Ég kæri mig ekki um þennan stimpil! Dagmar Ýr Stefánsdóttir skrifar 26. júní 2012 06:00 Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. Ég stend utan flokka í íslenskri pólitík þrátt fyrir að ég sé mjög pólitískt þenkjandi og hafi ákveðnar skoðanir. Ég er frekar ung að árum og hef þrisvar kosið til Alþingis en aldrei sama flokkinn og reikna allt eins með að kjósa þann fjórða í næstu kosningum. Því langar mig að biðja fólk að sýna mér og öðru stuðningsfólki Þóru þá virðingu að ákveða ekki að fyrst við styðjum Þóru til forseta þá séum við þar með Samfylkingarfólk. Þóra á vafalaust sína stuðningsmenn úr þeim flokki – en líka úr öllum hinum, að ótöldum þeim fjölmörgu sem skipa sér ekki á bekki með ákveðnum stjórnmálaflokkum. Ég kýs Þóru af allt öðrum ástæðum en þeirri hvar hún stendur eða stendur ekki í pólitík. Ein af ástæðum þess að ég kýs hana er einmitt sú að hún vill ekki vera pólitískur forseti. Forsetinn á að vera forseti allrar þjóðarinnar en ekki ákveðinna hópa og því skipta persónulegar skoðanir hans í þeim málum litlu. Ekki rekur mig minni til þess að fólk hafi á sínum tíma velt sér upp úr því hvort Vigdís kysi Framsókn eða Alþýðubandalagið. Ég ætla að kjósa Þóru vegna þess að hún vill skapa sátt um forsetaembættið, forsetinn á ekki að vasast í hinu daglega amstri stjórnmálanna. Það merkir þó ekki að hann komi ekki nálægt þeim, en Þóra hefur einmitt gefið út að henni þyki mikilvægt að forsetinn sé í góðum tengslum við formenn allra stjórnmálaflokka, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða ekki, til að geta frekar unnið að því að skapa pólitíska sátt milli stríðandi afla. Enn fremur kýs ég Þóru af því að leiðarstef hennar í kosningabaráttunni hefur verið að sameina þjóðina en ekki sundra, hún er frábær fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir og sýnir til dæmis ungum konum að þrátt fyrir að eiga lítil börn er hægt að gera hvað sem er. Enn fremur er eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, frábær fyrirmynd fyrir unga menn og sýnir fram á að karlmenn geta verið heimavinnandi og hugsað um fjölskyldu sína án þess að glata á nokkurn hátt karlmennskunni. Mér þykir mikið í þessi ungu, glæsilegu hjón spunnið og ég vona svo sannarlega að þau komist alla leið á Bessastaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. Ég stend utan flokka í íslenskri pólitík þrátt fyrir að ég sé mjög pólitískt þenkjandi og hafi ákveðnar skoðanir. Ég er frekar ung að árum og hef þrisvar kosið til Alþingis en aldrei sama flokkinn og reikna allt eins með að kjósa þann fjórða í næstu kosningum. Því langar mig að biðja fólk að sýna mér og öðru stuðningsfólki Þóru þá virðingu að ákveða ekki að fyrst við styðjum Þóru til forseta þá séum við þar með Samfylkingarfólk. Þóra á vafalaust sína stuðningsmenn úr þeim flokki – en líka úr öllum hinum, að ótöldum þeim fjölmörgu sem skipa sér ekki á bekki með ákveðnum stjórnmálaflokkum. Ég kýs Þóru af allt öðrum ástæðum en þeirri hvar hún stendur eða stendur ekki í pólitík. Ein af ástæðum þess að ég kýs hana er einmitt sú að hún vill ekki vera pólitískur forseti. Forsetinn á að vera forseti allrar þjóðarinnar en ekki ákveðinna hópa og því skipta persónulegar skoðanir hans í þeim málum litlu. Ekki rekur mig minni til þess að fólk hafi á sínum tíma velt sér upp úr því hvort Vigdís kysi Framsókn eða Alþýðubandalagið. Ég ætla að kjósa Þóru vegna þess að hún vill skapa sátt um forsetaembættið, forsetinn á ekki að vasast í hinu daglega amstri stjórnmálanna. Það merkir þó ekki að hann komi ekki nálægt þeim, en Þóra hefur einmitt gefið út að henni þyki mikilvægt að forsetinn sé í góðum tengslum við formenn allra stjórnmálaflokka, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða ekki, til að geta frekar unnið að því að skapa pólitíska sátt milli stríðandi afla. Enn fremur kýs ég Þóru af því að leiðarstef hennar í kosningabaráttunni hefur verið að sameina þjóðina en ekki sundra, hún er frábær fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir og sýnir til dæmis ungum konum að þrátt fyrir að eiga lítil börn er hægt að gera hvað sem er. Enn fremur er eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, frábær fyrirmynd fyrir unga menn og sýnir fram á að karlmenn geta verið heimavinnandi og hugsað um fjölskyldu sína án þess að glata á nokkurn hátt karlmennskunni. Mér þykir mikið í þessi ungu, glæsilegu hjón spunnið og ég vona svo sannarlega að þau komist alla leið á Bessastaði.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun