Milton Friedman og farvegur peninganna Guðmundur Edgarsson skrifar 1. september 2012 06:00 Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum. Ein leið er að eyða eigin peningum í sjálfan þig. Þá er peningunum yfirleitt best varið því bæði þykir þér að jafnaði vænna um peninga sem þú aflaðir sjálfur en annarra auk þess sem peningarnir nýtast betur fyrir mann sjálfan en aðra því þú veist nákvæmlega hvað þú vilt en síður hvað aðrir vilja. Farir þú með þinn eigin fimm þúsund kall til að að kaupa bók, þá hleypurðu ekki bara til og kaupir fyrstu bókina sem þú sérð á fimm þúsund kall. Þú skoðar bókaúrvalið, ferð jafnvel í nokkrar bókaverslanir og kemur hugsanlega út með tvær bækur og samt með afgang! Svona er markaðskerfið í megindráttum, þ.e. peningarnir leita þangað sem nýtist hverjum og einum best. Önnur leið til að eyða peningum sagði Friedman vera þá að eyða eigin peningum í aðra. Áfram muntu fara sparlega með peningana því þú aflaðir þeirra sjálfur, en ólíklegra er að þeir nýtist jafn vel þegar þeim er varið í óskir annarra þar sem erfiðara er að vita hvað aðrir vilja en maður sjálfur. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að gefa vini þínum afmælisgjöf fyrir fimm þúsund kall. Þá er ólíklegra að peningurinn nýtist eins vel eins og ef þú verðir honum í eigin þarfir því kannski hefur vinurinn engan áhuga á þeirri gjöf sem þú giskaðir á að hann vildi. Þú gefur honum tiltekna bók en kannski vildi hann fá aðra bók eða eitthvað allt annað, t.d. geisladisk, eða jafnvel bara peninginn! Ljóst er að þegar peningunum er varið með þessum hætti leita þeir síður í þann farveg sem nýtist best. Þriðja leiðin, sem einnig er varasöm, er þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig. Þá er hætt við bruðli. Peningarnir leita jú í þá átt sem þú vilt en þar sem peningarnir eru ekki þínir hirðir þú síður um kostnað. Þú splæsir vitaskuld á þig dýrindis hádegisverði á flottum veitingastað. Fjórða og sísta leiðin að mati Friedmans er að eyða annarra manna peningum í þriðja aðila. Þá er að jafnaði illa farið með peningana því auk þess sem höndlað er með peninga sem aðrir hafa aflað er þeim líka illa varið fyrir þá sök að þú hefur takmarkaðar upplýsingar um hvað aðrir vilja. Þetta er hið pólitíska kerfi. Undir slíku kerfi er ríkið sífellt að eyða annarra manna peningum (skattborgaranna) í alls kyns verkefni sem það hefur litla hugmynd um hvort áhugi er á eða ekki. Sem dæmi má nefna Ríkissjónvarpið. Pólitíkusar fá pening frá mér og þér og eyða í verkefni til að auka sjónvarpsgláp! En hvað veit ríkið um það hvort ég eða þú hafi yfirhöfuð áhuga á sjónvarpsglápi? Eða þá hvers konar sjónvarpsglápi? Þótt vera kunni að sumir hafi áhuga á að glápa á Ríkissjónvarpið eru aðrir sem vilja t.d. horfa á Skjá Einn eða ÍNN að ógleymdum þeim aragrúa fólks sem nennir ekki að glápa á sjónvarp yfirhöfuð. Hið eina sem stjórnmálamenn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma samhenginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Á þetta spila stjórnmálamenn um allan heim og fyrir vikið eru útgjaldaglaðir stjórnmálamenn kosnir aftur og aftur. Því er kominn tími til að endurvekja hugmyndir Friedmans og annarra áhugamanna um grundvallarmannréttindi á borð við einstaklingsfrelsi og eignarétt og vinna að því að slíkum pólitíkusum verði smátt og smátt úthýst úr íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum. Ein leið er að eyða eigin peningum í sjálfan þig. Þá er peningunum yfirleitt best varið því bæði þykir þér að jafnaði vænna um peninga sem þú aflaðir sjálfur en annarra auk þess sem peningarnir nýtast betur fyrir mann sjálfan en aðra því þú veist nákvæmlega hvað þú vilt en síður hvað aðrir vilja. Farir þú með þinn eigin fimm þúsund kall til að að kaupa bók, þá hleypurðu ekki bara til og kaupir fyrstu bókina sem þú sérð á fimm þúsund kall. Þú skoðar bókaúrvalið, ferð jafnvel í nokkrar bókaverslanir og kemur hugsanlega út með tvær bækur og samt með afgang! Svona er markaðskerfið í megindráttum, þ.e. peningarnir leita þangað sem nýtist hverjum og einum best. Önnur leið til að eyða peningum sagði Friedman vera þá að eyða eigin peningum í aðra. Áfram muntu fara sparlega með peningana því þú aflaðir þeirra sjálfur, en ólíklegra er að þeir nýtist jafn vel þegar þeim er varið í óskir annarra þar sem erfiðara er að vita hvað aðrir vilja en maður sjálfur. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að gefa vini þínum afmælisgjöf fyrir fimm þúsund kall. Þá er ólíklegra að peningurinn nýtist eins vel eins og ef þú verðir honum í eigin þarfir því kannski hefur vinurinn engan áhuga á þeirri gjöf sem þú giskaðir á að hann vildi. Þú gefur honum tiltekna bók en kannski vildi hann fá aðra bók eða eitthvað allt annað, t.d. geisladisk, eða jafnvel bara peninginn! Ljóst er að þegar peningunum er varið með þessum hætti leita þeir síður í þann farveg sem nýtist best. Þriðja leiðin, sem einnig er varasöm, er þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig. Þá er hætt við bruðli. Peningarnir leita jú í þá átt sem þú vilt en þar sem peningarnir eru ekki þínir hirðir þú síður um kostnað. Þú splæsir vitaskuld á þig dýrindis hádegisverði á flottum veitingastað. Fjórða og sísta leiðin að mati Friedmans er að eyða annarra manna peningum í þriðja aðila. Þá er að jafnaði illa farið með peningana því auk þess sem höndlað er með peninga sem aðrir hafa aflað er þeim líka illa varið fyrir þá sök að þú hefur takmarkaðar upplýsingar um hvað aðrir vilja. Þetta er hið pólitíska kerfi. Undir slíku kerfi er ríkið sífellt að eyða annarra manna peningum (skattborgaranna) í alls kyns verkefni sem það hefur litla hugmynd um hvort áhugi er á eða ekki. Sem dæmi má nefna Ríkissjónvarpið. Pólitíkusar fá pening frá mér og þér og eyða í verkefni til að auka sjónvarpsgláp! En hvað veit ríkið um það hvort ég eða þú hafi yfirhöfuð áhuga á sjónvarpsglápi? Eða þá hvers konar sjónvarpsglápi? Þótt vera kunni að sumir hafi áhuga á að glápa á Ríkissjónvarpið eru aðrir sem vilja t.d. horfa á Skjá Einn eða ÍNN að ógleymdum þeim aragrúa fólks sem nennir ekki að glápa á sjónvarp yfirhöfuð. Hið eina sem stjórnmálamenn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma samhenginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Á þetta spila stjórnmálamenn um allan heim og fyrir vikið eru útgjaldaglaðir stjórnmálamenn kosnir aftur og aftur. Því er kominn tími til að endurvekja hugmyndir Friedmans og annarra áhugamanna um grundvallarmannréttindi á borð við einstaklingsfrelsi og eignarétt og vinna að því að slíkum pólitíkusum verði smátt og smátt úthýst úr íslenskum stjórnmálum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun