Um neteinelti Haukur Arnþórsson skrifar 9. ágúst 2012 06:00 Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfsverkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with negative and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London. COST verkefniðVerkefnið fjallar um einelti við uppeldisaðstæður. Einelti á sér þó stað að einhverju leyti hjá öllum aldurshópum. En vissulega eru 11–16 ára börn og unglingar að læra samskipti og prófa hvað þau komast upp með og í þeirra hópi eru afleiðingarnar alvarlegastar. Það var flutningur stríðni frá skólalóðinni út á netið og á farsímana sem var upphaf þessara rannsókna. Netið er öflugur miðill og alvarleiki eineltis breytist mikið með notkun þess og það stendur þá líka yfir í frítíma, um helgar, jafnvel allan sólarhringinn og árásirnar geta tengst nafni þolandans alla ævi. Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins, en fjöldi sjálfsvíga ungra þolenda hefur vakið mikla athygli. Þótt þau megi rekja til eineltis eru þau jafnan skráð á aðrar orsakir. Fram hefur komið að þunglyndi er algeng afleiðing eineltis, en margir líkamlegir kvillar fylgja því líka, enda líðan á líkama og sál oft samtvinnuð. SkilgreiningarVinnuhópur 1 í COST verkefninu lagði á ráðstefnunni fram niðurstöður rannsókna sem m.a. koma fram í greininni Cyberbullying: Labels, behaviours and definition in three European countries sem birtist í Australian Journal of Guidance and Counselling, 20. árg. (2) á árinu 2010. Höfundar eru Nocentini, A. og fleiri. Fram kom að algengustu formin voru að senda meiðandi texta eða skriflegt einelti, meiðandi myndbirting eða myndbirting sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs, sem er sýnilegt einelti, að afla sér persónulegra upplýsinga um hinn einelta eða upplýsingar sem leynt eiga að fara eða að komast yfir netauðkenni hans, sem er innrás í persónulegt líf hans, og að fjarlægja hann úr nethópum, sem er útskúfun. Þetta eru ný eineltisform frá því sem viðgengist hefur á skólalóðinni, nema útskúfun. Við greiningu á neteinelti er miðað við að það hafi verið gert viljandi og sé meiðandi, að það sé endurtekið hvað eftir annað innan ákveðins tímaramma (t.d. viku), að valdaójafnvægi sé til staðar þannig að hinn einelti viti ekki hvernig hann eigi að verja sig og að nafnleysi og opinberri birtingu hafi verið beitt. Í rannsókn sem tók saman niðurstöður margra fræðigreina kom fram að meiðandi vilji væri nánast alltaf til staðar. Hins vegar eru endurteknar árásir sjaldgæfari eða í um 60% tilfella. Valdaójafnvægi var í tæplega 30% tilvika. Í sömu rannsókn kom fram að farsímar og snjallsímar væru mest notaðir til eineltis, en notkun hreyfimynda fer vaxandi. Birtingar á YouTube eru þannig mikið til umræðu í Bandaríkjunum, en þær þykja verulega meiðandi og eru stundum kynferðislegs eðlis. Aukin umræðaVaxandi meðvitund og rannsóknir hafa aukið skilning á málefninu. Athyglin beinist sífellt meira að gerandanum, en í upphafi beindist hún að þolandanum, að veikleikum hans og hvort hann hefði einkenni sem kölluðu á hjálp. Þessi umskipti eru afar mikilvæg, en til þessa hafa þolendur hrökklast úr skólum vegna eineltis, en reikna má með því að í framtíðinni verði gerendur látnir fara. Í Ástralíu eru í gildi lög sem banna einelti. Foreldrar koma með farsíma og tölvur til lögreglu sem sönnunargögn og kærur eru lagðar fram. En margir sálfræðingar eru andvígir því að unglingar komist á sakaskrá vegna neteineltis sem þeir telja að sé uppeldislegt verkefni foreldra og skóla. Þar í álfu er í gangi rannsókn sem á að skýra frekar mögulegt hlutverk lagasetningar í eineltismálum. NiðurlagCOST verkefnið hefur staðið yfir í tæp fjögur ár og er að nálgast endalok sín. Mikilli þekkingu hefur verið safnað saman á vegum þess og nú er verið að kynna hana og koma henni í búning fyrir almenning og fræðimenn. Evrópusambandið hefur sýnt þessum málum áhuga og stjórnvöld hér á landi takast á við þau á margan hátt. Mikilvægt er að hefja rannsóknir á neteinelti hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfsverkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with negative and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London. COST verkefniðVerkefnið fjallar um einelti við uppeldisaðstæður. Einelti á sér þó stað að einhverju leyti hjá öllum aldurshópum. En vissulega eru 11–16 ára börn og unglingar að læra samskipti og prófa hvað þau komast upp með og í þeirra hópi eru afleiðingarnar alvarlegastar. Það var flutningur stríðni frá skólalóðinni út á netið og á farsímana sem var upphaf þessara rannsókna. Netið er öflugur miðill og alvarleiki eineltis breytist mikið með notkun þess og það stendur þá líka yfir í frítíma, um helgar, jafnvel allan sólarhringinn og árásirnar geta tengst nafni þolandans alla ævi. Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins, en fjöldi sjálfsvíga ungra þolenda hefur vakið mikla athygli. Þótt þau megi rekja til eineltis eru þau jafnan skráð á aðrar orsakir. Fram hefur komið að þunglyndi er algeng afleiðing eineltis, en margir líkamlegir kvillar fylgja því líka, enda líðan á líkama og sál oft samtvinnuð. SkilgreiningarVinnuhópur 1 í COST verkefninu lagði á ráðstefnunni fram niðurstöður rannsókna sem m.a. koma fram í greininni Cyberbullying: Labels, behaviours and definition in three European countries sem birtist í Australian Journal of Guidance and Counselling, 20. árg. (2) á árinu 2010. Höfundar eru Nocentini, A. og fleiri. Fram kom að algengustu formin voru að senda meiðandi texta eða skriflegt einelti, meiðandi myndbirting eða myndbirting sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs, sem er sýnilegt einelti, að afla sér persónulegra upplýsinga um hinn einelta eða upplýsingar sem leynt eiga að fara eða að komast yfir netauðkenni hans, sem er innrás í persónulegt líf hans, og að fjarlægja hann úr nethópum, sem er útskúfun. Þetta eru ný eineltisform frá því sem viðgengist hefur á skólalóðinni, nema útskúfun. Við greiningu á neteinelti er miðað við að það hafi verið gert viljandi og sé meiðandi, að það sé endurtekið hvað eftir annað innan ákveðins tímaramma (t.d. viku), að valdaójafnvægi sé til staðar þannig að hinn einelti viti ekki hvernig hann eigi að verja sig og að nafnleysi og opinberri birtingu hafi verið beitt. Í rannsókn sem tók saman niðurstöður margra fræðigreina kom fram að meiðandi vilji væri nánast alltaf til staðar. Hins vegar eru endurteknar árásir sjaldgæfari eða í um 60% tilfella. Valdaójafnvægi var í tæplega 30% tilvika. Í sömu rannsókn kom fram að farsímar og snjallsímar væru mest notaðir til eineltis, en notkun hreyfimynda fer vaxandi. Birtingar á YouTube eru þannig mikið til umræðu í Bandaríkjunum, en þær þykja verulega meiðandi og eru stundum kynferðislegs eðlis. Aukin umræðaVaxandi meðvitund og rannsóknir hafa aukið skilning á málefninu. Athyglin beinist sífellt meira að gerandanum, en í upphafi beindist hún að þolandanum, að veikleikum hans og hvort hann hefði einkenni sem kölluðu á hjálp. Þessi umskipti eru afar mikilvæg, en til þessa hafa þolendur hrökklast úr skólum vegna eineltis, en reikna má með því að í framtíðinni verði gerendur látnir fara. Í Ástralíu eru í gildi lög sem banna einelti. Foreldrar koma með farsíma og tölvur til lögreglu sem sönnunargögn og kærur eru lagðar fram. En margir sálfræðingar eru andvígir því að unglingar komist á sakaskrá vegna neteineltis sem þeir telja að sé uppeldislegt verkefni foreldra og skóla. Þar í álfu er í gangi rannsókn sem á að skýra frekar mögulegt hlutverk lagasetningar í eineltismálum. NiðurlagCOST verkefnið hefur staðið yfir í tæp fjögur ár og er að nálgast endalok sín. Mikilli þekkingu hefur verið safnað saman á vegum þess og nú er verið að kynna hana og koma henni í búning fyrir almenning og fræðimenn. Evrópusambandið hefur sýnt þessum málum áhuga og stjórnvöld hér á landi takast á við þau á margan hátt. Mikilvægt er að hefja rannsóknir á neteinelti hér á landi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun