Ari Trausti segist vilja vera ópólitískur forseti 12. júní 2012 06:00 Ari Trausti Guðmundsson Forsetaframbjóðendur heimsækja vinnustaði mikið um þessar mundir. Ari Trausti heimsótti Marel á dögunum og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi heimsótti nýverið Marel og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti er töluvert heimavanur í fyrirtækinu, vann í vetur myndskeið um það í tengslum við þáttaröðina Nýsköpun í iðnaði. Ari Trausti lagði þunga áherslu á hlutleysi í heimsókninni. Hann sagði mikilvægt að forseti tæki ekki afstöðu með eða á móti helstu þjóðmálum hverju sinni. „Mér dytti aldrei í hug að segja svona setningu eins og ég heyrði um daginn: Það þarf að vera samhljómur á milli utanríkisstefnu forsetans og utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Svona talar ekki forseti Íslands, þetta er ekki hans hlutverk," sagði Ari Trausti, í yfirfullum matsal Marel, en um þrjú hundruð manns hlustuðu á frambjóðandann. Ari Trausti ræddi einnig hvernig honum fyndist að forsetinn ætti að láta sig mál líðandi stundar varða. „Forsetinn tekur þátt í samfélagsumræðunni af miklum krafti, en hann er ekki maðurinn sem segir já eða nei. Hann er maðurinn sem segir þetta eru rök með, þetta eru rök á móti. Við getum sagt að hann sé eins konar umræðustjóri sem lyftir samræðu í landinu, og þar með óbeint pólitískri þróun, upp á skynsamlegra plan en verið hefur." Hjá Marel sagði Ari Trausti mikilvægt að forseti héldi trausti almennings. „Þessi þjóðkjörni trúnaðarmaður verður að halda trausti þeirra sem kusu hann og vinna traust þeirra sem ekki kusu hann." Ari Trausti sagði leiðina að trausti þjóðarinnar skýra. „Þetta þýðir að forsetinn verður í fyrsta lagi að fylgja stjórnarskránni án þess að vera að leita að smugum á henni, til þess að komast hjá ákvæðum hennar eða túlka þau á sinn máta. Og ástæðan er einföld, ef hann gerði það, væri hann orðinn að eins manns pólitískum flokki. Ég hef ekki mótað mér stefnu í öllum þjóðmálum, af því að ég tel það vera hlutverk pólitísku flokkanna." Ari Trausti sagðist þó ekki efast um málskotsréttinn. „Ég get alveg lofað ykkur því að hann er virkur og forseti Íslands beitir honum sé þess þörf, ef þið hafið áhyggjur af því að sá sem hér stendur myndi ekki þora það." [email protected] Fréttir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi heimsótti nýverið Marel og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti er töluvert heimavanur í fyrirtækinu, vann í vetur myndskeið um það í tengslum við þáttaröðina Nýsköpun í iðnaði. Ari Trausti lagði þunga áherslu á hlutleysi í heimsókninni. Hann sagði mikilvægt að forseti tæki ekki afstöðu með eða á móti helstu þjóðmálum hverju sinni. „Mér dytti aldrei í hug að segja svona setningu eins og ég heyrði um daginn: Það þarf að vera samhljómur á milli utanríkisstefnu forsetans og utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Svona talar ekki forseti Íslands, þetta er ekki hans hlutverk," sagði Ari Trausti, í yfirfullum matsal Marel, en um þrjú hundruð manns hlustuðu á frambjóðandann. Ari Trausti ræddi einnig hvernig honum fyndist að forsetinn ætti að láta sig mál líðandi stundar varða. „Forsetinn tekur þátt í samfélagsumræðunni af miklum krafti, en hann er ekki maðurinn sem segir já eða nei. Hann er maðurinn sem segir þetta eru rök með, þetta eru rök á móti. Við getum sagt að hann sé eins konar umræðustjóri sem lyftir samræðu í landinu, og þar með óbeint pólitískri þróun, upp á skynsamlegra plan en verið hefur." Hjá Marel sagði Ari Trausti mikilvægt að forseti héldi trausti almennings. „Þessi þjóðkjörni trúnaðarmaður verður að halda trausti þeirra sem kusu hann og vinna traust þeirra sem ekki kusu hann." Ari Trausti sagði leiðina að trausti þjóðarinnar skýra. „Þetta þýðir að forsetinn verður í fyrsta lagi að fylgja stjórnarskránni án þess að vera að leita að smugum á henni, til þess að komast hjá ákvæðum hennar eða túlka þau á sinn máta. Og ástæðan er einföld, ef hann gerði það, væri hann orðinn að eins manns pólitískum flokki. Ég hef ekki mótað mér stefnu í öllum þjóðmálum, af því að ég tel það vera hlutverk pólitísku flokkanna." Ari Trausti sagðist þó ekki efast um málskotsréttinn. „Ég get alveg lofað ykkur því að hann er virkur og forseti Íslands beitir honum sé þess þörf, ef þið hafið áhyggjur af því að sá sem hér stendur myndi ekki þora það." [email protected]
Fréttir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira