrast lengur þær raddir að Vigdís hafi gert mistök með undirritun sinni". Umræða um embættisafglöp Vigdísar Finnbogadóttur er tabú á Íslandi. Vigdís fylgdi valdhöfum af þægð og sneri baki við þjóðinni en Rósa víkur að þessu þegar hún segir: „hart var tekist á um samþykki EES samningsins árið 1993. Þá var þrýstingur gríðarlegur á Vigdísi Finnbogadóttur að skrifa ekki undir lög um samninginn sem heimilaði afsal á fullveldi þjóðarinnar". EES-samningurinn er frumforsenda hrunsins og það voru að mínu mati alvarleg stjórnarfarsmistök að bera samninginn ekki undir þjóðina. Í ofangreindum málflutningi Rósu má einnig lesa að friður geti skapast um það að stjórnvöld fari fram með ofbeldi gagnvart þjóðinni. Það að „ekki heyrist lengur þær raddir" lítur hún á staðfestingu um almenna ánægju en spyr ekki hvort það stafi af þöggun. Frjálst flæði fjármagns er baráttumál auðræðisins sem ræður fjölmiðlum í landinu. Þöggunin um hlut EES-samningsins í hruni efnahagskerfisins er gott dæmi um þá skoðanakúgun sem ástunduð er af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum. Rósa lætur sig ekki muna um að taka forræði yfir því sem „ljóst er" þegar hún segir: „Ljóst er að töluvert hefur áunnist í jafnréttismálum þau rúmu 30 ár sem liðin eru frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur". Ég veit ekki á hvern hátt þessi setning varpar einhverju ljósi á kynjaða orðræðu forsetans. Í þessari setningu speglast þó sú snobbaða sýn að ef einhverjar konur komist á toppinn þá hlýtur öllum konum að líða betur jafnvel þótt dritað sé yfir þær á vinnustöðum, lífsviðurværi þeirra og frelsi ógnað með láglaunastefnu kvennastétta og að þeim sé almennt haldið í skefjum í þjóðmálaumræðunni. Vissulega óska ég eftir því að fá sterka konu í forsetaembættið. Ég vil sjá konu í embættinu sem af heilindum berst fyrir mannréttindum, kvenfrelsi og lýðræði. Ég vil ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna.
Orð forsetans um "skrautdúkku“ Ólafur Ragnar Grímsson steig fram á svið kosningabaráttunnar nýlega með orðræðu sem um margt minnir á vorið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var í framboði til embættis forseta Íslands. 26. maí 2012 06:00
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun