SagaPro – Náttúrumeðal eða della Reynir Eyjólfsson skrifar 10. júlí 2012 06:00 Um mörg undanfarin ár hafa hérlendis verið á markaði SagaPro, s.k. fæðubótartöflur, sem sagðar eru innihalda 100 mg af jurtaefni úr völdu laufi ætihvannar. Á heimasíðu framleiðanda (www.sagamedica.is) er staðhæft að varan komi að gagni við tíðum þvaglátum. Einnig hafa birzt auglýsingar sama efnis í dagblöðum, sem einna helzt minna á staðhæfingar um lækningamátt snákaolíu í USA um aldamótin 1900. Töflurnar eru dýrar en lyfjatæknilega lélegar – sumar þeirra molna við það eitt að vera þrýst úr þynnupakkningunum. Í hittiðfyrra auglýsti framleiðandinn eftir sjálfboðaliðum til þátttöku í klínískri rannsókn á virkni SagaPro og niðurstöðurnar hafa nýlega verið birtar. Samkvæmt þeim var enginn tölfræðilega marktækur munur á áhrifum SagaPro og lyfleysu (placebo). Meginniðurstaðan var að SagaPro hefði ekki skaðleg áhrif. Um þetta verður ekkert fullyrt hér – aðeins skal bent á að Practical Guide to Natural Medicines (APhA, 1999, bls. 37) nefnir að fúrókúmarínarnir í ætihvönn geti orsakað krabbamein og/eða hættulegar frumubreytingar í tilraunadýrum. Mér er ljóst að umræða af þessu tagi er ekki vinsæl af framleiðendum svonefndra náttúrumeðala. Nærtækt dæmi er svokölluð kvöldvorrósarolía, sem á sínum tíma átti að vera allra meina bót en svo reyndist auðvitað ekki vera frekar en risaskammtar af C-vítamíni áttu að vera vörn gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Aðalforsvarsmaður þeirrar kenningar (Linus Pauling, nóbelsverðlaunahafi fyrir annað) dó samt einmitt úr þeim sjúkdómi. Ráðlegging mín til þeirra sem þjást af tíðum þvaglátum er þessi: Leitið læknis til að ganga úr skugga um hvað veldur. Ef um góðkynja stækkun blöðruhálskirtilsins er að ræða er völ á mörgum lyfjum, sem eru með vísindalega sannaða virkni. Að mínum dómi er SagaPro ekkert annað en fáránleg della. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Um mörg undanfarin ár hafa hérlendis verið á markaði SagaPro, s.k. fæðubótartöflur, sem sagðar eru innihalda 100 mg af jurtaefni úr völdu laufi ætihvannar. Á heimasíðu framleiðanda (www.sagamedica.is) er staðhæft að varan komi að gagni við tíðum þvaglátum. Einnig hafa birzt auglýsingar sama efnis í dagblöðum, sem einna helzt minna á staðhæfingar um lækningamátt snákaolíu í USA um aldamótin 1900. Töflurnar eru dýrar en lyfjatæknilega lélegar – sumar þeirra molna við það eitt að vera þrýst úr þynnupakkningunum. Í hittiðfyrra auglýsti framleiðandinn eftir sjálfboðaliðum til þátttöku í klínískri rannsókn á virkni SagaPro og niðurstöðurnar hafa nýlega verið birtar. Samkvæmt þeim var enginn tölfræðilega marktækur munur á áhrifum SagaPro og lyfleysu (placebo). Meginniðurstaðan var að SagaPro hefði ekki skaðleg áhrif. Um þetta verður ekkert fullyrt hér – aðeins skal bent á að Practical Guide to Natural Medicines (APhA, 1999, bls. 37) nefnir að fúrókúmarínarnir í ætihvönn geti orsakað krabbamein og/eða hættulegar frumubreytingar í tilraunadýrum. Mér er ljóst að umræða af þessu tagi er ekki vinsæl af framleiðendum svonefndra náttúrumeðala. Nærtækt dæmi er svokölluð kvöldvorrósarolía, sem á sínum tíma átti að vera allra meina bót en svo reyndist auðvitað ekki vera frekar en risaskammtar af C-vítamíni áttu að vera vörn gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Aðalforsvarsmaður þeirrar kenningar (Linus Pauling, nóbelsverðlaunahafi fyrir annað) dó samt einmitt úr þeim sjúkdómi. Ráðlegging mín til þeirra sem þjást af tíðum þvaglátum er þessi: Leitið læknis til að ganga úr skugga um hvað veldur. Ef um góðkynja stækkun blöðruhálskirtilsins er að ræða er völ á mörgum lyfjum, sem eru með vísindalega sannaða virkni. Að mínum dómi er SagaPro ekkert annað en fáránleg della.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun