Hvatning til kennara Ragnar Halldórsson skrifar 4. september 2012 06:00 Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skólar eru mikilvægari en bankar því innihald þeirra verður ekki metið til fjár. Og kennarar eru stjórnendurnir í skólastofunni. Með hörkudugnaði og hæfileikum tekst þeim að gera lítil kraftaverk á hverjum einasta degi. Enda má segja að hvert einasta námsbarn sé lítið undur sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Og þess vegna er starf kennarans svo gríðarlega mikilvægt. Góðir kennarar eiga stóran þátt í bjartri framtíð nemenda sinna og þjóðfélagsins í leiðinni. Þeir geta laðað fram það besta í börnum, komið auga á hæfileika sem ekki njóta sín til fulls, hjálpað þeim sem fá lítinn stuðning heima hjá sér til að blómstra og átt þátt í að skapandi hugsun barna nái fullum þroska. Tilfinningar og skoðanirEitt það besta sem barn lærir er að tjá tilfinningar sínar og skoðanir. Að ná tengslum við tilfinningar sínar og tjá þær. Að hafa skoðanir og kunna að rökstyðja þær. Og þess vegna hvet ég kennara til þess að örva börn til að tjá skoðanir sínar – og rökstyðja þær. Að standa glöð upp úr stólnum við skólaborðið – eða glaðbeitt uppi við töflu – og tjá skoðanir sínar og tilfinningar fyrir bekknum og kennaranum. Til að varpa ljósi á hvernig þeim líður. Og rökstyðja skoðanir sínar. Hve mörg börn á Íslandi skyldu brenna inni með tilfinningar sínar með einum eða öðrum hætti? Hve mörg börn skyldi vanta einhvern sem hefur góðan tíma til að hlusta á skoðanir þeirra og hvernig þeim líður? Og: Hvaða afleiðingar skyldi þetta hafa á velferð og heilsu þessara barna? Heima hlusta þau á fullorðna fólkið segja þeim eitthvað. Í sjónvarpinu er eintal í eina átt. Þar – eins og annars staðar – eru allir að segja þeim eitthvað. Í skólanum eru kennararnir að segja þeim eitthvað allan daginn. Úti í þjóðfélaginu mæta þau fólki sem segir þeim hitt og þetta. En afar fáir eða engir hlusta á þau. Að segja ekkertÉg gæti trúað að allt of mörg íslensk börn fari í gegnum hvern einasta dag nánast þegjandi. Án þess að segja neitt. Varla aukatekið orð. En lifa á sama tíma í umhverfi sem er alltaf að segja þeim eitthvað. Án þess að hlusta á þau. Umhverfi sem beinir sífellt spjótum sínum að þeim. Í sjónvarpinu. Á heimilinu. Í skólanum. Í þjóðfélaginu. Barn sem hefur lært að tjá tilfinningar sínar og skoðanir feimnislaust og á rökvísan hátt hefur lært annað mjög dýrmætt: Sjálfsaga. Sem er undirstaða alls aga. Og líka: Rökhugsun – sjálfsvirðingu – sjálfstraust og virðingu gagnvart öðrum. Sem minnkar til muna líkurnar á því að þetta barn brenni inni með tilfinningar sínar. Börn sem læra rökhugsun læra samræðuhæfni. Og í leiðinni læra þau að byggja upp sjálfstraust og sjálfsaga – sem er undirstaða alls annars aga. Börn sem læra að tjá sig læra þannig að bera virðingu fyrir eigin tilfinningum og tilfinningum annarra. Þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og virða skoðanir annarra. Hvers vegna?Og með því að þjálfa börn í skóla að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær vinnst ekki einungis rökhugsun, samræðuhæfni, sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfsagi, almennur agi og virðing gagnvart öðrum heldur stuðlar slík hæfni smám saman að því að koma í veg fyrir, lækna og leysa stóran hluta af félagslegum vandamálum í þjóðfélaginu. Því hver skyldi vera stærsti orsakavaldur margra skæðustu félagslegu vandamála þjóðfélagsins? Þegar fólk brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar. Því fólki sem brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar líður oftast mjög illa. Því hvet ég hina frábæru, ósérhlífnu og þjóðfélagslega lífsnauðsynlegu stétt kennara til að örva börnin í bekknum til að tjá líðan sína og skoðanir. Og kenna börnunum að gefa ástæður fyrir líðan sinni. Og rök fyrir skoðunum sínum. Til dæmis með því að svara spurningunni: Hvers vegna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skólar eru mikilvægari en bankar því innihald þeirra verður ekki metið til fjár. Og kennarar eru stjórnendurnir í skólastofunni. Með hörkudugnaði og hæfileikum tekst þeim að gera lítil kraftaverk á hverjum einasta degi. Enda má segja að hvert einasta námsbarn sé lítið undur sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Og þess vegna er starf kennarans svo gríðarlega mikilvægt. Góðir kennarar eiga stóran þátt í bjartri framtíð nemenda sinna og þjóðfélagsins í leiðinni. Þeir geta laðað fram það besta í börnum, komið auga á hæfileika sem ekki njóta sín til fulls, hjálpað þeim sem fá lítinn stuðning heima hjá sér til að blómstra og átt þátt í að skapandi hugsun barna nái fullum þroska. Tilfinningar og skoðanirEitt það besta sem barn lærir er að tjá tilfinningar sínar og skoðanir. Að ná tengslum við tilfinningar sínar og tjá þær. Að hafa skoðanir og kunna að rökstyðja þær. Og þess vegna hvet ég kennara til þess að örva börn til að tjá skoðanir sínar – og rökstyðja þær. Að standa glöð upp úr stólnum við skólaborðið – eða glaðbeitt uppi við töflu – og tjá skoðanir sínar og tilfinningar fyrir bekknum og kennaranum. Til að varpa ljósi á hvernig þeim líður. Og rökstyðja skoðanir sínar. Hve mörg börn á Íslandi skyldu brenna inni með tilfinningar sínar með einum eða öðrum hætti? Hve mörg börn skyldi vanta einhvern sem hefur góðan tíma til að hlusta á skoðanir þeirra og hvernig þeim líður? Og: Hvaða afleiðingar skyldi þetta hafa á velferð og heilsu þessara barna? Heima hlusta þau á fullorðna fólkið segja þeim eitthvað. Í sjónvarpinu er eintal í eina átt. Þar – eins og annars staðar – eru allir að segja þeim eitthvað. Í skólanum eru kennararnir að segja þeim eitthvað allan daginn. Úti í þjóðfélaginu mæta þau fólki sem segir þeim hitt og þetta. En afar fáir eða engir hlusta á þau. Að segja ekkertÉg gæti trúað að allt of mörg íslensk börn fari í gegnum hvern einasta dag nánast þegjandi. Án þess að segja neitt. Varla aukatekið orð. En lifa á sama tíma í umhverfi sem er alltaf að segja þeim eitthvað. Án þess að hlusta á þau. Umhverfi sem beinir sífellt spjótum sínum að þeim. Í sjónvarpinu. Á heimilinu. Í skólanum. Í þjóðfélaginu. Barn sem hefur lært að tjá tilfinningar sínar og skoðanir feimnislaust og á rökvísan hátt hefur lært annað mjög dýrmætt: Sjálfsaga. Sem er undirstaða alls aga. Og líka: Rökhugsun – sjálfsvirðingu – sjálfstraust og virðingu gagnvart öðrum. Sem minnkar til muna líkurnar á því að þetta barn brenni inni með tilfinningar sínar. Börn sem læra rökhugsun læra samræðuhæfni. Og í leiðinni læra þau að byggja upp sjálfstraust og sjálfsaga – sem er undirstaða alls annars aga. Börn sem læra að tjá sig læra þannig að bera virðingu fyrir eigin tilfinningum og tilfinningum annarra. Þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og virða skoðanir annarra. Hvers vegna?Og með því að þjálfa börn í skóla að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær vinnst ekki einungis rökhugsun, samræðuhæfni, sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfsagi, almennur agi og virðing gagnvart öðrum heldur stuðlar slík hæfni smám saman að því að koma í veg fyrir, lækna og leysa stóran hluta af félagslegum vandamálum í þjóðfélaginu. Því hver skyldi vera stærsti orsakavaldur margra skæðustu félagslegu vandamála þjóðfélagsins? Þegar fólk brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar. Því fólki sem brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar líður oftast mjög illa. Því hvet ég hina frábæru, ósérhlífnu og þjóðfélagslega lífsnauðsynlegu stétt kennara til að örva börnin í bekknum til að tjá líðan sína og skoðanir. Og kenna börnunum að gefa ástæður fyrir líðan sinni. Og rök fyrir skoðunum sínum. Til dæmis með því að svara spurningunni: Hvers vegna?
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun