
Er duna jarðarstríð. Um Ísland í Evrópu
Hið opna hagkerfi Evrópu gerði okkur varnarlaus í aðdraganda fjármálakreppunnar. Ég hef í síðustu grein rakið hversu vanbúin við vorum til að leggja sjálfstætt mat á íslenskar þarfir á alþjóðlegum markaði, enda með enga reynslu af frjálsu markaðshagkerfi. Áherslan meðal aðildarríkja ESB var á opið hagkerfi og hugmyndir um einhvers konar hagvarnir voru almennt litnar hornauga og tengdar einangrunarhyggju og tollmúrum fyrri áratuga. Allar sérlausnir hefðu þurft að byggja á efnislegri og rökstuddri greiningu á séreðli íslenskra markaða og það er augljóst að henni gat aldrei verið fyrir að fara þegar hvorki voru til íslenskir markaðir né greining á hegðun á þeim. Líklega höfðum við því hvorki sjálfstraust eða né efnislegar forsendur til að útbúa hugmyndir um séríslenskar lausnir á þeim tíma.
Almennt má segja að í hinu evrópska fjórfrelsi hafi falist djúpstætt vanmat á þeim hættum sem gætu skapast af samspili frjáls innri markaðar með fjármálaþjónustu yfir landamæri og áframhaldandi tilvist sjálfstæðra gjaldmiðla og þess að stuðningur við banka og eftirlit með þeim og umgjörð innstæðutrygginga væri á ábyrgð hvers ríkis um sig. Í þessum veikleikum lágu orsakir Hrunsins að stóru leyti og sumir þessara veikleika hafa valdið Írum og nú Spánverjum gríðarlegum erfiðleikum. Íslenska hrunið var því ekkert séríslenskt, þótt smæð íslenska hagkerfisins og veikleiki krónunnar hafi valdið því að þessar hættur ollu fyrr tjóni og meira tjóni hér á landi en annars staðar.
Með innri markaðinum urðu gjaldmiðlar vörur – rétt eins og korn eða olía eða hvað annað sem gengur kaupum og sölum á markaði. Skyndilega varð almenningi mögulegt, án vandkvæða, að kaupa gjaldmiðil – ekki til að nota til kaupa á vöru eða þjónustu, heldur til að veðja á verðþróun hans eða njóta vaxtakjara viðkomandi ríkis. Við supum seyðið af þessu á árunum fyrir hrun, þegar vaxtastig hér var hærra en í Evrópu og fjármálafyrirtæki um alla Evrópu buðu viðskiptavinum að njóta íslenskra vaxtakjara með kaupum á krónueignum. Þessi viðskipti voru jafnvel á færi einstaklinga sem gátu keypt krónur eða eignir í krónum með íslenskum vöxtum í heimabankanum sínum. Afleiðingin varð gríðarlegt innflæði erlends gjaldeyris sem styrkti gengi krónunnar, bjó til innistæðulausan kaupmátt og lækkaði verðbólgutölur. Vandinn var bara að þegar harðnaði á dalnum vildu allir út á sama tíma og gjaldeyrismarkaðurinn hrundi. Þess vegna eru hér gjaldeyrishöft og þess vegna eru hér fastar aflandskrónur.
Við þennan vanda bættist annar alvarlegur ágalli. Vegna smæðar hagkerfisins, sveiflna gjaldmiðilsins og líklega líka rótgróinna efasemda Íslendinga um ágæti erlendrar fjárfestingar var lítið um beina erlenda fjárfestingu hér á landi í kjölfar EES-samningsins, nema í áliðnaði. Þess í stað nýtti íslenskt atvinnulíf hið nýfengna frelsi til öflunar fjármagns til að taka lán. En þá liggur áhættan öll hjá Íslendingum: Ef gengi krónunnar fellur hækka erlendu lánin og vaxa innlendum fyrirtækjum hratt yfir höfuð. Ef harðnar á dalnum hækka vextir. Hrunið sýnir betur en nokkuð annað hversu varhugavert það er að byggja efnahagsuppbyggingu alfarið á lánsfé. Umsvifameiri bein erlend fjárfesting hér á landi hefði aukið á efnahagslegan stöðugleika, greitt frekar fyrir tækniþróun í íslensku atvinnulífi og ekki farið svo glatt úr landi. Hækkun fjármagnskostnaðar vegna gengisbreytinga eða ytri aðstæðna hefði lent á hinum erlendu fjárfestum.
Öll vitum við svo hvernig aðdragandi hrunsins leiddi í ljós miklar veilur á því regluverki sem gilti um fjármálastarfsemi á innri markaðnum. Íslensku bankarnir höfðu engan lánveitanda til þrautavara sem gat séð þeim fyrir alþjóðlega nothæfum gjaldmiðli og því voru engin bjargráð möguleg eftir að fyrsti stóri íslenski bankinn féll. Innstæðutryggingakerfið reyndist of veikburða fyrir banka með starfsemi víða um lönd, jafnvel þótt það hefði verið útbúið í fullu samræmi við hið evrópska regluverk.
Allir þessir áhættuþættir eru enn hluti af innri markaðnum og ekki hafa verið útbúnar leiðir til að takast á við þá nema að litlu leyti. Við erum nú í vari fyrir þeim, vegna gjaldeyrishaftanna, en verðum á ný berskjölduð fyrir þeim þegar höftum verður aflétt. Sú staðreynd kallar á að við metum upp á nýtt hvort og þá hvernig við getum lifað með þessum ágöllum og útbúið annað hvort fjölþjóðlegar eða innlendar hagvarnir sem gera okkur kleift að skapa opið, en varið, hagkerfi. Getum við það með áframhaldandi veru í EES eða færir aðild að ESB okkur ríkari möguleika til að reka hér opið og varið hagkerfi? Um það ræði ég í næstu grein.
Skoðun

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar