

Hnípin þjóð í vanda
Aðeins ein leið virðist fær til að draga raunverulega úr atvinnuleysi, þ.e. að skapa ný störf sem auka útflutningstekjur eða draga úr innflutningi. Innlendar millifærslur þjónustu eru fullreyndar.
Ágreiningur er um hvernig leysa eigi vandann varðandi milljarðana sem leita úr landi. Gjaldeyrishöft fresta vandanum en leysa hann ekki. Einhverjir vilja afnema þau og taka tilheyrandi dýfu. Aðrir vilja semja um lausn vandans við Evrópusambandið, það gæti reynst þjóðinni dýrkeypt. Til eru þeir sem telja farsælast að borga skuldir með því að afla meira en við eyðum á næstu áratugum og greiða skuldina með mismuninum.
Mikil og að hluta illa rökstudd umræða stendur yfir um nýtingu lands Grímsstaða á Fjöllum. Augljóst virðist að nýting landsins með þátttöku Kínverja, sem fæli í sér umfangsmikla uppbyggingu og aukin umsvif í ferðaþjónustu með tilheyrandi atvinnusköpun, fellur vel að þeim markmiðum sem hér að ofan eru talin þjóðarnauðsyn. Það virðist tilefni til að skoða málið frekar.
Yfirráð lands Grímsstaða á FjöllumEr veruleg áhætta fólgin í því að Kínverjar nái yfirráðum yfir stóru landssvæði á hálendinu, jafnvel þótt um langtímaleigu, en ekki eignarhald, sé að ræða?
Yfirráðaréttur yfir landi á að vera takmarkaður, landið á að nýtast þjóðfélagsþegnum þess á komandi öldum, því er í gildi fjölþætt löggjöf sem ætlað er að tryggja sjálfbæra nýtingu landsins í þágu þjóðarinnar. Ef löggjöfin nær ekki þessu markmiði er áhætta samfara einkayfirráðum yfir landi ekki bundin við yfirráð erlendra aðila, jafnvel Íslendingar gætu misnotað stöðu sína.
Sú spurning hefur vaknað hvort Grímsstaðaverkefnið sé aðeins eitt skref erlends viðskiptajöfurs til að auðvelda aðgengi að öðrum og stærri viðskiptatækifærum, s.s. olíuleit og -vinnslu á Drekasvæðinu eða viðskiptum tengdum flutningum á Norður-Íshafinu. Þjóðin verður að treysta því að við munum sem fyrr ráða för innan okkar lögsögu. Líta ætti á það sem fagnaðarefni að aðilar sem starfa utan íslenskrar lögsögu séu tilbúnir að lúta henni, hafa hér bækistöðvar og beina hingað fjármunum.
Atvinnuuppbygging á landsbyggðinniAtvinnuleysi á Íslandi í dag er í kringum 7%. Hér vantar því nokkur þúsund störf til að atvinnuástand sé viðunandi. Í ljósi reynslunnar má hugleiða hvort Íslendingar munu fást til að vinna þau störf sem kunna að skapast á Grímsstöðum, bæði á uppbyggingartímanum og við áformaða ferðaþjónustustarfsemi. Eitthvað virðist athugavert við íslenskan vinnumarkað og vinnusiðferði, geti fólk hafnað störfum en þegið bætur. Því miður hafa lykilatvinnugreinar, s.s. fiskvinnsla og ferðaþjónusta, þó um árabil þurft að reiða sig á erlenda starfskrafta. Víða á landsbyggðinni hefur fólk af erlendum uppruna fest rætur og er nú þátttakendur í íslensku samfélagi. Hafa skyldi í huga að hvort sem starfsmenn á Grímsstöðum yrðu af íslenskum eða erlendum uppruna verður að treysta íslenskri vinnulöggjöf til að tryggja að kaup og kjör við störf hérlendis séu boðleg.
Ferðaþjónusta framtíðarinnarFerðaþjónusta á landsbyggðinni býr við mikla árstíðasveiflu eftirspurnar. Heilsársrekstur virðist forsenda arðsemi vandaðra fjárfestinga í ferðaiðnaði, en jafnframt grunnur að varanlegri atvinnusköpun og þar með búsetu. Uppbyggingin á Grímsstöðum, ef af verður, er stærsta tilraun á þessu sviði sem gerð hefur verið hérlendis. Sú tilraun er afar áhugaverð, en verður á næstu árum tæplega gerð með íslensku fjármagni.
Nefnt hefur verið að uppbygging á svo afskekktu svæði virðist óraunhæf. Benda má á að hótel (greiðasala) hefur verið rekið á Grímsstöðum um aldir enda staðurinn á krossgötum. Þaðan liggja leiðir til Mývatns, til Axarfjarðar, til Vopnafjarðar, til Austurlands og til Herðubreiðar, Öskju og fleiri staða á hálendinu. Allt perlur íslenskrar náttúru. Ólíkt því sem margir telja eru Grímsstaðir nokkuð veðursæll staður. Sauðfjárbúskapur liðinna alda er til vitnis um það, sem og veðurskýrslur.
Næstu skrefNú vinna forsvarsmenn sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði að frekari undirbúningi og útfærslu uppbyggingar umfangsmikillar ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, í samvinnu við kínverska fjárfestinn Huang Nubo. Sitt sýnist hverjum um ágæti verkefnisins. Mörgum spurningum um útfærslu og hugmyndir virðist ósvarað, þar á meðal um búsetu starfsfólks. Föst búseta með tilheyrandi þjónustu virðist þó almennt forsenda slíkrar landnýtingar. Ætla má að vönduð upplýsingamiðlun milli aðila og opin umræða, ekki síst við heimamenn, skipti sköpum um næstu skref. Hér þarf því að vanda til verka og ekki missa sjónir á því hvernig slíkt verkefni geti orðið að sem mestu gagni fyrir þjóðarhag. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Skoðun

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar