Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 29. júní 2012 06:00 Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. Ég tel brýnna nú en nokkru sinni að leita álits þjóðarinnar á þeim grundvallaratriðum sem að er stefnt með breytingum á kvótakerfinu, nú þegar ríkisstjórnin hefur, eftir harðvítugt málþóf stjórnarandstöðunnar, neyðst til þess að fresta afgreiðslu frumvarps um. Samráð fámenns hóps þingmanna úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, Samfylkingu og VG, sem sett hefur verið til verka við endurskoðun frumvarpsins, er ekki nægjanleg trygging fyrir farsælum lyktum þessa umdeilda máls. Stjórnarsáttmálinn kveður á um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Í þeim anda er heitið breytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Því er heitið að með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskstofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, enda segir í 1. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þá er því einnig heitið að brugðist verði frekar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins. Frá því stjórnarsáttmálinn var gerður hafa tveir ráðherrar lagt fram frumvörp að breyttu fiskveiðistjórnarkerfi. Hafa þau mætt harðri mótspyrnu frá LÍÚ og málsvörum þeirra á Alþingi, og því hefur hvorugt frumvarpið verið útkljáð – annað var dregið til baka, og nú hefur hinu síðara verið frestað og það tekið til endurskoðunar. Hins vegar hafa skoðanakannanir sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. Íslenskur sjávarútvegur á að gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnu- og efnahagslífsins sem fram undan er. Mikilvægt er að skapa greininni góð rekstrarskilyrði og treysta rekstrargrundvöllinn til langs tíma. En það er ekki síður mikilvægt að samfélagsleg sátt náist um stjórn fiskveiða. Slík sátt getur aldrei náðst á grundvelli samkomulags fáeinna stjórnmálamanna við hagsmunaaðila í greininni. Öllum má ljóst vera að ekki verður undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni. Breytingarnar verða að vera í sátt við þjóðina, og því ekki nema sanngirniskrafa að hún fái að tjá hug sinn í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórnin ætti því að láta það verða sitt fyrsta verk að undirbúa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og láta orða þær spurningar sem æskilegt er að þjóðin svari, áður en málið verður leitt til endanlegra lykta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. Ég tel brýnna nú en nokkru sinni að leita álits þjóðarinnar á þeim grundvallaratriðum sem að er stefnt með breytingum á kvótakerfinu, nú þegar ríkisstjórnin hefur, eftir harðvítugt málþóf stjórnarandstöðunnar, neyðst til þess að fresta afgreiðslu frumvarps um. Samráð fámenns hóps þingmanna úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, Samfylkingu og VG, sem sett hefur verið til verka við endurskoðun frumvarpsins, er ekki nægjanleg trygging fyrir farsælum lyktum þessa umdeilda máls. Stjórnarsáttmálinn kveður á um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Í þeim anda er heitið breytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Því er heitið að með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskstofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, enda segir í 1. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þá er því einnig heitið að brugðist verði frekar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins. Frá því stjórnarsáttmálinn var gerður hafa tveir ráðherrar lagt fram frumvörp að breyttu fiskveiðistjórnarkerfi. Hafa þau mætt harðri mótspyrnu frá LÍÚ og málsvörum þeirra á Alþingi, og því hefur hvorugt frumvarpið verið útkljáð – annað var dregið til baka, og nú hefur hinu síðara verið frestað og það tekið til endurskoðunar. Hins vegar hafa skoðanakannanir sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. Íslenskur sjávarútvegur á að gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnu- og efnahagslífsins sem fram undan er. Mikilvægt er að skapa greininni góð rekstrarskilyrði og treysta rekstrargrundvöllinn til langs tíma. En það er ekki síður mikilvægt að samfélagsleg sátt náist um stjórn fiskveiða. Slík sátt getur aldrei náðst á grundvelli samkomulags fáeinna stjórnmálamanna við hagsmunaaðila í greininni. Öllum má ljóst vera að ekki verður undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni. Breytingarnar verða að vera í sátt við þjóðina, og því ekki nema sanngirniskrafa að hún fái að tjá hug sinn í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórnin ætti því að láta það verða sitt fyrsta verk að undirbúa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og láta orða þær spurningar sem æskilegt er að þjóðin svari, áður en málið verður leitt til endanlegra lykta.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun