Frelsi og sjálfræði – eða bergmál frá miðöldum 27. september 2012 06:00 Undir lok átjándu aldar gerðu bandarískir þrælar uppreisn gegn kúgurum sínum og vildu frelsi. Kúgararnir vildu reyndar líka frelsi, frelsi frá alríkinu bandaríska til að halda þræla. Þess vegna var þetta réttnefnt frelsisstríð. Uppreisninni lauk með sigri þrælanna og annarra sem skildu frelsishugsjónina þeirra skilningi. Þetta var vorið í Norður-Ameríku. Þessir vindar bárust einnig til Frakklands og þar var gerð bylting undir yfirskriftinni „frelsi, jafnrétti og bræðralag". Vorið var komið til Evrópu. Það gerði reyndar hret, mörg hret og frelsið reyndist síður en svo auðfengið. Vorið kom líka til Íslands, smátt og smátt þokaðist samfélagið nær því að geta talist samfélag jafningja. Ekki af því að allir væru beinlínis jafnir, heldur vegna þess að hrein og klár mismunun studd af yfirvöldum og fest í lög var numin úr gildi. Þetta gerðist m.a. með því að konur fengu kosningarétt, verkamenn á skipum fengu rétt til að sofa, börn og ungmenni fengu rétt til að ganga í skóla og gamalt fólk fékk tækifæri til að hætta að vinna án þess að lenda á vonarvöl. Eftir því sem frelsið jókst, og eftir því sem fleirum hlotnaðist sjálfstæði og sjálfræði til að nýta sér það svigrúm sem aukið frelsi veitti, komu í ljós nýir hópar fólks sem bjuggu ekki bara við bág efnahagsleg kjör heldur yfirgripsmiklar frelsisskerðingar. Hér á ég við fólk sem bjó við fötlun. Til skamms tíma hefur líf fólks með fötlun verið undir gæsku og góðvild annarra komið. Stuðningur við þennan hóp miðaði fyrst við að gera því kleift að lifa af, kannski líka að gefa foreldrum og öðrum aðstandendum svigrúm til að sinna vinnu og eigin áhugamálum. Á síðustu árum hafa þær raddir heyrst að þessu fólki bæri frelsi og jafnrétti ekki síður en öðrum. Þessar raddir hafa ekki síst heyrst frá því fólki sem sjálft býr við fötlun, því eins og öðrum finnst því lítilsvirðing í því fólgin að vera upp á gæsku og góðvild annarra komið. Það vill fá að vera sjálfstætt, fá að taka þátt í þjóðlífinu, setja sér sín eigin markmið og vinna að þeim eftir eigin getu. Það vill fá að stjórna eigin lífi sjálft. Nýlegar hugmyndir um skyldur ríkisins við fatlaða hafa einmitt þessa hugmyndafræði að leiðarljósi. Það er skylda ríkisins að búa svo í haginn fyrir fólk sem er með fötlun að það sjálft og aðstandendur þess geti lifað með reisn. Þetta er reyndar ekki sérstök skylda ríkisins við fólk með fötlun, heldur hefur ríkisvaldið þá skyldu gagnvart öllum borgurum að þeir eigi þess kost að lifa með reisn. Um þetta ætti að vera víðtæk sátt. Enginn sem hefur lágmarksskilning á mannréttindum ætti að vilja mæla þessu mót. Þess vegna brá mér í brún þegar ég sá í blaði um daginn eftirfarandi orð: „Það þarf líka að stokka upp í kerfinu. Ég er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af því að það sé verið að ríkisvæða náungakærleikann. Í stað þess að við sameinumst til stuðnings náunga okkar sem á erfitt t.d. í gegnum eigin framlög með vinnu eða fjármunum, kirkjufélög, sjálfboðasamtök, er öllu vísað á ríkisstofnanir, af því að skattarnir og bótakerfi eigi að sjá um alla þá sem þurfa á hjálp að halda, aldraða, sjúka, fatlaða eða atvinnulausa." Mér brá í brún því ég hafði ekki skilið stuðning við þá sem höllum fæti standa sem ríkisvæðingu náungakærleikans, heldur sem viðleitni ríkisins til að stuðla að frelsi og réttlæti – til að tryggja að fólk njóti mannréttinda. Skattarnir og bótakerfið eiga meðal annars að tryggja öllum mannsæmandi líf, þ.e. líf sem byggist á því að mannréttindi séu virt, hvernig sem fólk er til líkama og sálar. Betur má ef duga skal, en viðleitnin er þó í þessa átt. Sjálfstæði og sjálfræði fólks er auk þess forsenda þess að samfélagið geti einkennst af vináttu og virðingu fólks – náungakærleika – því einungis meðal jafningja getur vinátta verið sönn og gagnkvæm. Á miðöldum varð fólk, sem þurfti á hjálp að halda, iðulega að reiða sig á gæsku og góðvild annarra. Lífsáform þess voru algjörlega undir öðrum komin og framfærslan byggð á betli. Þetta fólk bjó því við kjör sem voru líkari kjörum þræla en frjálsra manna. Þegar ég sá þessa tilvitnun að ofan fannst mér ég heyra bergmál frá miðöldum. Samt var höfundur orðanna samtímamaður í stjórnmálum, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem sagði líka að Alþingi væri of lítill staður fyrir hann (Reykjanes, 20.september 2012, bls. 8-9). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Undir lok átjándu aldar gerðu bandarískir þrælar uppreisn gegn kúgurum sínum og vildu frelsi. Kúgararnir vildu reyndar líka frelsi, frelsi frá alríkinu bandaríska til að halda þræla. Þess vegna var þetta réttnefnt frelsisstríð. Uppreisninni lauk með sigri þrælanna og annarra sem skildu frelsishugsjónina þeirra skilningi. Þetta var vorið í Norður-Ameríku. Þessir vindar bárust einnig til Frakklands og þar var gerð bylting undir yfirskriftinni „frelsi, jafnrétti og bræðralag". Vorið var komið til Evrópu. Það gerði reyndar hret, mörg hret og frelsið reyndist síður en svo auðfengið. Vorið kom líka til Íslands, smátt og smátt þokaðist samfélagið nær því að geta talist samfélag jafningja. Ekki af því að allir væru beinlínis jafnir, heldur vegna þess að hrein og klár mismunun studd af yfirvöldum og fest í lög var numin úr gildi. Þetta gerðist m.a. með því að konur fengu kosningarétt, verkamenn á skipum fengu rétt til að sofa, börn og ungmenni fengu rétt til að ganga í skóla og gamalt fólk fékk tækifæri til að hætta að vinna án þess að lenda á vonarvöl. Eftir því sem frelsið jókst, og eftir því sem fleirum hlotnaðist sjálfstæði og sjálfræði til að nýta sér það svigrúm sem aukið frelsi veitti, komu í ljós nýir hópar fólks sem bjuggu ekki bara við bág efnahagsleg kjör heldur yfirgripsmiklar frelsisskerðingar. Hér á ég við fólk sem bjó við fötlun. Til skamms tíma hefur líf fólks með fötlun verið undir gæsku og góðvild annarra komið. Stuðningur við þennan hóp miðaði fyrst við að gera því kleift að lifa af, kannski líka að gefa foreldrum og öðrum aðstandendum svigrúm til að sinna vinnu og eigin áhugamálum. Á síðustu árum hafa þær raddir heyrst að þessu fólki bæri frelsi og jafnrétti ekki síður en öðrum. Þessar raddir hafa ekki síst heyrst frá því fólki sem sjálft býr við fötlun, því eins og öðrum finnst því lítilsvirðing í því fólgin að vera upp á gæsku og góðvild annarra komið. Það vill fá að vera sjálfstætt, fá að taka þátt í þjóðlífinu, setja sér sín eigin markmið og vinna að þeim eftir eigin getu. Það vill fá að stjórna eigin lífi sjálft. Nýlegar hugmyndir um skyldur ríkisins við fatlaða hafa einmitt þessa hugmyndafræði að leiðarljósi. Það er skylda ríkisins að búa svo í haginn fyrir fólk sem er með fötlun að það sjálft og aðstandendur þess geti lifað með reisn. Þetta er reyndar ekki sérstök skylda ríkisins við fólk með fötlun, heldur hefur ríkisvaldið þá skyldu gagnvart öllum borgurum að þeir eigi þess kost að lifa með reisn. Um þetta ætti að vera víðtæk sátt. Enginn sem hefur lágmarksskilning á mannréttindum ætti að vilja mæla þessu mót. Þess vegna brá mér í brún þegar ég sá í blaði um daginn eftirfarandi orð: „Það þarf líka að stokka upp í kerfinu. Ég er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af því að það sé verið að ríkisvæða náungakærleikann. Í stað þess að við sameinumst til stuðnings náunga okkar sem á erfitt t.d. í gegnum eigin framlög með vinnu eða fjármunum, kirkjufélög, sjálfboðasamtök, er öllu vísað á ríkisstofnanir, af því að skattarnir og bótakerfi eigi að sjá um alla þá sem þurfa á hjálp að halda, aldraða, sjúka, fatlaða eða atvinnulausa." Mér brá í brún því ég hafði ekki skilið stuðning við þá sem höllum fæti standa sem ríkisvæðingu náungakærleikans, heldur sem viðleitni ríkisins til að stuðla að frelsi og réttlæti – til að tryggja að fólk njóti mannréttinda. Skattarnir og bótakerfið eiga meðal annars að tryggja öllum mannsæmandi líf, þ.e. líf sem byggist á því að mannréttindi séu virt, hvernig sem fólk er til líkama og sálar. Betur má ef duga skal, en viðleitnin er þó í þessa átt. Sjálfstæði og sjálfræði fólks er auk þess forsenda þess að samfélagið geti einkennst af vináttu og virðingu fólks – náungakærleika – því einungis meðal jafningja getur vinátta verið sönn og gagnkvæm. Á miðöldum varð fólk, sem þurfti á hjálp að halda, iðulega að reiða sig á gæsku og góðvild annarra. Lífsáform þess voru algjörlega undir öðrum komin og framfærslan byggð á betli. Þetta fólk bjó því við kjör sem voru líkari kjörum þræla en frjálsra manna. Þegar ég sá þessa tilvitnun að ofan fannst mér ég heyra bergmál frá miðöldum. Samt var höfundur orðanna samtímamaður í stjórnmálum, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem sagði líka að Alþingi væri of lítill staður fyrir hann (Reykjanes, 20.september 2012, bls. 8-9).
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar