Nýtt nafn ritað á bikarinn í dag? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2012 08:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni, og Valskonan Rakel Logadóttir með bikarinn góða. Mynd/Valli Tvö lið með ólíka sögu munu í dag mætast í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum. Annars vegar Valur, sigursælasta lið frá upphafi í sögu keppninnar, og ríkjandi Íslandsmeistari Stjörnunnar sem hefur aldrei unnið bikarinn áður. „Þetta kemur ekki til með að skipta nokkru máli," segir Rakel Logadóttir, leikmaður og einn fyrirliða Vals, um sögu þessara tveggja liða. „Hvað okkur varðar skiptir sá fjöldi titla sem Valur hefur unnið í gegnum tíðina engu máli í dag. Við erum með nýtt og gjörbreytt lið frá síðustu árum og erum að skapa okkar eigin hefð." Valur er sem stendur í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna með 27 stig en Stjarnan er í því öðru með 32 stig – sex á eftir toppliði Þórs/KA. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir þó Stjörnuna ekki sigurstranglega liðið í leiknum í dag, þrátt fyrir að vera ofar í stigatöflunni. „Bæði þessi lið eru með sterkan leikmannahóp en Valur er með hefðina með sér og hafa oft komið í þennan leik áður. Þetta eru tvö jöfn lið og ég á von á skemmtilegum leik," segir hún. Lykilleikmenn farnirValskonur hafa verið á miklu skriði að undanförnu og ekki tapað leik síðan 9. júlí. Síðan þá hafa þær spilað átta leiki og unnið sex þeirra, þar með talið Stjörnuna og ÍBV, auk þess sem liðið gerði jafntefli við Þór/KA. „Spilamennska okkar hefur verið góð og ég er sátt við hana. Við höfum lært mikið í sumar og bætt okkur eftir því sem liðið hefur á það," segir Rakel en Valur hefur þó misst nokkra lykilleikmenn síðustu dagana. Danska landsliðskonan Johanna Rasmussen er aftur farin til síns liðs í Svíþjóð og þær Dagný Brynjarsdóttir og Telma Björk Einarsdóttir eru báðar farnar til Bandaríkjanna í nám. „Þetta hefur verið smá púsluspil hjá okkur en nú fá ungir leikmenn dýrmæta reynslu – sérstaklega af þessum leik," segir Rakel. Mikið bras á varnarlínunniAðeins fimm félög hafa unnið bikarkeppni kvenna síðan hún fór fyrst fram árið 1981. Stjarnan getur bæst í þann hóp í dag en það hafa þó einnig verið vandræði með leikmannahóp liðsins að undanförnu. „Það hefur verið mikið bras á öftustu línunni okkar," segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. Anna María Baldursdóttir fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. Þá hafa meiðsli einnig sett strik í reikninginn, auk þess sem Eyrún Guðmundsdóttir getur ekki spilað þar sem hún er barnshafandi. „Það er því ekki alveg klárt hvernig byrjunarliðið verður. En ég er með góðan hóp og við verðum með sterkt byrjunarlið eins og í öllum leikjum." Valur spilar besta fótboltannÞorlákur á von á að mæta sterku liði Vals í dag. „Valur hefur spilað besta fótboltann í deildinni í sumar og er bæði tæknilega sterkt lið og skemmtilegt. Þetta verður spennandi verkefni og við þurfum að spila vel til að vinna þær." Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Upphitun hefst hálftíma fyrr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
Tvö lið með ólíka sögu munu í dag mætast í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum. Annars vegar Valur, sigursælasta lið frá upphafi í sögu keppninnar, og ríkjandi Íslandsmeistari Stjörnunnar sem hefur aldrei unnið bikarinn áður. „Þetta kemur ekki til með að skipta nokkru máli," segir Rakel Logadóttir, leikmaður og einn fyrirliða Vals, um sögu þessara tveggja liða. „Hvað okkur varðar skiptir sá fjöldi titla sem Valur hefur unnið í gegnum tíðina engu máli í dag. Við erum með nýtt og gjörbreytt lið frá síðustu árum og erum að skapa okkar eigin hefð." Valur er sem stendur í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna með 27 stig en Stjarnan er í því öðru með 32 stig – sex á eftir toppliði Þórs/KA. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir þó Stjörnuna ekki sigurstranglega liðið í leiknum í dag, þrátt fyrir að vera ofar í stigatöflunni. „Bæði þessi lið eru með sterkan leikmannahóp en Valur er með hefðina með sér og hafa oft komið í þennan leik áður. Þetta eru tvö jöfn lið og ég á von á skemmtilegum leik," segir hún. Lykilleikmenn farnirValskonur hafa verið á miklu skriði að undanförnu og ekki tapað leik síðan 9. júlí. Síðan þá hafa þær spilað átta leiki og unnið sex þeirra, þar með talið Stjörnuna og ÍBV, auk þess sem liðið gerði jafntefli við Þór/KA. „Spilamennska okkar hefur verið góð og ég er sátt við hana. Við höfum lært mikið í sumar og bætt okkur eftir því sem liðið hefur á það," segir Rakel en Valur hefur þó misst nokkra lykilleikmenn síðustu dagana. Danska landsliðskonan Johanna Rasmussen er aftur farin til síns liðs í Svíþjóð og þær Dagný Brynjarsdóttir og Telma Björk Einarsdóttir eru báðar farnar til Bandaríkjanna í nám. „Þetta hefur verið smá púsluspil hjá okkur en nú fá ungir leikmenn dýrmæta reynslu – sérstaklega af þessum leik," segir Rakel. Mikið bras á varnarlínunniAðeins fimm félög hafa unnið bikarkeppni kvenna síðan hún fór fyrst fram árið 1981. Stjarnan getur bæst í þann hóp í dag en það hafa þó einnig verið vandræði með leikmannahóp liðsins að undanförnu. „Það hefur verið mikið bras á öftustu línunni okkar," segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. Anna María Baldursdóttir fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. Þá hafa meiðsli einnig sett strik í reikninginn, auk þess sem Eyrún Guðmundsdóttir getur ekki spilað þar sem hún er barnshafandi. „Það er því ekki alveg klárt hvernig byrjunarliðið verður. En ég er með góðan hóp og við verðum með sterkt byrjunarlið eins og í öllum leikjum." Valur spilar besta fótboltannÞorlákur á von á að mæta sterku liði Vals í dag. „Valur hefur spilað besta fótboltann í deildinni í sumar og er bæði tæknilega sterkt lið og skemmtilegt. Þetta verður spennandi verkefni og við þurfum að spila vel til að vinna þær." Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Upphitun hefst hálftíma fyrr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira