Íslenska landsliðið er enn efst á lista Arons Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2012 07:00 Aron Jóhannsson sést hér í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur. Aron á íslenska foreldra en þar sem hann fæddist vestanhafs er hann með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann á enn eftir að spila A-landsleik og þar til hann verður valinn í annað landsliðið er hann gjaldgengur í bæði. New York Times, eitt stærsta dagblað Bandaríkjanna, hafði samband við Aron og birti við hann viðtal um þetta. Hann segir að það hafi óneitanlega verið sérstakt. „Það er búið að gera ansi mikið úr þessu en þetta sýnir að maður er að gera eitthvað rétt. Það er gaman að þessu en ekkert meira en það," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði aldrei íhugað að spila fyrir Bandaríkin. Frá því að ég byrjaði að spila fótbolta hefur mig alltaf langað til að spila með íslenska landsliðinu. Það hefur ekkert breyst," segir hann ákveðinn. „Ég er tilbúinn að bíða eftir mínu tækifæri enda veit ég vel að það eru sterkir leikmenn á undan mér eins og er. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort Ísland eigi betri sóknarmenn en Bandaríkin í dag. Ég þarf bara að halda áfram að vinna í mínum málum, bæta mig og vonandi mun Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfari] kíkja á mig einn daginn." Aron á nú eitt ár eftir af samningi sínum við AGF en þar hefur hann verið síðan 2008. Aron, sem verður 22 ára síðar á árinu, er þó ekki að stressa sig á framtíðinni. „Umboðsmaður minn sér alfarið um þessi mál. Ég mæti bara á æfingar og reyni að sparka í bolta. Auðvitað hef ég fengið meiri athygli en vanalega síðustu vikurnar en þetta voru bara tveir leikir – þeir telja lítið ef ég stend mig ekki núna. Ég mun því einbeita mér áfram að því að spila eins vel og ég get." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira
Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur. Aron á íslenska foreldra en þar sem hann fæddist vestanhafs er hann með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann á enn eftir að spila A-landsleik og þar til hann verður valinn í annað landsliðið er hann gjaldgengur í bæði. New York Times, eitt stærsta dagblað Bandaríkjanna, hafði samband við Aron og birti við hann viðtal um þetta. Hann segir að það hafi óneitanlega verið sérstakt. „Það er búið að gera ansi mikið úr þessu en þetta sýnir að maður er að gera eitthvað rétt. Það er gaman að þessu en ekkert meira en það," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði aldrei íhugað að spila fyrir Bandaríkin. Frá því að ég byrjaði að spila fótbolta hefur mig alltaf langað til að spila með íslenska landsliðinu. Það hefur ekkert breyst," segir hann ákveðinn. „Ég er tilbúinn að bíða eftir mínu tækifæri enda veit ég vel að það eru sterkir leikmenn á undan mér eins og er. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort Ísland eigi betri sóknarmenn en Bandaríkin í dag. Ég þarf bara að halda áfram að vinna í mínum málum, bæta mig og vonandi mun Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfari] kíkja á mig einn daginn." Aron á nú eitt ár eftir af samningi sínum við AGF en þar hefur hann verið síðan 2008. Aron, sem verður 22 ára síðar á árinu, er þó ekki að stressa sig á framtíðinni. „Umboðsmaður minn sér alfarið um þessi mál. Ég mæti bara á æfingar og reyni að sparka í bolta. Auðvitað hef ég fengið meiri athygli en vanalega síðustu vikurnar en þetta voru bara tveir leikir – þeir telja lítið ef ég stend mig ekki núna. Ég mun því einbeita mér áfram að því að spila eins vel og ég get."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira