Foreldrar komi að ráðningum skólastjóra grunnskólanna Kjartan Magnússon skrifar 4. september 2012 06:00 Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur vilja að virkt samráð verði tekið upp við foreldrafélög í borginni við nýráðningar skólastjóra og hafa lagt fram tillögu þar að lútandi. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Álit foreldra mikilvægt Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Með samþykkt tillögunnar yrði brotið blað varðandi aðkomu foreldra að skólastarfi í Reykjavík. Foreldrafélög fái þannig í raun rétt til umfjöllunar og umsagnar áður en nýr skólastjóri er ráðinn. Það væri síðan hverju foreldrafélagi í sjálfsvald sett hvort slík heimild yrði nýtt og með hvaða hætti. Þannig væri tryggt að rödd foreldra myndi heyrast í ráðningarferlinu en eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð Reykjavíkur annast sjálfa ráðninguna og bera ábyrgð á henni eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Ungar konur og leghálsinn Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. 4. september 2012 06:00 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur vilja að virkt samráð verði tekið upp við foreldrafélög í borginni við nýráðningar skólastjóra og hafa lagt fram tillögu þar að lútandi. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Álit foreldra mikilvægt Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Með samþykkt tillögunnar yrði brotið blað varðandi aðkomu foreldra að skólastarfi í Reykjavík. Foreldrafélög fái þannig í raun rétt til umfjöllunar og umsagnar áður en nýr skólastjóri er ráðinn. Það væri síðan hverju foreldrafélagi í sjálfsvald sett hvort slík heimild yrði nýtt og með hvaða hætti. Þannig væri tryggt að rödd foreldra myndi heyrast í ráðningarferlinu en eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð Reykjavíkur annast sjálfa ráðninguna og bera ábyrgð á henni eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins.
Ungar konur og leghálsinn Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. 4. september 2012 06:00
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun