Hvers vegna að vanda sig þegar hægt er að gera hlutina illa? Orri Vésteinsson skrifar 1. júní 2012 06:00 Allsherjar- og menntamálanefnd hefur afgreitt til annarrar umræðu með einróma nefndaráliti frumvarp til laga um menningarminjar. Þetta er eitt af þessum litlu málum sem komast ekki í fréttir og fáir láta sig varða, eitt af tugum frumvarpa sem verða afgreidd með hraði og án mikillar, ef nokkurrar, umræðu á síðustu dögum þingsins. Slíkt vinnulag ætti ekki að þurfa að vera vandamál því flest mál sem liggja fyrir Alþingi eru ekki þannig vaxin að þau varði andstæða hagsmuni eða hugmyndafræði. Mál eins og þetta snúast fremur um einstaka hluta af gangverki samfélagsins þar sem einu hagsmunirnir eru fyrst og fremst að gangverkið virki, gangi eins smurt og kostur er. Um slík mál á að vera hægt að ná sátt. Það er ekki bara einhver væmni að biðja um það því sáttin er forsenda virkninnar. Án hennar hætta hlutirnir að virka eins og þeir eiga að gera. Þess vegna skyldi maður ætla að það væri ástæðulaust að taka neina áhættu með þetta nema brýna nauðsyn bæri til. En saga frumvarpsins um menningarminjar, sannarlega eins af minnstu og saklausustu kimum gangverksins, sýnir að hvorki sátt né skilvirkni eru efst í huga þeirra sem um það véla. Frumvarpið, sem varð til í launhelgum menntamálaráðuneytisins án þess að við sem vinnum með íslenskar menningarminjar hefðum af því mikinn pata, var fyrst lagt fram á síðasta þingi. Fjölmargir aðilar sendu inn á annað hundrað athugasemdir, mjög margar um sömu atriðin með tillögur í sama dúr. Frumvarpið dagaði uppi í menntamálanefnd en var lagt fram aftur á yfirstandandi þingi efnislega óbreytt. Það kom okkur sem höfðum sent inn athugasemdir á óvart að ráðherra skyldi ekki nýta sér að neinu leyti þær fjölmörgu athugasemdir sem bárust, sérstaklega af því að þær vörðuðu flestar tæknileg og fagleg mál fremur en stefnu eða stjórnskipulag. Við ákváðum því að breyta um aðferð og úr varð sameiginleg umsögn beggja fagfélaga fornleifafræðinga, Fornleifaverndar ríkisins, Húsafriðunarnefndar, íslensku ICOMOS nefndarinnar og námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Þessi félög og stofnanir, sem endurspegla svo gott sem alla sem vinna að þessum málaflokki á Íslandi, komust að sameiginlegri niðurstöðu um tillögur að víðtækum breytingum á frumvarpinu. 16 aðrar umsagnir bárust með athugasemdum sem, eins og í fyrra skiptið, hníga að stórum hluta að sömu atriðum með áþekkum tillögum til úrbóta. Það er skemmst frá því að segja að allsherjar- og menntamálanefnd tók ekki mark á einni einustu athugasemd. Í tillögu nefndarinnar eru aðeins orðalagsbreytingar sem litlu muna. Ég átti ekki von á að allar okkar góðu hugmyndir hlytu hljómgrunn, en ég hafði hins vegar ekki hugmyndaflug til sjá fyrir hvernig væri hægt að hunsa fullkomlega og algerlega allt sem allt fagfólk á þessu sviði hafði um málið að segja, alla þeirra reynslu og þekkingu og allar þeirra góðu ábendingar og hugmyndir. Ég skil það ekki enn og ég skil ekki heldur tilganginn, því þetta er sama fólkið og á að starfa eftir þessum lögum og vinna málefninu brautargengi. Hvaða tilgangi það þjónar að sýna því slíka fyrirlitningu, ofan á að ætla að samþykkja meingallað frumvarp sem getur ekki leitt til annars en vandræða og úlfúðar, er ofar mínum skilningi. Þetta er hins vegar auðvelt að laga. Í þessu máli er lítill efnislegur ágreiningur og ekkert sem ekki er hægt að ná samstöðu um ef fólk nennir að tala saman. Ég hvet Alþingi til að vísa frumvarpi til laga um menningarminjar aftur til nefndar og nefndina til að reyna í alvöru að búa til lagatexta sem hægt verður að vinna eftir og eflir þennan málaflokk fremur en að draga úr honum mátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd hefur afgreitt til annarrar umræðu með einróma nefndaráliti frumvarp til laga um menningarminjar. Þetta er eitt af þessum litlu málum sem komast ekki í fréttir og fáir láta sig varða, eitt af tugum frumvarpa sem verða afgreidd með hraði og án mikillar, ef nokkurrar, umræðu á síðustu dögum þingsins. Slíkt vinnulag ætti ekki að þurfa að vera vandamál því flest mál sem liggja fyrir Alþingi eru ekki þannig vaxin að þau varði andstæða hagsmuni eða hugmyndafræði. Mál eins og þetta snúast fremur um einstaka hluta af gangverki samfélagsins þar sem einu hagsmunirnir eru fyrst og fremst að gangverkið virki, gangi eins smurt og kostur er. Um slík mál á að vera hægt að ná sátt. Það er ekki bara einhver væmni að biðja um það því sáttin er forsenda virkninnar. Án hennar hætta hlutirnir að virka eins og þeir eiga að gera. Þess vegna skyldi maður ætla að það væri ástæðulaust að taka neina áhættu með þetta nema brýna nauðsyn bæri til. En saga frumvarpsins um menningarminjar, sannarlega eins af minnstu og saklausustu kimum gangverksins, sýnir að hvorki sátt né skilvirkni eru efst í huga þeirra sem um það véla. Frumvarpið, sem varð til í launhelgum menntamálaráðuneytisins án þess að við sem vinnum með íslenskar menningarminjar hefðum af því mikinn pata, var fyrst lagt fram á síðasta þingi. Fjölmargir aðilar sendu inn á annað hundrað athugasemdir, mjög margar um sömu atriðin með tillögur í sama dúr. Frumvarpið dagaði uppi í menntamálanefnd en var lagt fram aftur á yfirstandandi þingi efnislega óbreytt. Það kom okkur sem höfðum sent inn athugasemdir á óvart að ráðherra skyldi ekki nýta sér að neinu leyti þær fjölmörgu athugasemdir sem bárust, sérstaklega af því að þær vörðuðu flestar tæknileg og fagleg mál fremur en stefnu eða stjórnskipulag. Við ákváðum því að breyta um aðferð og úr varð sameiginleg umsögn beggja fagfélaga fornleifafræðinga, Fornleifaverndar ríkisins, Húsafriðunarnefndar, íslensku ICOMOS nefndarinnar og námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Þessi félög og stofnanir, sem endurspegla svo gott sem alla sem vinna að þessum málaflokki á Íslandi, komust að sameiginlegri niðurstöðu um tillögur að víðtækum breytingum á frumvarpinu. 16 aðrar umsagnir bárust með athugasemdum sem, eins og í fyrra skiptið, hníga að stórum hluta að sömu atriðum með áþekkum tillögum til úrbóta. Það er skemmst frá því að segja að allsherjar- og menntamálanefnd tók ekki mark á einni einustu athugasemd. Í tillögu nefndarinnar eru aðeins orðalagsbreytingar sem litlu muna. Ég átti ekki von á að allar okkar góðu hugmyndir hlytu hljómgrunn, en ég hafði hins vegar ekki hugmyndaflug til sjá fyrir hvernig væri hægt að hunsa fullkomlega og algerlega allt sem allt fagfólk á þessu sviði hafði um málið að segja, alla þeirra reynslu og þekkingu og allar þeirra góðu ábendingar og hugmyndir. Ég skil það ekki enn og ég skil ekki heldur tilganginn, því þetta er sama fólkið og á að starfa eftir þessum lögum og vinna málefninu brautargengi. Hvaða tilgangi það þjónar að sýna því slíka fyrirlitningu, ofan á að ætla að samþykkja meingallað frumvarp sem getur ekki leitt til annars en vandræða og úlfúðar, er ofar mínum skilningi. Þetta er hins vegar auðvelt að laga. Í þessu máli er lítill efnislegur ágreiningur og ekkert sem ekki er hægt að ná samstöðu um ef fólk nennir að tala saman. Ég hvet Alþingi til að vísa frumvarpi til laga um menningarminjar aftur til nefndar og nefndina til að reyna í alvöru að búa til lagatexta sem hægt verður að vinna eftir og eflir þennan málaflokk fremur en að draga úr honum mátt.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun