Jarðgöng: Fjarðarheiðin bíður enn Þorvaldur Jóhannsson skrifar 12. júní 2012 06:00 Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975. Þegar þetta er sett á blað er Fjarðarheiðin þungfær en Norræna kemur nú vikulega allt árið um kring. Vöruflutningar eru ört vaxandi þjónustuþáttur. Fjarðarheiði og Seyðisfjarðarhöfn færa Íslandi tugi þúsunda ferðamanna árlega sem flestir hafa lengri viðdvöl í landinu okkar en aðrir ferðamenn þar sem þeir m.a. fara akandi hringveginn um landið. Höfnin er einnig öflug móttökuhöfn skemmtiferðaskipa sem nú fjölga ört komum sínum og stefnir í metfjölda á komandi sumri. Mjög góð hafnaraðstaða í landi er nú þegar til staðar til móttöku skemmtiferðaskipa. Miðað við árlega umferð ferðamanna inn og út úr landinu um höfnina á Seyðisfirði lætur nærri að sá fjöldi fylli eina Boeing-flugþotu hvern virkan dag allt árið um kring. Þegar siglingar hófust með gamla Smyrli til Seyðisfjarðar sumarið 1975 var eðlilega mikið rætt um nauðsyn á bættum samgöngum/jarðgöngum til Héraðs/Egilsstaða. Um það var sérstaklega rætt við íslensk samgönguyfirvöld á þeim tíma. Bjartsýni ríkti og gælt var við að eftir 10–15 ár gætu þau komið til. Jarðgöng til Norðfjarðar um Oddskarð voru þá í undirbúningi og lauk þeim framkvæmdum 1977. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Seyðfirðinga og stuðningsmanna í gegnum árin um nauðsyn þess að hefjast handa hafa þær óskir ætíð verið settar til hliðar og m.a. vikið fyrir öðrum. Mál er að linni. Fjarðarheiðargöng fyrir ÞjóðinaEr ekki röðin nú komin að Fjarðarheiðargöngum fyrir þjóðina? Jú, rétt er það þau kosta mikla fjármuni, eins og aðrar jarðgangaframkvæmdir sem þegar eru að baki og framundan eru. Sagt er að árlegar tekjur ríkisins af umferð séu nú áætlaðar um 57 milljarðar, en einungis um ca 17 milljarðar (tæpl. 1/3) skilar sér til framkvæmda við vegi og það sem þeim tilheyrir. Fjármunir eru því til, með sinn afmarkaða tekjustofn, en þeir eru notaðir í annað og það er kolröng og ámælisverð stjórnsýsla. Á meðan Seyðisfjörður bíður endalaust er staða byggðarlaga sem áður voru endastöðvar í vegakerfinu og í svipaðri stöðu og Seyðisfjörður nú þannig: 1. Siglufjörður, minn ágæti fæðingarbær, kominn með tvenn jarðgöng, 2. Ólafsfjörður með tvenn jarðgöng, 3. Ísafjörður með tvenn/þrenn jarðgöng og 4. Norðfjörður með ein jarðgöng og önnur fastlega á leiðinni. Þessar framkvæmdir allar hafa nú þegar sannað sinn tilverurétt. Því finnst mér nú tími til kominn að á það verði látið reyna að Seyðfirðingar og Fjarðarheiðin kalli nú á ákveðinn stuðning nágranna sinna (sakna hans), Vestfirðinga (Heiðursmannasamkomulagið frá 1986) og allra annarra Íslendinga sem vilja að sem blómlegust byggð haldist á landsbyggðinni m.a í vinalegum bæ á Austurlandi, Seyðisfirði, sem á í vök að verjast um þessar mundir, en hefur hljóðlega staðið vaktina fyrir þjóðina í áratugi í nánu samstarfi við vini okkar í Færeyjum og á Norðurlöndunum. Heimildir: 1. Skýrsla nefndar um Jarðgangaáætlun Reykjavík 1987 2 Þingsályktun um vegaáætlun 1991-1994. Samþykkt 18. mars 1991. 3. Tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð. 113 löggjafarþing 1990-1991. 4 Jarðgöng á Austurlandi. Byggðastofnun 1993. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975. Þegar þetta er sett á blað er Fjarðarheiðin þungfær en Norræna kemur nú vikulega allt árið um kring. Vöruflutningar eru ört vaxandi þjónustuþáttur. Fjarðarheiði og Seyðisfjarðarhöfn færa Íslandi tugi þúsunda ferðamanna árlega sem flestir hafa lengri viðdvöl í landinu okkar en aðrir ferðamenn þar sem þeir m.a. fara akandi hringveginn um landið. Höfnin er einnig öflug móttökuhöfn skemmtiferðaskipa sem nú fjölga ört komum sínum og stefnir í metfjölda á komandi sumri. Mjög góð hafnaraðstaða í landi er nú þegar til staðar til móttöku skemmtiferðaskipa. Miðað við árlega umferð ferðamanna inn og út úr landinu um höfnina á Seyðisfirði lætur nærri að sá fjöldi fylli eina Boeing-flugþotu hvern virkan dag allt árið um kring. Þegar siglingar hófust með gamla Smyrli til Seyðisfjarðar sumarið 1975 var eðlilega mikið rætt um nauðsyn á bættum samgöngum/jarðgöngum til Héraðs/Egilsstaða. Um það var sérstaklega rætt við íslensk samgönguyfirvöld á þeim tíma. Bjartsýni ríkti og gælt var við að eftir 10–15 ár gætu þau komið til. Jarðgöng til Norðfjarðar um Oddskarð voru þá í undirbúningi og lauk þeim framkvæmdum 1977. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Seyðfirðinga og stuðningsmanna í gegnum árin um nauðsyn þess að hefjast handa hafa þær óskir ætíð verið settar til hliðar og m.a. vikið fyrir öðrum. Mál er að linni. Fjarðarheiðargöng fyrir ÞjóðinaEr ekki röðin nú komin að Fjarðarheiðargöngum fyrir þjóðina? Jú, rétt er það þau kosta mikla fjármuni, eins og aðrar jarðgangaframkvæmdir sem þegar eru að baki og framundan eru. Sagt er að árlegar tekjur ríkisins af umferð séu nú áætlaðar um 57 milljarðar, en einungis um ca 17 milljarðar (tæpl. 1/3) skilar sér til framkvæmda við vegi og það sem þeim tilheyrir. Fjármunir eru því til, með sinn afmarkaða tekjustofn, en þeir eru notaðir í annað og það er kolröng og ámælisverð stjórnsýsla. Á meðan Seyðisfjörður bíður endalaust er staða byggðarlaga sem áður voru endastöðvar í vegakerfinu og í svipaðri stöðu og Seyðisfjörður nú þannig: 1. Siglufjörður, minn ágæti fæðingarbær, kominn með tvenn jarðgöng, 2. Ólafsfjörður með tvenn jarðgöng, 3. Ísafjörður með tvenn/þrenn jarðgöng og 4. Norðfjörður með ein jarðgöng og önnur fastlega á leiðinni. Þessar framkvæmdir allar hafa nú þegar sannað sinn tilverurétt. Því finnst mér nú tími til kominn að á það verði látið reyna að Seyðfirðingar og Fjarðarheiðin kalli nú á ákveðinn stuðning nágranna sinna (sakna hans), Vestfirðinga (Heiðursmannasamkomulagið frá 1986) og allra annarra Íslendinga sem vilja að sem blómlegust byggð haldist á landsbyggðinni m.a í vinalegum bæ á Austurlandi, Seyðisfirði, sem á í vök að verjast um þessar mundir, en hefur hljóðlega staðið vaktina fyrir þjóðina í áratugi í nánu samstarfi við vini okkar í Færeyjum og á Norðurlöndunum. Heimildir: 1. Skýrsla nefndar um Jarðgangaáætlun Reykjavík 1987 2 Þingsályktun um vegaáætlun 1991-1994. Samþykkt 18. mars 1991. 3. Tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð. 113 löggjafarþing 1990-1991. 4 Jarðgöng á Austurlandi. Byggðastofnun 1993.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun